Glamour

Miranda Kerr gifti sig í Dior

Ritstjórn skrifar
Glamour/Skjáskot
Brúðkaup þeirra Miranda Kerr og Evan Spiegel, stofnanda Snapchat var í maí síðastliðnum. Nú fyrst hafa verið birtar nokkrar myndir frá brúðkaupinu, en þá aðallega af kjólnum. Ofurfyrirsætan Miranda klæddist hátísku frá Dior á brúðkaupsdeginum, sérhönnuðum kjól af Maria Grazia Chiuri, sem er yfirhönnuður tískuhússins. 

Miranda vildi láta kjólinn hylja mikið, en fyrir henni er það tákn um hreinleika og dulúð. ,,Ég held að það sé draumur allra stelpna að gifta sig í Dior", sagði hún í viðtali við Vogue. 

Hvort sem það sé rétt hjá henni eða ekki, þá er enginn vafi á að kjóllinn hennar er mjög fallegur og rómantískur. 

Myndirnar tók Patrick Demarchelier fyrir Vogue.

Maria Grazia Chiuri og Miranda Kerr

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.