80s glamúr en engin tónlist Ritstjórn skrifar 7. mars 2016 22:00 Glamour/getty Níundi áratugurinn réði ríkjum á sýningu Saint Laurent á tískuvikunni í París í kvöld. Sýningin var þó einstök að því leiti að á meðan fyrirsæturnar gengu um var engin tónlist og engin auka lýsing, þannig að sýningin snérist eingöngu um fötin og tískuna. Kjólar með einni ermi, pallíettur, samfestinga, stutt pils, tjull, stórar axlir, gull og silfur, í bland við nælonsokkabuxur, stóra eyrnalokka og breið mittisbelti. Hárið var vatnsgreitt aftur, varirnar eldrauðar og augnförðunin dökkt cat-eye smokey. Það vakti athygli Glamour að allar fyrirsæturnar virðast vera mjög grannar og kemur spánskt fyrir sjónir þegar mikil bylting hefur verið í tískuheiminum undanfarið til að ýta undir fjölbreytileika á pöllunum. Til að mynda samþykktu Frakkar lög sem bönnuðu notkun of grannra fyrirsæta í apríl í fyrra og þurfa nú allar fyrirsætur sem sýna á tískuvikunum að hafa BMI stuðulinn yfir 18. Vert að hafa það í huga þegar farið er í gegnum myndirnar af þessum litríku fötum frá Saint Laurent. Glamour Tíska Mest lesið Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Irina Shayk og Bradley Cooper trúlofuð Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Allt í plasti hjá Calvin Klein Glamour Givenchy gefur út línu af barnafötum Glamour Caitlyn Jenner og Kim Kardashian tala ekki saman Glamour Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Glamour Mariah Carey gerir sitt öfundsverða líf að opinni bók Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour
Níundi áratugurinn réði ríkjum á sýningu Saint Laurent á tískuvikunni í París í kvöld. Sýningin var þó einstök að því leiti að á meðan fyrirsæturnar gengu um var engin tónlist og engin auka lýsing, þannig að sýningin snérist eingöngu um fötin og tískuna. Kjólar með einni ermi, pallíettur, samfestinga, stutt pils, tjull, stórar axlir, gull og silfur, í bland við nælonsokkabuxur, stóra eyrnalokka og breið mittisbelti. Hárið var vatnsgreitt aftur, varirnar eldrauðar og augnförðunin dökkt cat-eye smokey. Það vakti athygli Glamour að allar fyrirsæturnar virðast vera mjög grannar og kemur spánskt fyrir sjónir þegar mikil bylting hefur verið í tískuheiminum undanfarið til að ýta undir fjölbreytileika á pöllunum. Til að mynda samþykktu Frakkar lög sem bönnuðu notkun of grannra fyrirsæta í apríl í fyrra og þurfa nú allar fyrirsætur sem sýna á tískuvikunum að hafa BMI stuðulinn yfir 18. Vert að hafa það í huga þegar farið er í gegnum myndirnar af þessum litríku fötum frá Saint Laurent.
Glamour Tíska Mest lesið Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Irina Shayk og Bradley Cooper trúlofuð Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Allt í plasti hjá Calvin Klein Glamour Givenchy gefur út línu af barnafötum Glamour Caitlyn Jenner og Kim Kardashian tala ekki saman Glamour Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Glamour Mariah Carey gerir sitt öfundsverða líf að opinni bók Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour