Mikill áhugi á uppbyggingu hleðslustöðva: Sótt um 800 milljónir en 200 í boði Svavar Hávarðsson skrifar 11. október 2016 07:00 Hleðslustöðvum fyrir rafbíla fjölgar hratt þessa dagana - og er til vitnis um aukinn áhuga á nýrri tækni. vísir/pjetur Mikill áhugi á átaksverkefni stjórnvalda, Rafbílar – átak í innviðum, kom ljóslega fram í fjölda styrkumsókna frá fyrirtækjum og sveitarfélögum – en verkefnið miðar að því að gert verði átak í að efla innviði fyrir hleðslu rafbíla á landsvísu á komandi árum. Sótt var um fjórfalt hærri upphæð en stjórnvöld ætla til verkefnisins á næstu þremur árum, eða rétt tæplega 800 milljónir króna. Á fjárlögum 2016 er að finna tímabundna fjárheimild að fjárhæð 67 milljónir króna á ári, í þrjú ár, fyrir verkefnið sem er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Er verkefnið eitt af átta verkefnum í sóknaráætluninni sem miða að samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, sem fellur undir Orkustofnun, segir áhugann á verkefninu meiri en búist var við; alls bárust 33 umsóknir frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Að svo stöddu er ekki hægt að gefa upp hverjir sóttu um, en einhver skörun umsókna er ekki útilokuð. Stóra myndin liggur þó fyrir. „Heildarupphæðin sem sótt er um er 800 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við verkefnin sem um ræðir er rétt um tveir milljarðar króna þannig að áhuginn er gríðarlegur,“ segir Jakob og bætir við að augljóslega fái ekki allir það sem sóst er eftir. Hægt var að sækja um verkefni sem eru til eins, tveggja eða þriggja ára. Eingöngu eru veittir styrkir til fjárfestinga og geta styrkir hæst numið 50% af áætluðum kostnaði hvers verkefnis, sem þýðir að sá sem sækir um ætlar að leggja fram sömu upphæð, eða meira eins og tölurnar sýna en hugmyndir um uppbyggingu í umsóknum eru um milljarður – 200 milljónum meira en ef um krónu á móti krónu væri að ræða. Hámarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 30 milljónir en tvær milljónir að lágmarki. „Það eru margir sem hafa stórar hugmyndir um uppbyggingu. Umsækjendur tala um að á næstu árum muni þrýstingur á fjölgun rafbíla aukast stórlega, og ef ríkið ætlar að koma að því þá þurfi að bæta í,“ segir Jakob og vísar til texta umsóknanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Mikill áhugi á átaksverkefni stjórnvalda, Rafbílar – átak í innviðum, kom ljóslega fram í fjölda styrkumsókna frá fyrirtækjum og sveitarfélögum – en verkefnið miðar að því að gert verði átak í að efla innviði fyrir hleðslu rafbíla á landsvísu á komandi árum. Sótt var um fjórfalt hærri upphæð en stjórnvöld ætla til verkefnisins á næstu þremur árum, eða rétt tæplega 800 milljónir króna. Á fjárlögum 2016 er að finna tímabundna fjárheimild að fjárhæð 67 milljónir króna á ári, í þrjú ár, fyrir verkefnið sem er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Er verkefnið eitt af átta verkefnum í sóknaráætluninni sem miða að samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, sem fellur undir Orkustofnun, segir áhugann á verkefninu meiri en búist var við; alls bárust 33 umsóknir frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Að svo stöddu er ekki hægt að gefa upp hverjir sóttu um, en einhver skörun umsókna er ekki útilokuð. Stóra myndin liggur þó fyrir. „Heildarupphæðin sem sótt er um er 800 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við verkefnin sem um ræðir er rétt um tveir milljarðar króna þannig að áhuginn er gríðarlegur,“ segir Jakob og bætir við að augljóslega fái ekki allir það sem sóst er eftir. Hægt var að sækja um verkefni sem eru til eins, tveggja eða þriggja ára. Eingöngu eru veittir styrkir til fjárfestinga og geta styrkir hæst numið 50% af áætluðum kostnaði hvers verkefnis, sem þýðir að sá sem sækir um ætlar að leggja fram sömu upphæð, eða meira eins og tölurnar sýna en hugmyndir um uppbyggingu í umsóknum eru um milljarður – 200 milljónum meira en ef um krónu á móti krónu væri að ræða. Hámarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 30 milljónir en tvær milljónir að lágmarki. „Það eru margir sem hafa stórar hugmyndir um uppbyggingu. Umsækjendur tala um að á næstu árum muni þrýstingur á fjölgun rafbíla aukast stórlega, og ef ríkið ætlar að koma að því þá þurfi að bæta í,“ segir Jakob og vísar til texta umsóknanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira