Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Snæfell 100-57 | Stórsigur Stólanna Haukur Skúlason í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 10. nóvember 2016 20:45 Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls. vísir/eyþór Tindastóll vann stórsigur á ungliðahreyfingu Stykkishólms, betur þekkt undir nafninu Snæfell, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og greinilegt að ekkert vanmat var í gangi. Snæfellingar höfðu lítil svör og munurinn í hálfleik kominn í 28 stig, staðan 49-21. Munurinn var slíkur í hálfleik að aldrei var spurning hvernig leikurinn færi. Snæfell stigu þó á bensíngjöfina í síðari hálfleik en það skipti þó litlu máli. Tindastólsliðið byrjaði leikinn af krafti og náðu strax góðu forskoti. Svo hefur einnig verið gott og gaman fyrir Costa þjálfara að geta leyft öllum leikmönnum að fá nokkrar mínútur inni á vellinum.Af hverju vann Tindastóll? Liðið er einfaldlega miklu betra en ungt lið Snæfells. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og setti tóninn strax í byrjun og vanmátu ekki liðið frá Stykkishólmi. TIndastóll notaði breidd bekkjarins vel og allir fengu að spila, það voru því alltaf kraftmiklar lappir inn á vellinum fyrir Tindastól. Snæfellingar gáfust aldrei upp og reyndu eins og þeir gátu. Það var hins vegar ekki nóg og ekki hjálpaði til að þeirra besti maður, Sefton Barrett, var á annarri löppinni. Snæfellingar eru hins vegar greinilega ekki að tjalda til einnar nætur og þeirra áætlun að byggja upp gott lið í framtíðinni.Bestu menn vallarins Tindastólsliðið var frekar jafnt heilt yfir í dag þó nokkrir standi uppúr í tölfræðiþáttum. Pétur skilaði 10 stoðsendingum, Björgvin 10 fráköstum og svo var Chris með 16 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Erfitt er að finna bestu menn Snæfellsliðsins, aðeins tveir þeirra náðu tveggja stafa tölum í stigaskori, Viktor með 11 og Maciej með 10.Hvað gekk illa? Tindastólsliðinu gekk illa að hafa fulla stjórn á leiknum þegar Pétur Rúnar var utan vallar, leikurinn varð þá tilviljanakenndur og lítið flæði var í sóknarleiknum. Mamadou Samb skoraði 24 stig en tók ekki nema 8 fráköst sem er einfaldlega ekki nóg gegn smávöxnu liði andstæðinganna. Honum voru mislagðar hendur allt of oft og alveg spurning hvort hann henti í þessa frábæru deild sem Dominos deildin er. Sefton Barrett á að vera aðal maðurinn í þessu Snæfellsliði. Það gekk hins vegar ekki upp í kvöld þar sem hann skilaði aðeins 4 stigum, 5 fráköstum og 1 stoðsendingu. Honum til varnar þá var hann greinilega meiddur en betur má ef duga skal.Helgi Rafn: Þeir voru vængbrotnir „Það þarf að vinna þessa leiki,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastólsliðsins, aðspurður um hvort að þetta hafi verið skyldusigur. „Þeir voru vængbrotnir, með meiddan Kana en við mættum sannarlega klárir í dag". Helga Rafni var því næst bent á að hann var eini leikmaður Tindastóls á leikskýrslu í kvöld sem ekki fékk villu. „Ég er orðinn svo prúður,“ svaraði Helgi glottandi út í annað.Ingi Þór: Við hættum aldrei, sama hver staðan er „Við lentum undir frá fyrstu sekúndu, þeir voru mjög aggressívir og byrjuðu af krafti minnugir hvernig leikurinn gegn Keflavík hófst. Við náðum ekki að spila þá vörn sem við vildum og vorum seinir til,“ sagði Ingi Þór Steindórsson, þjálfari Snæfells. „Við byrjuðum þriðja leikhluta af krafti og höfum unga stráka sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Við hættum aldrei, sama hver staðan er. Okkar markmið eru að vera betri í dag en í gær og svo framvegis. Við viljum nýta allar þær 40 mínútur sem við fáum í vetur til að leggja inn í reynslubankann,“ sagði Ingi Þór. Sefton Barrett var langt frá sínu besta hjá Snæfelli í kvöld og skoraði aðeins 4 stig á 26 mínútum. „Hann var á öðrum fæti, en það er engin afsökun. Ef menn eru í búning þá þurfum við að fá meira framlag frá honum,“ sagði Ingi Þór.Jose Costa: Mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun „Ég var mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun, þeir létu ekki stöðuna í deildinni trufla sig. Það fengu allir að spila og láta reyna á það sem æft er alla vikuna,“ sagði Jose Costa, þjálfari Tindastóls, þegar hann var spurður um hvað hefði glatt hann í kvöld. Sefton Barrett, leikmaður Snæfells var hljóðlátur í kvöld en hann hitti aðeins úr 1 af 8 skotum sínum í leiknum. „Við lögðum áherslu á að stoppa hann, Björgvin spilaði mjög góða vörn á hann og í fyrri hálfleik skoraði hann aðeins úr vítum,“ sagði Jose Costa. Pape Seck var ekki á leikskýrslu Tindastóls í kvöld en sögusagnir eru um að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. „Hann komst ekki í liðið og ég veit ekki hvað verður gert varðandi hann,“ sagði Jose Costa og vildi lítið gefa upp um framtíð hans. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Tindastóll vann stórsigur á ungliðahreyfingu Stykkishólms, betur þekkt undir nafninu Snæfell, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og greinilegt að ekkert vanmat var í gangi. Snæfellingar höfðu lítil svör og munurinn í hálfleik kominn í 28 stig, staðan 49-21. Munurinn var slíkur í hálfleik að aldrei var spurning hvernig leikurinn færi. Snæfell stigu þó á bensíngjöfina í síðari hálfleik en það skipti þó litlu máli. Tindastólsliðið byrjaði leikinn af krafti og náðu strax góðu forskoti. Svo hefur einnig verið gott og gaman fyrir Costa þjálfara að geta leyft öllum leikmönnum að fá nokkrar mínútur inni á vellinum.Af hverju vann Tindastóll? Liðið er einfaldlega miklu betra en ungt lið Snæfells. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og setti tóninn strax í byrjun og vanmátu ekki liðið frá Stykkishólmi. TIndastóll notaði breidd bekkjarins vel og allir fengu að spila, það voru því alltaf kraftmiklar lappir inn á vellinum fyrir Tindastól. Snæfellingar gáfust aldrei upp og reyndu eins og þeir gátu. Það var hins vegar ekki nóg og ekki hjálpaði til að þeirra besti maður, Sefton Barrett, var á annarri löppinni. Snæfellingar eru hins vegar greinilega ekki að tjalda til einnar nætur og þeirra áætlun að byggja upp gott lið í framtíðinni.Bestu menn vallarins Tindastólsliðið var frekar jafnt heilt yfir í dag þó nokkrir standi uppúr í tölfræðiþáttum. Pétur skilaði 10 stoðsendingum, Björgvin 10 fráköstum og svo var Chris með 16 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Erfitt er að finna bestu menn Snæfellsliðsins, aðeins tveir þeirra náðu tveggja stafa tölum í stigaskori, Viktor með 11 og Maciej með 10.Hvað gekk illa? Tindastólsliðinu gekk illa að hafa fulla stjórn á leiknum þegar Pétur Rúnar var utan vallar, leikurinn varð þá tilviljanakenndur og lítið flæði var í sóknarleiknum. Mamadou Samb skoraði 24 stig en tók ekki nema 8 fráköst sem er einfaldlega ekki nóg gegn smávöxnu liði andstæðinganna. Honum voru mislagðar hendur allt of oft og alveg spurning hvort hann henti í þessa frábæru deild sem Dominos deildin er. Sefton Barrett á að vera aðal maðurinn í þessu Snæfellsliði. Það gekk hins vegar ekki upp í kvöld þar sem hann skilaði aðeins 4 stigum, 5 fráköstum og 1 stoðsendingu. Honum til varnar þá var hann greinilega meiddur en betur má ef duga skal.Helgi Rafn: Þeir voru vængbrotnir „Það þarf að vinna þessa leiki,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastólsliðsins, aðspurður um hvort að þetta hafi verið skyldusigur. „Þeir voru vængbrotnir, með meiddan Kana en við mættum sannarlega klárir í dag". Helga Rafni var því næst bent á að hann var eini leikmaður Tindastóls á leikskýrslu í kvöld sem ekki fékk villu. „Ég er orðinn svo prúður,“ svaraði Helgi glottandi út í annað.Ingi Þór: Við hættum aldrei, sama hver staðan er „Við lentum undir frá fyrstu sekúndu, þeir voru mjög aggressívir og byrjuðu af krafti minnugir hvernig leikurinn gegn Keflavík hófst. Við náðum ekki að spila þá vörn sem við vildum og vorum seinir til,“ sagði Ingi Þór Steindórsson, þjálfari Snæfells. „Við byrjuðum þriðja leikhluta af krafti og höfum unga stráka sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Við hættum aldrei, sama hver staðan er. Okkar markmið eru að vera betri í dag en í gær og svo framvegis. Við viljum nýta allar þær 40 mínútur sem við fáum í vetur til að leggja inn í reynslubankann,“ sagði Ingi Þór. Sefton Barrett var langt frá sínu besta hjá Snæfelli í kvöld og skoraði aðeins 4 stig á 26 mínútum. „Hann var á öðrum fæti, en það er engin afsökun. Ef menn eru í búning þá þurfum við að fá meira framlag frá honum,“ sagði Ingi Þór.Jose Costa: Mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun „Ég var mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun, þeir létu ekki stöðuna í deildinni trufla sig. Það fengu allir að spila og láta reyna á það sem æft er alla vikuna,“ sagði Jose Costa, þjálfari Tindastóls, þegar hann var spurður um hvað hefði glatt hann í kvöld. Sefton Barrett, leikmaður Snæfells var hljóðlátur í kvöld en hann hitti aðeins úr 1 af 8 skotum sínum í leiknum. „Við lögðum áherslu á að stoppa hann, Björgvin spilaði mjög góða vörn á hann og í fyrri hálfleik skoraði hann aðeins úr vítum,“ sagði Jose Costa. Pape Seck var ekki á leikskýrslu Tindastóls í kvöld en sögusagnir eru um að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. „Hann komst ekki í liðið og ég veit ekki hvað verður gert varðandi hann,“ sagði Jose Costa og vildi lítið gefa upp um framtíð hans.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins