Bláir og fjólubláir varalitir í samstarfi Balmain og L'Oréal Ritstjórn skrifar 21. ágúst 2017 09:32 Olivier Rousteing, listrænn stjórnandi Balmain, hefur gert nýja línu varalita fyrir L'Oréal. Í boði verða tólf litir, gerðir með tólf mismunandi konur í huga. Litir á borð við eldrauðan, fjólubláan og ferskjulitaðan verða í boði, og mun varaliturinn kosta um 1.500 krónur í Bandaríkjunum. Í tilefni línunnar kemur einnig út hálsmen, sem rúmar varalitinn fullkomnlega og var það hannað af Olivier sjálfum, og rímar það vel við haust- og vetrarlínu tískuhússins. Olivier segir að hanna varalit sé ekkert mjög ólíkt því að hanna föt. Að varalitur geti sagt mikið um í hvaða skapi maður er og auðvelt sé að tjá sig með litunum. Segir hann línuna vera fyrir sterkar konur og ákveðnar konur. Balmain-konan er einmitt sterk og ákveðin að sögn Olivier. ,,Ef Balmain ætlar að gera varalit þá verður hann að vera stórkostlegasti varalitur sem til er." Segir Olivier um línuna. Stór orð! En þetta er góð leið til að vera partur af Balmain án þess að þurfa að eyða stórfé, og eru umbúðirnar mjög fallegar. Glamour/Skjáskot, Hanna TveiteGlamour/Skjáskot Mest lesið Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Kate Moss prýðir forsíðu Vogue í 38. skiptið Glamour Breskar fyrirsætuskrifstofur sakaðar um verðsamráð Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Michael Kors á hraðri niðurleið Glamour Katy Perry nuddar salti í sár Taylor Swift Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour Tilnefningarnar fyrir bresku tískuverðlaunin tilkynnt Glamour
Olivier Rousteing, listrænn stjórnandi Balmain, hefur gert nýja línu varalita fyrir L'Oréal. Í boði verða tólf litir, gerðir með tólf mismunandi konur í huga. Litir á borð við eldrauðan, fjólubláan og ferskjulitaðan verða í boði, og mun varaliturinn kosta um 1.500 krónur í Bandaríkjunum. Í tilefni línunnar kemur einnig út hálsmen, sem rúmar varalitinn fullkomnlega og var það hannað af Olivier sjálfum, og rímar það vel við haust- og vetrarlínu tískuhússins. Olivier segir að hanna varalit sé ekkert mjög ólíkt því að hanna föt. Að varalitur geti sagt mikið um í hvaða skapi maður er og auðvelt sé að tjá sig með litunum. Segir hann línuna vera fyrir sterkar konur og ákveðnar konur. Balmain-konan er einmitt sterk og ákveðin að sögn Olivier. ,,Ef Balmain ætlar að gera varalit þá verður hann að vera stórkostlegasti varalitur sem til er." Segir Olivier um línuna. Stór orð! En þetta er góð leið til að vera partur af Balmain án þess að þurfa að eyða stórfé, og eru umbúðirnar mjög fallegar. Glamour/Skjáskot, Hanna TveiteGlamour/Skjáskot
Mest lesið Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Kate Moss prýðir forsíðu Vogue í 38. skiptið Glamour Breskar fyrirsætuskrifstofur sakaðar um verðsamráð Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Michael Kors á hraðri niðurleið Glamour Katy Perry nuddar salti í sár Taylor Swift Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour Tilnefningarnar fyrir bresku tískuverðlaunin tilkynnt Glamour