Enginn vill kaupa Twitter Sæunn Gísladóttir skrifar 12. október 2016 10:30 Jack Dorsey, stofnandi og framkvæmdastjóri Twitter. Vísir/EPA Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Twitter hækkuðu á ný í gær eftir hrun á mánudag. Ekki hefur þó gengið að vinna upp það tap á markaðsvirði sem hefur orðið eftir að fregnir bárust af því að Salesforce.com, síðasta fyrirtækið sem lýst hafði áhuga á því að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter, muni líklega ekki gera kauptilboð í fyrirtækið. Fyrir nokkrum vikum var greint frá því að Salesforce.com, Alphabet (móðurfélag Google) og Walt Disney Co. hefðu áhuga á að kaupa Twitter og væru að vinna með bönkum að kauptilboði. Um helgina greindi svo Bloomberg frá því að líklega myndi ekkert af fyrirtækjunum gera kauptilboð. Gengi hlutabréfa í Twitter hrundi frá miðvikudegi í síðustu viku fram til gærdagsins um tæplega þrjátíu prósent, þar á meðal um 12 prósent á mánudaginn. Markaðsvirði fyrirtækisins er nú um 12 milljarðar dollara, samanborið við 53 milljarða dollara þegar hlutabréfaverðið náði hæstum hæðum í desember 2013. Twitter hefur átt í erfiðleikum með að fjölga notendum og auka veltu sína. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu fá kauptilboð áður en greint verður frá uppgjöri þriðja ársfjórðungs þann 27. október næstkomandi. Reuters greinir frá því að margir fjárfestar og greiningaraðilar telji að framkvæmdastjóri Twitter, Jack Dorsey, sé ekki með varaplan ef kauptilboð berst ekki. Tengdar fréttir Vandræði Twitter halda áfram Hlutabréf í fyrirtækinu hafa lækkað enn frekar í verði eftir að mögulegir kaupendur eru sagðir hafa misst áhugann. 10. október 2016 14:54 Hlutabréf í Twitter í frjálsu falli Markaðsvirði Twitter hefur lækkað um einn fimmta í dag. 6. október 2016 16:19 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Twitter hækkuðu á ný í gær eftir hrun á mánudag. Ekki hefur þó gengið að vinna upp það tap á markaðsvirði sem hefur orðið eftir að fregnir bárust af því að Salesforce.com, síðasta fyrirtækið sem lýst hafði áhuga á því að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter, muni líklega ekki gera kauptilboð í fyrirtækið. Fyrir nokkrum vikum var greint frá því að Salesforce.com, Alphabet (móðurfélag Google) og Walt Disney Co. hefðu áhuga á að kaupa Twitter og væru að vinna með bönkum að kauptilboði. Um helgina greindi svo Bloomberg frá því að líklega myndi ekkert af fyrirtækjunum gera kauptilboð. Gengi hlutabréfa í Twitter hrundi frá miðvikudegi í síðustu viku fram til gærdagsins um tæplega þrjátíu prósent, þar á meðal um 12 prósent á mánudaginn. Markaðsvirði fyrirtækisins er nú um 12 milljarðar dollara, samanborið við 53 milljarða dollara þegar hlutabréfaverðið náði hæstum hæðum í desember 2013. Twitter hefur átt í erfiðleikum með að fjölga notendum og auka veltu sína. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu fá kauptilboð áður en greint verður frá uppgjöri þriðja ársfjórðungs þann 27. október næstkomandi. Reuters greinir frá því að margir fjárfestar og greiningaraðilar telji að framkvæmdastjóri Twitter, Jack Dorsey, sé ekki með varaplan ef kauptilboð berst ekki.
Tengdar fréttir Vandræði Twitter halda áfram Hlutabréf í fyrirtækinu hafa lækkað enn frekar í verði eftir að mögulegir kaupendur eru sagðir hafa misst áhugann. 10. október 2016 14:54 Hlutabréf í Twitter í frjálsu falli Markaðsvirði Twitter hefur lækkað um einn fimmta í dag. 6. október 2016 16:19 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Vandræði Twitter halda áfram Hlutabréf í fyrirtækinu hafa lækkað enn frekar í verði eftir að mögulegir kaupendur eru sagðir hafa misst áhugann. 10. október 2016 14:54
Hlutabréf í Twitter í frjálsu falli Markaðsvirði Twitter hefur lækkað um einn fimmta í dag. 6. október 2016 16:19