Veldu réttan lit af naglalakki fyrir hátíðarnar Ritstjórn skrifar 23. nóvember 2016 21:30 Neglurnar geta sett punktinn yfir i-ið á hinu fullkomna dressi. Mynd/Getty Margir klæðast sama naglalakkinu allan ársins hring en um jólin er sá tími árs sem að maður brýtur reglurnar og prófar eitthvað nýtt. Það er nefnilega allt leyfilegt um jólin. Á sumrin er hefð fyrir því að klæðast ljósum og skærum litum en á veturnar verða litirnir dekkri. Nú er kominn tími til þess að henda eins og einu lagi og glimmeri yfir neglurnar og koma sér í jólaskapið. Við tókum saman nokkra liti sem við værum til í að klæðast yfir hátíðarnar.Þessi dökkfjólublái litur er fullkominn fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt án þess að fara alveg út í svart.Dökkrauðar neglur eru alltaf klassískar yfir hátíðarnar. Flestir framleiðendur bjóða upp á þennan sívinsæla lit.Andlitslitaðar neglur getur verið góð tilbreyting fyrir þá sem hafa lagt í vana sinn að vera með dökkari liti.Ansi skemmtileg útfærsla af ljósbleikum lit með appelsínugulum blæ.Af hverju ekki að prófa sægrænar neglur um jólin? Við erum ekki frá því að hann sé frekar hátíðarlegur.Smá glimmer á neglurnar hefur aldrei skaðað neinn. Hægt er að setja það á berar neglurnar eða yfir aðra liti. Þessi ljósbleiki litur frá Essie er ansi vinsæll á internetinu um þessar mundir og við skiljum vel af hverju. Mest lesið Karlie Kloss verður þáttastjórnandi í nýrri sjónvarpsseríu Glamour Balmain var vinsælasta merkið á tískuvikunni í París Glamour Fyrsta transkonan til að verða engill? Glamour Tískuljósmyndarinn Kári Sverriss opnar heimasíðu Glamour Conor McGregor klæddist Gucci um helgina Glamour Umhverfis jörðina með 50 varalitum Glamour Bella Hadid og The Weeknd hittust enn og aftur á tískupallinum Glamour Drauma Saint Laurent eyrnalokkarnir loksins fáanlegir Glamour "Parisian Chic" fyrir karla heitir nýjasta lína Balenciaga Glamour PETA mótmælir á hluthafafundi Hermes Glamour
Margir klæðast sama naglalakkinu allan ársins hring en um jólin er sá tími árs sem að maður brýtur reglurnar og prófar eitthvað nýtt. Það er nefnilega allt leyfilegt um jólin. Á sumrin er hefð fyrir því að klæðast ljósum og skærum litum en á veturnar verða litirnir dekkri. Nú er kominn tími til þess að henda eins og einu lagi og glimmeri yfir neglurnar og koma sér í jólaskapið. Við tókum saman nokkra liti sem við værum til í að klæðast yfir hátíðarnar.Þessi dökkfjólublái litur er fullkominn fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt án þess að fara alveg út í svart.Dökkrauðar neglur eru alltaf klassískar yfir hátíðarnar. Flestir framleiðendur bjóða upp á þennan sívinsæla lit.Andlitslitaðar neglur getur verið góð tilbreyting fyrir þá sem hafa lagt í vana sinn að vera með dökkari liti.Ansi skemmtileg útfærsla af ljósbleikum lit með appelsínugulum blæ.Af hverju ekki að prófa sægrænar neglur um jólin? Við erum ekki frá því að hann sé frekar hátíðarlegur.Smá glimmer á neglurnar hefur aldrei skaðað neinn. Hægt er að setja það á berar neglurnar eða yfir aðra liti. Þessi ljósbleiki litur frá Essie er ansi vinsæll á internetinu um þessar mundir og við skiljum vel af hverju.
Mest lesið Karlie Kloss verður þáttastjórnandi í nýrri sjónvarpsseríu Glamour Balmain var vinsælasta merkið á tískuvikunni í París Glamour Fyrsta transkonan til að verða engill? Glamour Tískuljósmyndarinn Kári Sverriss opnar heimasíðu Glamour Conor McGregor klæddist Gucci um helgina Glamour Umhverfis jörðina með 50 varalitum Glamour Bella Hadid og The Weeknd hittust enn og aftur á tískupallinum Glamour Drauma Saint Laurent eyrnalokkarnir loksins fáanlegir Glamour "Parisian Chic" fyrir karla heitir nýjasta lína Balenciaga Glamour PETA mótmælir á hluthafafundi Hermes Glamour