Icelandair rekið með 2,1 milljarðs tapi á fyrstu þremur mánuðum ársins ingvar haraldsson skrifar 28. apríl 2016 17:46 Björgólfur Jóhannsson er sáttur við jákvæðan rekstarhagnað í upphafi árs, í fyrsta skipti frá árinu 2010. Vísir/Stefán Icelandair Group tapaði 2,1 milljarði króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tapið er meira en á sama tíma fyrir ári þegar tapið nam 1,8 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ástæðu tapsins vera árstíðarsveiflu í rekstrinum. „Fyrsti fjórðungur ársins er jafnan þungur í rekstri þar sem mikið af kostnaði er gjaldfærður á fjórðungnum sem tengist auknu umfangi á háönn,“ segir hann. Engu síður sé það jákvætt að rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á ársfjórðungnum sé jákvæð í fyrsta sinn síðan árið 2010. „Farþegum í millilandaflugi fjölgar mikið milli ára og sætanýting heldur áfram að batna. Þá var herbergjanýting á hótelum félagsins góð á tímabilinu. Rekstur annarrar starfsemi samstæðunnar gekk einnig vel á fjórðungnum. Launakostnaður hækkar um 25% milli ára sem skýrist af auknu umfangi, samningsbundnum launahækkunum og styrkingu krónunnar á móti bandaríkjadal,“ segir Björgólfur. Horfur í millilandastarfsemi Icelandair Group séu áfram góðar. „Bókunarstaða fyrir sumarið er í samræmi við væntingar og mun Icelandair taka í notkun tvær Boeing 767 breiðþotur á næstu vikum. Í byrjun júní mun Canopy Reykjavík, nýtt 112 herbergja hótel, opna í miðborg Reykjavíkur í samstarfi við Hilton-keðjuna. Þá hefur Flugfélag Íslands tekið í notkun tvær af þremur Bombardier vélum sínum sem munu leysa af hólmi Fokker vélar félagsins. Fjölgun ferðamanna til Íslands er spennandi áskorun fyrir starfsfólk og stjórnendur félagsins og ljóst að það mun reyna á innviði ferðaþjónustunnar á komandi sumri. Ég er þess fullviss að reynsla og þekking starfsfólks Icelandair Group munu þar reynast félaginu dýrmæt sem fyrr,“ segir Björgólfur. „Eldsneytisverð hefur hækkað nokkuð frá því það var lægst í janúar og gerum við ráð fyrir um 14% hærra verði, að meðaltali það sem eftir lifir árs, en við gerðum þegar við gáfum út EBITDA spá í byrjun febrúar. Kostnaðarhækkanir, sérstaklega hvað varðar laun, og lækkun meðalfargjalda umfram áætlanir vega jafnframt þungt í því að EBITDA spá félagsins lækkar nú í 235-245 milljónir USD úr 245-250 milljónum USD.“ Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Icelandair Group tapaði 2,1 milljarði króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tapið er meira en á sama tíma fyrir ári þegar tapið nam 1,8 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ástæðu tapsins vera árstíðarsveiflu í rekstrinum. „Fyrsti fjórðungur ársins er jafnan þungur í rekstri þar sem mikið af kostnaði er gjaldfærður á fjórðungnum sem tengist auknu umfangi á háönn,“ segir hann. Engu síður sé það jákvætt að rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á ársfjórðungnum sé jákvæð í fyrsta sinn síðan árið 2010. „Farþegum í millilandaflugi fjölgar mikið milli ára og sætanýting heldur áfram að batna. Þá var herbergjanýting á hótelum félagsins góð á tímabilinu. Rekstur annarrar starfsemi samstæðunnar gekk einnig vel á fjórðungnum. Launakostnaður hækkar um 25% milli ára sem skýrist af auknu umfangi, samningsbundnum launahækkunum og styrkingu krónunnar á móti bandaríkjadal,“ segir Björgólfur. Horfur í millilandastarfsemi Icelandair Group séu áfram góðar. „Bókunarstaða fyrir sumarið er í samræmi við væntingar og mun Icelandair taka í notkun tvær Boeing 767 breiðþotur á næstu vikum. Í byrjun júní mun Canopy Reykjavík, nýtt 112 herbergja hótel, opna í miðborg Reykjavíkur í samstarfi við Hilton-keðjuna. Þá hefur Flugfélag Íslands tekið í notkun tvær af þremur Bombardier vélum sínum sem munu leysa af hólmi Fokker vélar félagsins. Fjölgun ferðamanna til Íslands er spennandi áskorun fyrir starfsfólk og stjórnendur félagsins og ljóst að það mun reyna á innviði ferðaþjónustunnar á komandi sumri. Ég er þess fullviss að reynsla og þekking starfsfólks Icelandair Group munu þar reynast félaginu dýrmæt sem fyrr,“ segir Björgólfur. „Eldsneytisverð hefur hækkað nokkuð frá því það var lægst í janúar og gerum við ráð fyrir um 14% hærra verði, að meðaltali það sem eftir lifir árs, en við gerðum þegar við gáfum út EBITDA spá í byrjun febrúar. Kostnaðarhækkanir, sérstaklega hvað varðar laun, og lækkun meðalfargjalda umfram áætlanir vega jafnframt þungt í því að EBITDA spá félagsins lækkar nú í 235-245 milljónir USD úr 245-250 milljónum USD.“
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira