Hress vill leigu til baka og telur trúnað brotinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. apríl 2016 06:00 Líkamsræktarstöðin Hress hefur verið með samning um aðstöðu við Ásvallalaug frá febrúar 2008 en segir forsendur brostnar og vill nú losna. vísir/pjetur Líkamsræktarstöðin Hress segir að vegna óðaverðbólgu í kjölfar hrunsins og vanefnda Hafnarfjarðarbæjar leggi fyrirtækið til riftun á samningi við bæinn vegna leigu á aðstöðu við Ásvallalaug. „Við erum leið yfir því að tillaga okkar að uppgjöri við bæinn sem send var í trúnaði á Sigríði Kristinsdóttur bæjarlögmann og Geir Bjarnason íþróttafulltrúa hafi verið send til bæjarráðs og birt í heild sinni á vef Hafnarfjarðarbæjar,“ segir Linda Hilmarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hress, sem vill ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Hress hefur starfað í Hafnarfirði frá árinu 1987. Rakið er í bréfi lögmanns Hress til Hafnarfjarðarbæjar að líkamsræktarstöðin samdi til tíu ára um leigu á aðstöðu við Ásvallalaug í febrúar 2008. Umsamin mánaðarleiga hafi verið 600 þúsund krónur. Upphæðin væri bundin við neysluverðsvísitölu sem síðar hafi valdi forsendubresti ásamt skorti á uppbyggingu íbúðahverfisins í kring.Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hress.vísir/vilhelm„Rétt eftir að skrifað var undir samninginn skall á efnahagskreppa með tilheyrandi gengishruni og óðaverðbólgu og sem óþarfi er að fara mörgum orðum um,“ skrifar lögmaður Hress sem kveður fyrirtækið hafa greitt uppsetta leigu fram að nóvember í fyrra. Viðræður um breytingar hafi þá staðið frá í apríl 2015. Þær hafi bæði snúist um leiguupphæðina sem hafi verið komin í yfir 900 þúsund krónur á mánuði og um vanefndir bæjarins á að uppfylla samninginn. „Þrátt fyrir ítrekaðar og árlegar fyrirspurnir þess efnis hefur bærinn ekki orðið við beiðnum um lagfæringar á húsinu í samræmi við samning aðila,“ skrifar lögmaðurinn sem kveður meðal annars ekkert bóla á lofaðri útilaug með klefum þótt átta ár séu liðin af samningstímanum. Lögmaðurinn segir Hress vilja endurgreiðslu á leigu fyrir mánuðina maí til október í fyrra, samtals tæpar 5,5 milljónir króna. Þess utan að fyrirtækið sleppi undan þeirri leigu sem það hafi ekki greitt frá því í nóvember og verði laust undan samningnum. Bæjaryfirvöld hafa fyrir sitt leyti lagt til óformlegt samkomulag sem meðal annars fæli í sér 24 prósent afslátt af núverandi leiguverði, „10 prósent vegna forsendubrests og 14 prósent vegna slælegs aðbúnaðar/hönnunar“, segir í tillögu bæjarins sem borin var undir bæjarráð tvisvar en ekki náðist samstaða um. Þess má geta að Gymheilsa sem rekur líkamsræktarstöðvar við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og við tvær sundlaugar Kópavogsbæjar sagði í bréfi til Hafnarfjarðarbæjar í janúar að fyrirtækinu hefði borist til eyrna að rekstur Hress í Ásvallalaug væri þungur og óvissa um framhaldið. Lýsti Gymheilsa sig reiðubúna að hefja heilsurækt í Ásvallalaug ef möguleiki opnaðist til þess. Bæjaráð Hafnarfjarðar tók kröfu Hress fyrir á miðvikudag og fól þá bæjarlögmanni að vinna að málinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.