Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júní 2016 07:00 Höfundar nýrrar skýrslu um bein áhrif falls bankanna á fjárhag ríkisins, Hersir Sigurgeirsson og Ásgeir Jónsson. vísir/Vilhelm Endurheimtur ríkissjóðs af hruni bankakerfisins 2008 eru mun meiri en beinn kostnaður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur og Hersir Sigurgeirsson fjármálastærðfræðingur hafa unnið fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Endurheimtur ríkisins eru sagðar nema 55,3 til 76 milljörðum króna, eftir því hvort horft er til endurheimta sem hluta af vergri landsframleiðslu (2,6 prósent) eða krónutöluuppgjörs hvers árs miðað við verð í árslok 2015. Á verðlagi hvers árs er ábati ríkisins hins vegar sagður 286 milljarðar króna. „Með endurheimtum af fjármögnun viðskiptabankanna, sérstökum sköttum á slitabúin og stöðugleikaframlögum slitabúanna hefur ríkissjóður því heimt til baka, og gott betur, allan þann beina kostnað sem féll á hann vegna lánveitinga Seðlabankans og lánamála ríkisins, ríkisábyrgða og falls sparisjóðanna,“ segir í skýrslunni. Hrunið falli því í flokk með bankakrísunum í Brasilíu, Úkraínu og Svíþjóð á árunum 1988 til 1991 sem ein af þeim krísum sem ríkissjóður hafi borið hvað minnstan hreinan kostnað af.Í skýrslunni er ekki tekið tillit til mögulegs ábata Seðlabanka Íslands vegna fyrirhugaðs gjaldeyrisútboðs á aflandskrónum 16.?júní næstkomandi, enda sé alls óvíst hversu mikil þátttaka verði í því. „En ef allri snjóhengjunni, 320 milljörðum króna, verður skipt fyrir evrur verður gengið í viðskiptunum 190 krónur og mun hagnaður Seðlabankans þá nema um 84 milljörðum króna miðað við opinbert gengi evru,“ segir þar. Gangi það eftir er hagnaður ríkisins kominn upp í 160 milljarða króna. Um leið er bent á að í versta falli verði engin þátttaka, en þá leiti 320 milljarðar króna í innstæðubréf Seðlabankans sem beri 0,5 prósenta vexti. Þeir séu 5,25 prósentum lægri en á bundnum innstæðum í Seðlabanka og því megi líta svo á að á meðan spari Seðlabankinn sér um 17 milljarða í árlegar vaxtagreiðslur af snjóhengjunni. Vegna óvissunnar er hugsanlegur ábati af útboðinu sagður látinn liggja á milli hluta. „Meginmarkmið útboðsins er heldur alls ekki að afla tekna heldur að þurrka út eftirstöðvar af vaxtamunarviðskiptum fyrir hrun með því að eyða aflandskrónum úr íslensku fjármálakerfi,“ segir jafnframt í skýrslunni.Óbeinn kostnaður ekki með Sleginn er sá varnagli í nýrri skýrslu Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar um kostnað ríkisins af falli bankanna að einungis sé reynt að meta beinan kostnað og ávinning. „Ekki er hins vegar tekið tillit til óbeins kostnaðar, svo sem vegna tapaðra skatttekna og aukinna almennra ríkisútgjalda vegna þess skarpa efnahagssamdráttar sem sigldi í kjölfar hrunsins.“ Sagt er ljóst að ákaflega erfitt sé að festa hendur nákvæmlega á því hvað telst raunverulega vera óbeinn kostnaður vegna falls bankanna – enda sé niðurstaða fjárlaga hvort tveggja í senn, afleiðing af pólitískum ákvörðum á Alþingi sem og árferði í efnahagsmálum. „Þannig eru tilraunir til þess að meta óbeinan kostnað ríkissjóðs að miklu leyti ágiskanir um hvað hefði gerst og hvað ekki, hefði hrunið ekki orðið. Skal öðrum fróðari rannsakendum látið það verkefni eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira
Endurheimtur ríkissjóðs af hruni bankakerfisins 2008 eru mun meiri en beinn kostnaður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur og Hersir Sigurgeirsson fjármálastærðfræðingur hafa unnið fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Endurheimtur ríkisins eru sagðar nema 55,3 til 76 milljörðum króna, eftir því hvort horft er til endurheimta sem hluta af vergri landsframleiðslu (2,6 prósent) eða krónutöluuppgjörs hvers árs miðað við verð í árslok 2015. Á verðlagi hvers árs er ábati ríkisins hins vegar sagður 286 milljarðar króna. „Með endurheimtum af fjármögnun viðskiptabankanna, sérstökum sköttum á slitabúin og stöðugleikaframlögum slitabúanna hefur ríkissjóður því heimt til baka, og gott betur, allan þann beina kostnað sem féll á hann vegna lánveitinga Seðlabankans og lánamála ríkisins, ríkisábyrgða og falls sparisjóðanna,“ segir í skýrslunni. Hrunið falli því í flokk með bankakrísunum í Brasilíu, Úkraínu og Svíþjóð á árunum 1988 til 1991 sem ein af þeim krísum sem ríkissjóður hafi borið hvað minnstan hreinan kostnað af.Í skýrslunni er ekki tekið tillit til mögulegs ábata Seðlabanka Íslands vegna fyrirhugaðs gjaldeyrisútboðs á aflandskrónum 16.?júní næstkomandi, enda sé alls óvíst hversu mikil þátttaka verði í því. „En ef allri snjóhengjunni, 320 milljörðum króna, verður skipt fyrir evrur verður gengið í viðskiptunum 190 krónur og mun hagnaður Seðlabankans þá nema um 84 milljörðum króna miðað við opinbert gengi evru,“ segir þar. Gangi það eftir er hagnaður ríkisins kominn upp í 160 milljarða króna. Um leið er bent á að í versta falli verði engin þátttaka, en þá leiti 320 milljarðar króna í innstæðubréf Seðlabankans sem beri 0,5 prósenta vexti. Þeir séu 5,25 prósentum lægri en á bundnum innstæðum í Seðlabanka og því megi líta svo á að á meðan spari Seðlabankinn sér um 17 milljarða í árlegar vaxtagreiðslur af snjóhengjunni. Vegna óvissunnar er hugsanlegur ábati af útboðinu sagður látinn liggja á milli hluta. „Meginmarkmið útboðsins er heldur alls ekki að afla tekna heldur að þurrka út eftirstöðvar af vaxtamunarviðskiptum fyrir hrun með því að eyða aflandskrónum úr íslensku fjármálakerfi,“ segir jafnframt í skýrslunni.Óbeinn kostnaður ekki með Sleginn er sá varnagli í nýrri skýrslu Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar um kostnað ríkisins af falli bankanna að einungis sé reynt að meta beinan kostnað og ávinning. „Ekki er hins vegar tekið tillit til óbeins kostnaðar, svo sem vegna tapaðra skatttekna og aukinna almennra ríkisútgjalda vegna þess skarpa efnahagssamdráttar sem sigldi í kjölfar hrunsins.“ Sagt er ljóst að ákaflega erfitt sé að festa hendur nákvæmlega á því hvað telst raunverulega vera óbeinn kostnaður vegna falls bankanna – enda sé niðurstaða fjárlaga hvort tveggja í senn, afleiðing af pólitískum ákvörðum á Alþingi sem og árferði í efnahagsmálum. „Þannig eru tilraunir til þess að meta óbeinan kostnað ríkissjóðs að miklu leyti ágiskanir um hvað hefði gerst og hvað ekki, hefði hrunið ekki orðið. Skal öðrum fróðari rannsakendum látið það verkefni eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira