Skortsölumarkaður ógegnsær hér á landi Ingvar Haraldsson skrifar 23. mars 2016 14:00 Jóhann Gísli Jóhannesson, sjóðsstjóri hjá GAMMA Lítið gegnsæi ríkir á markaði með skortsölu hér á landi. Þetta segir Jóhann Gísli Jóhannesson sjóðsstjóri, hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfasjóða hjá GAMMA, en hann flutti erindi um skortsölu á fundi Ungra fjárfesta í síðustu viku. „Í flestum kauphöllum erlendis er uppfært reglulega hvað mikið er útistandandi í skortstöðu.“ Jóhann segir að slíkt kerfi sé ekki við lýði hér á landi en æskilegt væri að Kauphöllin tæki upp slíkt kerfi svo allir aðilar á markaði hefðu sömu upplýsingar. Til þess að það sé mögulegt þyrfti ákveðnar lagabreytingar til. „Þetta getur orðið til þess að aðili sem á mikið af bréfum sem hann getur lánað með meiri upplýsingar en markaðurinn um hvað er verið að skortselja,“ segir hann. Skortsala gengur þannig fyrir sig að fjárfestar fá lánuð hlutabréf eða önnur verðbréf sem þeir selja í kjölfarið á markaði. Fjárfestarnir kaupa svo hlutabréfin aftur áður en þeir þurfa að skila þeim og vonast til að bréfin hafi lækkað í millitíðinni. Þannig reyna þeir að hagnast á lækkandi hlutabréfaverði. „Í grunninn ertu að veðja á móti markaðnum eða ákveðnu hlutabréfi.“ Hann segir að að virkur skortsölumarkaður eigi að draga úr sveiflum á markaði og þannig skapa heilbrigðari verðlagningu. Þetta geti dregið úr líkum á hlutabréfabólu. „Þegar þú getur bara keypt bréf á markaði þá skapar það hvata sem eru ekki eðlilegir á markaði.“ Jóhann bendir á að lífeyrissjóðirnir líti svo á að þeir megi ekki stunda skortsölu né lána bréf og Fjármálaeftirlitið sé sammála þeirri túlkun. „Skortur á lánsbréfum er oft stærsta vandamálið við skortsölu á Íslandi þar sem þeir eru stærstu fjárfestarnir í flestum skráðum hlutafélögunum. Þannig að það er búið að taka út stóran hluta af þeim bréfum sem mögulegt er að fá lánað.“ „Þetta getur bæði stuðlað að virkari markaði og þeir fengju einnig greidda leigu á bréfunum. Þeir væru því að bæta ávöxtun sína án þess að taka aukna áhættu.“ Ýmsar hættur þarf að varast við skortsölu að sögn Jóhanns. „Eðli hlutabréfa er að hækka yfir tíma. Þannig að langtíma skortsala er mjög erfið að eiga við nema að þú sért í efnahag sem er í mikilli niðursveiflu eða fyrirtæki séu í rosalegum rekstrarerfiðleikum,“ segir hann. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Lítið gegnsæi ríkir á markaði með skortsölu hér á landi. Þetta segir Jóhann Gísli Jóhannesson sjóðsstjóri, hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfasjóða hjá GAMMA, en hann flutti erindi um skortsölu á fundi Ungra fjárfesta í síðustu viku. „Í flestum kauphöllum erlendis er uppfært reglulega hvað mikið er útistandandi í skortstöðu.“ Jóhann segir að slíkt kerfi sé ekki við lýði hér á landi en æskilegt væri að Kauphöllin tæki upp slíkt kerfi svo allir aðilar á markaði hefðu sömu upplýsingar. Til þess að það sé mögulegt þyrfti ákveðnar lagabreytingar til. „Þetta getur orðið til þess að aðili sem á mikið af bréfum sem hann getur lánað með meiri upplýsingar en markaðurinn um hvað er verið að skortselja,“ segir hann. Skortsala gengur þannig fyrir sig að fjárfestar fá lánuð hlutabréf eða önnur verðbréf sem þeir selja í kjölfarið á markaði. Fjárfestarnir kaupa svo hlutabréfin aftur áður en þeir þurfa að skila þeim og vonast til að bréfin hafi lækkað í millitíðinni. Þannig reyna þeir að hagnast á lækkandi hlutabréfaverði. „Í grunninn ertu að veðja á móti markaðnum eða ákveðnu hlutabréfi.“ Hann segir að að virkur skortsölumarkaður eigi að draga úr sveiflum á markaði og þannig skapa heilbrigðari verðlagningu. Þetta geti dregið úr líkum á hlutabréfabólu. „Þegar þú getur bara keypt bréf á markaði þá skapar það hvata sem eru ekki eðlilegir á markaði.“ Jóhann bendir á að lífeyrissjóðirnir líti svo á að þeir megi ekki stunda skortsölu né lána bréf og Fjármálaeftirlitið sé sammála þeirri túlkun. „Skortur á lánsbréfum er oft stærsta vandamálið við skortsölu á Íslandi þar sem þeir eru stærstu fjárfestarnir í flestum skráðum hlutafélögunum. Þannig að það er búið að taka út stóran hluta af þeim bréfum sem mögulegt er að fá lánað.“ „Þetta getur bæði stuðlað að virkari markaði og þeir fengju einnig greidda leigu á bréfunum. Þeir væru því að bæta ávöxtun sína án þess að taka aukna áhættu.“ Ýmsar hættur þarf að varast við skortsölu að sögn Jóhanns. „Eðli hlutabréfa er að hækka yfir tíma. Þannig að langtíma skortsala er mjög erfið að eiga við nema að þú sért í efnahag sem er í mikilli niðursveiflu eða fyrirtæki séu í rosalegum rekstrarerfiðleikum,“ segir hann.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira