Stórglæpamaður handtekinn Helga Vala Helgadóttir skrifar 11. júlí 2016 07:00 Fyrr í sumar var ungur stórglæpamaður staðinn að verki við iðju sína um miðja nótt í miðborg Reykjavíkur. Sem betur fer náði vökull öryggisvörður að átta sig á hvaða óafturkræfi glæpur var að fara að eiga sér stað þarna og hringdi í lögregluna sem brást hratt við. Stórglæpamaðurinn, sem setið hafði við iðju sína, reis á fætur og bjóst til ferðar enda vildi hann síður lenda í vandræðum þarna um miðja nótt, einn síns liðs, með lögregluna allt um kring. Sem betur fer náði lögreglan að yfirbuga glæponinn, skella honum niður á jörðina og festa hendur í járn. Var hann því næst dreginn inn í lögreglubíl og skutlað upp á lögreglustöðina við Hlemm, enda mikilvægt að stöðva brotaferilinn. Glæponinn, sem býr í foreldrahúsum, óskaði eftir að fá að hringja í móður sína svo hún myndi ekki óttast um afdrif sonarins, en fékk ekki, enda að sögn lögreglunnar óvíst að móðirin kynni vel við það að vera vakin um miðja nótt. Ungi stórglæpamaðurinn fékk því að dúsa í leyni í fangaklefa næstu 10 klukkustundir. Sá glæpur sem kallaði á svo fumlaus vinnubrögð lögreglu og öryggisvarðar var að ungi stórglæponinn var við það að kveikja sér í jónu, tóbaksblönduðu maríjúana, sem hann hafði keypt sér á djamminu. Annað gerði hann ekki og glæpurinn því jónan í brjóstvasanum. Við skulum vona að lögreglan hafi ekki horft framhjá öðrum og stærri glæpum á meðan hún fangelsaði þennan stórglæpamann í sumarnóttinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun
Fyrr í sumar var ungur stórglæpamaður staðinn að verki við iðju sína um miðja nótt í miðborg Reykjavíkur. Sem betur fer náði vökull öryggisvörður að átta sig á hvaða óafturkræfi glæpur var að fara að eiga sér stað þarna og hringdi í lögregluna sem brást hratt við. Stórglæpamaðurinn, sem setið hafði við iðju sína, reis á fætur og bjóst til ferðar enda vildi hann síður lenda í vandræðum þarna um miðja nótt, einn síns liðs, með lögregluna allt um kring. Sem betur fer náði lögreglan að yfirbuga glæponinn, skella honum niður á jörðina og festa hendur í járn. Var hann því næst dreginn inn í lögreglubíl og skutlað upp á lögreglustöðina við Hlemm, enda mikilvægt að stöðva brotaferilinn. Glæponinn, sem býr í foreldrahúsum, óskaði eftir að fá að hringja í móður sína svo hún myndi ekki óttast um afdrif sonarins, en fékk ekki, enda að sögn lögreglunnar óvíst að móðirin kynni vel við það að vera vakin um miðja nótt. Ungi stórglæpamaðurinn fékk því að dúsa í leyni í fangaklefa næstu 10 klukkustundir. Sá glæpur sem kallaði á svo fumlaus vinnubrögð lögreglu og öryggisvarðar var að ungi stórglæponinn var við það að kveikja sér í jónu, tóbaksblönduðu maríjúana, sem hann hafði keypt sér á djamminu. Annað gerði hann ekki og glæpurinn því jónan í brjóstvasanum. Við skulum vona að lögreglan hafi ekki horft framhjá öðrum og stærri glæpum á meðan hún fangelsaði þennan stórglæpamann í sumarnóttinni.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun