Verðmæti og árangur í NBA Björn Berg Gunnarsson skrifar 6. september 2017 07:00 Skilar bættur árangur meiri tekjumöguleikum? Eða er kannski líklegra að þau lið sem bestan árangur sýna fjárhagslega standi sig þar af leiðandi betur á vellinum? Hvort sem eggið eða hænan kemur á undan er jákvætt samband á milli árangurs og aukningar í verðmæti liðanna í bandarísku NBA deildinni.Meistararnir í sérflokki Tímaritið Forbes áætlar árlega verðmæti NBA liðanna 30. Undanfarinn áratug hefur virði félaganna aukist að meðaltali um 282% en gæðunum hefur þó verið talsvert misskipt. Vegna efnahagsástandsins í Detroit þarf ekki að koma á óvart að Pistons rekur lestina (110% vöxtur) á meðan langmestur uppgangur hefur verið hjá meisturum Golden State Warriors (874%).Ólík staða New York Knicks og San Antonio Ef við berum þennan vöxt saman við vinningshlutfall í deildarkeppninni á sama tímabili kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Almennt virðast þessar tvær breytur haldast í hendur, en áberandi undantekningar er þó að finna. Hvers vegna ætli lærisveinar Gregg Popovich í San Antonio Spurs (70% sigurhlutfall, 201% aukning í verðmæti) hafi náð mun betri árangri en fjármálin gefa tilefni til að áætla á meðan New York liðin Knicks (41% og 457%) og Nets (37% og 454%) hafa staðið sig svo áberandi illa? Þrátt fyrir að San Antonio borg hafi vaxið hraðast allra stórborga Bandaríkjanna á fyrsta áratug aldarinnar jókst áætlað verðmæti stuðningsmanna í New York þrefalt meira. Sömu sögu er að segja af verðmæti vörumerkja Nets og Knicks, sem vaxið hafa fimmfalt á meðan Spurs hafa tæplega þrefaldast.Jöfnuðurinn dugar ekki til Launaþak NBA-deildarinnar og fyrirkomulag nýliðavalsins eiga að tryggja sem jafnasta möguleika og eru liður í samtryggingu eigenda liðanna 30, sem í sameiningu eiga deildina. Ekki er um neina Meistaradeildarpeninga að ræða eins og í fótboltanum og enginn beinn fjárhagslegur ávinningur fylgir árangri í deildarkeppni. Samt sem áður virðist sem árangur innan vallar og utan haldist að einhverju leyti í hendur og sennilega má leita einföldustu skýringar í því að fleiri vilji styðja lið sem vel gengur, nema San Antonio.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun
Skilar bættur árangur meiri tekjumöguleikum? Eða er kannski líklegra að þau lið sem bestan árangur sýna fjárhagslega standi sig þar af leiðandi betur á vellinum? Hvort sem eggið eða hænan kemur á undan er jákvætt samband á milli árangurs og aukningar í verðmæti liðanna í bandarísku NBA deildinni.Meistararnir í sérflokki Tímaritið Forbes áætlar árlega verðmæti NBA liðanna 30. Undanfarinn áratug hefur virði félaganna aukist að meðaltali um 282% en gæðunum hefur þó verið talsvert misskipt. Vegna efnahagsástandsins í Detroit þarf ekki að koma á óvart að Pistons rekur lestina (110% vöxtur) á meðan langmestur uppgangur hefur verið hjá meisturum Golden State Warriors (874%).Ólík staða New York Knicks og San Antonio Ef við berum þennan vöxt saman við vinningshlutfall í deildarkeppninni á sama tímabili kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Almennt virðast þessar tvær breytur haldast í hendur, en áberandi undantekningar er þó að finna. Hvers vegna ætli lærisveinar Gregg Popovich í San Antonio Spurs (70% sigurhlutfall, 201% aukning í verðmæti) hafi náð mun betri árangri en fjármálin gefa tilefni til að áætla á meðan New York liðin Knicks (41% og 457%) og Nets (37% og 454%) hafa staðið sig svo áberandi illa? Þrátt fyrir að San Antonio borg hafi vaxið hraðast allra stórborga Bandaríkjanna á fyrsta áratug aldarinnar jókst áætlað verðmæti stuðningsmanna í New York þrefalt meira. Sömu sögu er að segja af verðmæti vörumerkja Nets og Knicks, sem vaxið hafa fimmfalt á meðan Spurs hafa tæplega þrefaldast.Jöfnuðurinn dugar ekki til Launaþak NBA-deildarinnar og fyrirkomulag nýliðavalsins eiga að tryggja sem jafnasta möguleika og eru liður í samtryggingu eigenda liðanna 30, sem í sameiningu eiga deildina. Ekki er um neina Meistaradeildarpeninga að ræða eins og í fótboltanum og enginn beinn fjárhagslegur ávinningur fylgir árangri í deildarkeppni. Samt sem áður virðist sem árangur innan vallar og utan haldist að einhverju leyti í hendur og sennilega má leita einföldustu skýringar í því að fleiri vilji styðja lið sem vel gengur, nema San Antonio.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun