Árangurslausar viðræður um strætóskýli við Leifsstöð Heiðar Lind Hansson skrifar 24. september 2016 07:00 Núverandi stoppistöð strætisvagna á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum er við langtímabílastæðin. Ganga þarf dágóðan spöl til þess að komast þangað. Forsvarsmenn sveitarfélaganna vilja breytingar. Fréttablaðið/Pjetur Isavia hyggst ekki taka ákvörðun um úthlutun rútustæða til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á Keflavíkurflugvelli vegna strætóferða fyrr en nýtt umferðarskipulag Leifsstöðvar liggur fyrir. Þetta kemur fram í svari Isavia við fyrirspurn Fréttablaðsins, en stjórn sambandsins sendi formlega beiðni til fyrirtækisins í lok maí þar sem hún fór fram á að fá stæði við brottfarar- og komuinnganga flugstöðvarinnar. Þar eru nú fyrirtækin Kynnisferðir ehf. og Iceland Excursions Allrahanda ehf. með rútustæði á grunni samninga við Isavia sem renna út í árslok.Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Að sögn Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra SSS, hafa óformlegar viðræður staðið yfir við Isavia frá febrúar 2012 um málið, en sambandið ber ábyrgð á skipulagi almenningssamgangna á Suðurnesjum. Hún segir mikla hagsmuni undir í málinu fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og er stjórnin sannfærð um að aðsókn í strætó muni aukast ef vagnar geti stoppað við inngang. „Við vorum með einkaleyfi á akstri frá Flugstöðinni til Reykjavíkur en þáverandi innanríkisráðherra felldi þann hluta einhliða út úr samningum á sínum tíma. Þessi leið var hryggjarstykki samningsins sem gerði okkur kleift að reka kerfið sjálfbært,“ segir Berglind og bendir á að uppsafnaður halli á rekstri þess um síðustu áramót hafi numið 74 milljónum króna. Hún segir að þessi upphæð muni falla á sveitarfélögin. „Ef ekkert verður að gert gætum við neyðst til að endurskoða alla þjónustuna. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir Suðurnesjamenn.“Ólafur Ólafsson, forstjóri bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar.Ástandið óboðlegtÓlafur Kr. Ólafsson, varaformaður SSS, segir ástandið óboðlegt, en núverandi stoppistöð er við langtímabílastæði flugstöðvarinnar nokkra tugi metra frá flugstöðinni. „Frá sjónarhóli sveitarfélaganna snýst þetta um að aðgangur að almenningssamgöngum sé boðlegur á flugvallarsvæðinu og standi jafnfætis öðrum samgöngum sem boðið er upp á,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að vilji SSS nái fram að ganga. „Um leið og við náum að efla tekjustreymið þá náum við að efla almenningssamgöngukerfið. Þá minnkar það sem sveitarfélögin þurfa að borga með almenningssamgöngunum og þar með aukast líkurnar á að við getum bætt þjónustuna við íbúana,“ segir hann. Isavia hyggst efna til valferlis um rútustæði við flugstöðina á næstunni, en stefnt er að því að ljúka ferlinu eftir áramót. Nákvæm tímasetning verður ákveðin þegar hönnun á nýju umferðarskipulagi við flugstöðina liggur fyrir. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Isavia hyggst ekki taka ákvörðun um úthlutun rútustæða til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á Keflavíkurflugvelli vegna strætóferða fyrr en nýtt umferðarskipulag Leifsstöðvar liggur fyrir. Þetta kemur fram í svari Isavia við fyrirspurn Fréttablaðsins, en stjórn sambandsins sendi formlega beiðni til fyrirtækisins í lok maí þar sem hún fór fram á að fá stæði við brottfarar- og komuinnganga flugstöðvarinnar. Þar eru nú fyrirtækin Kynnisferðir ehf. og Iceland Excursions Allrahanda ehf. með rútustæði á grunni samninga við Isavia sem renna út í árslok.Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Að sögn Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra SSS, hafa óformlegar viðræður staðið yfir við Isavia frá febrúar 2012 um málið, en sambandið ber ábyrgð á skipulagi almenningssamgangna á Suðurnesjum. Hún segir mikla hagsmuni undir í málinu fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og er stjórnin sannfærð um að aðsókn í strætó muni aukast ef vagnar geti stoppað við inngang. „Við vorum með einkaleyfi á akstri frá Flugstöðinni til Reykjavíkur en þáverandi innanríkisráðherra felldi þann hluta einhliða út úr samningum á sínum tíma. Þessi leið var hryggjarstykki samningsins sem gerði okkur kleift að reka kerfið sjálfbært,“ segir Berglind og bendir á að uppsafnaður halli á rekstri þess um síðustu áramót hafi numið 74 milljónum króna. Hún segir að þessi upphæð muni falla á sveitarfélögin. „Ef ekkert verður að gert gætum við neyðst til að endurskoða alla þjónustuna. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir Suðurnesjamenn.“Ólafur Ólafsson, forstjóri bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar.Ástandið óboðlegtÓlafur Kr. Ólafsson, varaformaður SSS, segir ástandið óboðlegt, en núverandi stoppistöð er við langtímabílastæði flugstöðvarinnar nokkra tugi metra frá flugstöðinni. „Frá sjónarhóli sveitarfélaganna snýst þetta um að aðgangur að almenningssamgöngum sé boðlegur á flugvallarsvæðinu og standi jafnfætis öðrum samgöngum sem boðið er upp á,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að vilji SSS nái fram að ganga. „Um leið og við náum að efla tekjustreymið þá náum við að efla almenningssamgöngukerfið. Þá minnkar það sem sveitarfélögin þurfa að borga með almenningssamgöngunum og þar með aukast líkurnar á að við getum bætt þjónustuna við íbúana,“ segir hann. Isavia hyggst efna til valferlis um rútustæði við flugstöðina á næstunni, en stefnt er að því að ljúka ferlinu eftir áramót. Nákvæm tímasetning verður ákveðin þegar hönnun á nýju umferðarskipulagi við flugstöðina liggur fyrir.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent