Icelandair rekið með 2,1 milljarðs tapi á fyrstu þremur mánuðum ársins ingvar haraldsson skrifar 28. apríl 2016 17:46 Björgólfur Jóhannsson er sáttur við jákvæðan rekstarhagnað í upphafi árs, í fyrsta skipti frá árinu 2010. Vísir/Stefán Icelandair Group tapaði 2,1 milljarði króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tapið er meira en á sama tíma fyrir ári þegar tapið nam 1,8 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ástæðu tapsins vera árstíðarsveiflu í rekstrinum. „Fyrsti fjórðungur ársins er jafnan þungur í rekstri þar sem mikið af kostnaði er gjaldfærður á fjórðungnum sem tengist auknu umfangi á háönn,“ segir hann. Engu síður sé það jákvætt að rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á ársfjórðungnum sé jákvæð í fyrsta sinn síðan árið 2010. „Farþegum í millilandaflugi fjölgar mikið milli ára og sætanýting heldur áfram að batna. Þá var herbergjanýting á hótelum félagsins góð á tímabilinu. Rekstur annarrar starfsemi samstæðunnar gekk einnig vel á fjórðungnum. Launakostnaður hækkar um 25% milli ára sem skýrist af auknu umfangi, samningsbundnum launahækkunum og styrkingu krónunnar á móti bandaríkjadal,“ segir Björgólfur. Horfur í millilandastarfsemi Icelandair Group séu áfram góðar. „Bókunarstaða fyrir sumarið er í samræmi við væntingar og mun Icelandair taka í notkun tvær Boeing 767 breiðþotur á næstu vikum. Í byrjun júní mun Canopy Reykjavík, nýtt 112 herbergja hótel, opna í miðborg Reykjavíkur í samstarfi við Hilton-keðjuna. Þá hefur Flugfélag Íslands tekið í notkun tvær af þremur Bombardier vélum sínum sem munu leysa af hólmi Fokker vélar félagsins. Fjölgun ferðamanna til Íslands er spennandi áskorun fyrir starfsfólk og stjórnendur félagsins og ljóst að það mun reyna á innviði ferðaþjónustunnar á komandi sumri. Ég er þess fullviss að reynsla og þekking starfsfólks Icelandair Group munu þar reynast félaginu dýrmæt sem fyrr,“ segir Björgólfur. „Eldsneytisverð hefur hækkað nokkuð frá því það var lægst í janúar og gerum við ráð fyrir um 14% hærra verði, að meðaltali það sem eftir lifir árs, en við gerðum þegar við gáfum út EBITDA spá í byrjun febrúar. Kostnaðarhækkanir, sérstaklega hvað varðar laun, og lækkun meðalfargjalda umfram áætlanir vega jafnframt þungt í því að EBITDA spá félagsins lækkar nú í 235-245 milljónir USD úr 245-250 milljónum USD.“ Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Icelandair Group tapaði 2,1 milljarði króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tapið er meira en á sama tíma fyrir ári þegar tapið nam 1,8 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ástæðu tapsins vera árstíðarsveiflu í rekstrinum. „Fyrsti fjórðungur ársins er jafnan þungur í rekstri þar sem mikið af kostnaði er gjaldfærður á fjórðungnum sem tengist auknu umfangi á háönn,“ segir hann. Engu síður sé það jákvætt að rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á ársfjórðungnum sé jákvæð í fyrsta sinn síðan árið 2010. „Farþegum í millilandaflugi fjölgar mikið milli ára og sætanýting heldur áfram að batna. Þá var herbergjanýting á hótelum félagsins góð á tímabilinu. Rekstur annarrar starfsemi samstæðunnar gekk einnig vel á fjórðungnum. Launakostnaður hækkar um 25% milli ára sem skýrist af auknu umfangi, samningsbundnum launahækkunum og styrkingu krónunnar á móti bandaríkjadal,“ segir Björgólfur. Horfur í millilandastarfsemi Icelandair Group séu áfram góðar. „Bókunarstaða fyrir sumarið er í samræmi við væntingar og mun Icelandair taka í notkun tvær Boeing 767 breiðþotur á næstu vikum. Í byrjun júní mun Canopy Reykjavík, nýtt 112 herbergja hótel, opna í miðborg Reykjavíkur í samstarfi við Hilton-keðjuna. Þá hefur Flugfélag Íslands tekið í notkun tvær af þremur Bombardier vélum sínum sem munu leysa af hólmi Fokker vélar félagsins. Fjölgun ferðamanna til Íslands er spennandi áskorun fyrir starfsfólk og stjórnendur félagsins og ljóst að það mun reyna á innviði ferðaþjónustunnar á komandi sumri. Ég er þess fullviss að reynsla og þekking starfsfólks Icelandair Group munu þar reynast félaginu dýrmæt sem fyrr,“ segir Björgólfur. „Eldsneytisverð hefur hækkað nokkuð frá því það var lægst í janúar og gerum við ráð fyrir um 14% hærra verði, að meðaltali það sem eftir lifir árs, en við gerðum þegar við gáfum út EBITDA spá í byrjun febrúar. Kostnaðarhækkanir, sérstaklega hvað varðar laun, og lækkun meðalfargjalda umfram áætlanir vega jafnframt þungt í því að EBITDA spá félagsins lækkar nú í 235-245 milljónir USD úr 245-250 milljónum USD.“
Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira