Christopher Bailey hættur sem forstjóri Burberry Ritstjórn skrifar 11. júlí 2016 20:30 Glamour/Getty Burberry hefur ákveðið að skipta út Christopher Bailey sem forstjóra tískuhússins en í hans stað kemur Marco Gobbetti, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá franska tískuhúsinu Celine. Hlutabréf Burberry tískuhússins hækkuðu um 6 prósent við þessar fréttir en einhver óánægja hefur verið meðal hluthafa með Bailey sem forstjóra en hann hefur gegnt því hlutverki samhliða því að vera listrænn stjórnandi tískuhússins í nokkur ár. Gobbetti mun taka við keflinu á næsta ári en Bailey heldur situr áfram sem listrænn stjórnandi. Sjálfur er hann ánægður með þessi skipti og segist hlakka til að vinna með Gobbetti í framtíðinni samkvæmt frétt BBC. Lúxusfatamerkin hefur verið í ákveðinni krísu undanfarið og brá Burberry á það ráð að bjóða fólki að kaupa föt í beint af tískupallinum. Var það liður í að færa fötin nær viðskiptavininum en ekki er vitað hvernig það gekk. Sjáum hvort Gobbetti nái að leysa vandann. Mest lesið Hönnuður kýldi fyrirsætu baksviðs Glamour Sjáðu Kristen Stewart sem Coco Chanel Glamour Baltasar Kormákur í Jör á rauða dreglinum Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Talaði íslensku við Ísak Glamour Nýjasta herferð Stellu McCartney mynduð á ruslahaugunum Glamour Fagnaði tvöföldum sigri Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour KALDA á forsíðu Footwear News Glamour Airwaves dressið er klárt! Glamour
Burberry hefur ákveðið að skipta út Christopher Bailey sem forstjóra tískuhússins en í hans stað kemur Marco Gobbetti, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá franska tískuhúsinu Celine. Hlutabréf Burberry tískuhússins hækkuðu um 6 prósent við þessar fréttir en einhver óánægja hefur verið meðal hluthafa með Bailey sem forstjóra en hann hefur gegnt því hlutverki samhliða því að vera listrænn stjórnandi tískuhússins í nokkur ár. Gobbetti mun taka við keflinu á næsta ári en Bailey heldur situr áfram sem listrænn stjórnandi. Sjálfur er hann ánægður með þessi skipti og segist hlakka til að vinna með Gobbetti í framtíðinni samkvæmt frétt BBC. Lúxusfatamerkin hefur verið í ákveðinni krísu undanfarið og brá Burberry á það ráð að bjóða fólki að kaupa föt í beint af tískupallinum. Var það liður í að færa fötin nær viðskiptavininum en ekki er vitað hvernig það gekk. Sjáum hvort Gobbetti nái að leysa vandann.
Mest lesið Hönnuður kýldi fyrirsætu baksviðs Glamour Sjáðu Kristen Stewart sem Coco Chanel Glamour Baltasar Kormákur í Jör á rauða dreglinum Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Talaði íslensku við Ísak Glamour Nýjasta herferð Stellu McCartney mynduð á ruslahaugunum Glamour Fagnaði tvöföldum sigri Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour KALDA á forsíðu Footwear News Glamour Airwaves dressið er klárt! Glamour