Í fyrri útgáfu af fréttinni kom fram að Hress hefði hafnað óformlegu samkomulagi bæjaryfirvalda, hið rétta er að ekki náðist samstaða um samkomulagið í bæjarráði. Þetta hefur nú verið leiðrétt.Sunnan við Ásvallalaug átti að byggja útisundlaug sem ekki bólar á.vísir/pjetur Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Líkamsræktarstöðin Hress segir að vegna óðaverðbólgu í kjölfar hrunsins og vanefnda Hafnarfjarðarbæjar leggi fyrirtækið til riftun á samningi við bæinn vegna leigu á aðstöðu við Ásvallalaug. „Við erum leið yfir því að tillaga okkar að uppgjöri við bæinn sem send var í trúnaði á Sigríði Kristinsdóttur bæjarlögmann og Geir Bjarnason íþróttafulltrúa hafi verið send til bæjarráðs og birt í heild sinni á vef Hafnarfjarðarbæjar,“ segir Linda Hilmarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hress, sem vill ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Hress hefur starfað í Hafnarfirði frá árinu 1987. Rakið er í bréfi lögmanns Hress til Hafnarfjarðarbæjar að líkamsræktarstöðin samdi til tíu ára um leigu á aðstöðu við Ásvallalaug í febrúar 2008. Umsamin mánaðarleiga hafi verið 600 þúsund krónur. Upphæðin væri bundin við neysluverðsvísitölu sem síðar hafi valdi forsendubresti ásamt skorti á uppbyggingu íbúðahverfisins í kring.Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hress.vísir/vilhelm„Rétt eftir að skrifað var undir samninginn skall á efnahagskreppa með tilheyrandi gengishruni og óðaverðbólgu og sem óþarfi er að fara mörgum orðum um,“ skrifar lögmaður Hress sem kveður fyrirtækið hafa greitt uppsetta leigu fram að nóvember í fyrra. Viðræður um breytingar hafi þá staðið frá í apríl 2015. Þær hafi bæði snúist um leiguupphæðina sem hafi verið komin í yfir 900 þúsund krónur á mánuði og um vanefndir bæjarins á að uppfylla samninginn. „Þrátt fyrir ítrekaðar og árlegar fyrirspurnir þess efnis hefur bærinn ekki orðið við beiðnum um lagfæringar á húsinu í samræmi við samning aðila,“ skrifar lögmaðurinn sem kveður meðal annars ekkert bóla á lofaðri útilaug með klefum þótt átta ár séu liðin af samningstímanum. Lögmaðurinn segir Hress vilja endurgreiðslu á leigu fyrir mánuðina maí til október í fyrra, samtals tæpar 5,5 milljónir króna. Þess utan að fyrirtækið sleppi undan þeirri leigu sem það hafi ekki greitt frá því í nóvember og verði laust undan samningnum. Bæjaryfirvöld hafa fyrir sitt leyti lagt til óformlegt samkomulag sem meðal annars fæli í sér 24 prósent afslátt af núverandi leiguverði, „10 prósent vegna forsendubrests og 14 prósent vegna slælegs aðbúnaðar/hönnunar“, segir í tillögu bæjarins sem borin var undir bæjarráð tvisvar en ekki náðist samstaða um. Þess má geta að Gymheilsa sem rekur líkamsræktarstöðvar við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og við tvær sundlaugar Kópavogsbæjar sagði í bréfi til Hafnarfjarðarbæjar í janúar að fyrirtækinu hefði borist til eyrna að rekstur Hress í Ásvallalaug væri þungur og óvissa um framhaldið. Lýsti Gymheilsa sig reiðubúna að hefja heilsurækt í Ásvallalaug ef möguleiki opnaðist til þess. Bæjaráð Hafnarfjarðar tók kröfu Hress fyrir á miðvikudag og fól þá bæjarlögmanni að vinna að málinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.Í fyrri útgáfu af fréttinni kom fram að Hress hefði hafnað óformlegu samkomulagi bæjaryfirvalda, hið rétta er að ekki náðist samstaða um samkomulagið í bæjarráði. Þetta hefur nú verið leiðrétt.Sunnan við Ásvallalaug átti að byggja útisundlaug sem ekki bólar á.vísir/pjetur
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira