Christopher Bailey hættur sem forstjóri Burberry Ritstjórn skrifar 11. júlí 2016 20:30 Glamour/Getty Burberry hefur ákveðið að skipta út Christopher Bailey sem forstjóra tískuhússins en í hans stað kemur Marco Gobbetti, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá franska tískuhúsinu Celine. Hlutabréf Burberry tískuhússins hækkuðu um 6 prósent við þessar fréttir en einhver óánægja hefur verið meðal hluthafa með Bailey sem forstjóra en hann hefur gegnt því hlutverki samhliða því að vera listrænn stjórnandi tískuhússins í nokkur ár. Gobbetti mun taka við keflinu á næsta ári en Bailey heldur situr áfram sem listrænn stjórnandi. Sjálfur er hann ánægður með þessi skipti og segist hlakka til að vinna með Gobbetti í framtíðinni samkvæmt frétt BBC. Lúxusfatamerkin hefur verið í ákveðinni krísu undanfarið og brá Burberry á það ráð að bjóða fólki að kaupa föt í beint af tískupallinum. Var það liður í að færa fötin nær viðskiptavininum en ekki er vitað hvernig það gekk. Sjáum hvort Gobbetti nái að leysa vandann. Mest lesið Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Breskar fyrirsætuskrifstofur sakaðar um verðsamráð Glamour Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Glamour Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Clooney afhjúpar kyn tvíburanna Glamour Kendall og Gigi klífa upp Forbes listann Glamour
Burberry hefur ákveðið að skipta út Christopher Bailey sem forstjóra tískuhússins en í hans stað kemur Marco Gobbetti, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá franska tískuhúsinu Celine. Hlutabréf Burberry tískuhússins hækkuðu um 6 prósent við þessar fréttir en einhver óánægja hefur verið meðal hluthafa með Bailey sem forstjóra en hann hefur gegnt því hlutverki samhliða því að vera listrænn stjórnandi tískuhússins í nokkur ár. Gobbetti mun taka við keflinu á næsta ári en Bailey heldur situr áfram sem listrænn stjórnandi. Sjálfur er hann ánægður með þessi skipti og segist hlakka til að vinna með Gobbetti í framtíðinni samkvæmt frétt BBC. Lúxusfatamerkin hefur verið í ákveðinni krísu undanfarið og brá Burberry á það ráð að bjóða fólki að kaupa föt í beint af tískupallinum. Var það liður í að færa fötin nær viðskiptavininum en ekki er vitað hvernig það gekk. Sjáum hvort Gobbetti nái að leysa vandann.
Mest lesið Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Breskar fyrirsætuskrifstofur sakaðar um verðsamráð Glamour Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Glamour Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Clooney afhjúpar kyn tvíburanna Glamour Kendall og Gigi klífa upp Forbes listann Glamour