Undirbúningurinn hefst á ný um leið og hátíðinni lýkur Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2016 12:00 Hrönn Marinósdóttir notaði MBA-námið til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina RIFF. Vísir/Anton Kvikmyndahátíðinni RIFF lauk þarsíðasta sunnudag en Hrönn Marinósdóttir, stofnandi RIFF, er strax farin að hugsa um þá næstu. „Undirbúningurinn hefst um leið og hátíðinni lýkur. Fyrst göngum við frá uppgjöri og skýrslugerð og þess háttar og svo þegar hátíðin er búin förum við strax í það að skipuleggja dagskrá næsta árs. Við erum alltaf með eitt land í fókus á hátíðinni og erum að skoða hvaða möguleikar eru í boði í því,“ segir Hrönn. „Við erum nokkur í vinnu allt árið um kring við að skipuleggja RIFF. „Fjáröflunin tekur langan tíma og þarf að hefjast um leið og hátíðinni lýkur. Við sækjum um styrki til ríkis og borgar, svo sækjum við um í Creative Europe hjá Evrópusambandinu og til fyrirtækja,“ segir Hrönn. Utan kvikmyndahátíðarinnar rekur Hrönn smiðjur fyrir skólabörn, meðal annars stuttmyndasmiðjurnar Stelpur Filma og heldur námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn. RIFF hefur nú fest sig í sessi í menningarlífi Reykjavíkur, en kvikmyndahátíðin hefur verið haldin árlega í lok september frá árinu 2004. „Á sinn hátt stækkar RIFF á hverju ári því hún er að festa sig meira og meira í sessi, fólk bíður eftir henni og veit á hverju það á von, og maður heyrir að sumir taki sér frí bara til að fara í bíó sem er frábært,“ segir Hrönn. Hrönn Marinósdóttir lærði stjórnmálafræði og tók svo MBA-gráðu. „Ég notaði það nám til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina,“ segir Hrönn. Hún starfaði áður sem blaðamaður og ferðaðist meðal annars á kvikmyndahátíðir og tók viðtöl þar. Hún hefur alla tíð tengst kvikmyndum. „Fjölskyldan mín rak Gamla bíó í gamla daga og ég vann þar sem sætavísa þegar ég var unglingur.“ Hrönn segir að hápunkturinn á nýyfirstaðinni hátíð hafi verið að fá heiðursgestina Deepu Mehta og Darren Aronofsky. „Þetta eru ólíkir kvikmyndagerðarmenn en bæði eru mjög framúrskarandi á sinn hátt. Þau komu bæði fram og voru með meistaraspjall og spjölluðu mikið við áhorfendur um sína list, og Darren ræddi mikið um náttúruvernd því það hefur verið hans hugðarefni,“ segir Hrönn. Hrönn á sér mörg áhugamál utan kvikmyndanna. „Það að vera úti í náttúrunni í fjallgöngu og með vinum, sem og hreyfing skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer mikið í hádegistíma hjá Þórhöllu Andrésdóttur í World Class. Það eru bestu leikfimitímar sem ég hef farið í fyrr eða síðar,“ segir Hrönn. Fram undan hjá Hrönn er það að fara til Dakka í Bangladess í janúar og vera í dómnefnd kvikmyndahátíðar þar. Svo verður RIFF kynnt ásamt ellefu öðrum kvikmyndahátíðum í Tékklandi í lok mánaðarins. Mest lesið Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Kvikmyndahátíðinni RIFF lauk þarsíðasta sunnudag en Hrönn Marinósdóttir, stofnandi RIFF, er strax farin að hugsa um þá næstu. „Undirbúningurinn hefst um leið og hátíðinni lýkur. Fyrst göngum við frá uppgjöri og skýrslugerð og þess háttar og svo þegar hátíðin er búin förum við strax í það að skipuleggja dagskrá næsta árs. Við erum alltaf með eitt land í fókus á hátíðinni og erum að skoða hvaða möguleikar eru í boði í því,“ segir Hrönn. „Við erum nokkur í vinnu allt árið um kring við að skipuleggja RIFF. „Fjáröflunin tekur langan tíma og þarf að hefjast um leið og hátíðinni lýkur. Við sækjum um styrki til ríkis og borgar, svo sækjum við um í Creative Europe hjá Evrópusambandinu og til fyrirtækja,“ segir Hrönn. Utan kvikmyndahátíðarinnar rekur Hrönn smiðjur fyrir skólabörn, meðal annars stuttmyndasmiðjurnar Stelpur Filma og heldur námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn. RIFF hefur nú fest sig í sessi í menningarlífi Reykjavíkur, en kvikmyndahátíðin hefur verið haldin árlega í lok september frá árinu 2004. „Á sinn hátt stækkar RIFF á hverju ári því hún er að festa sig meira og meira í sessi, fólk bíður eftir henni og veit á hverju það á von, og maður heyrir að sumir taki sér frí bara til að fara í bíó sem er frábært,“ segir Hrönn. Hrönn Marinósdóttir lærði stjórnmálafræði og tók svo MBA-gráðu. „Ég notaði það nám til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina,“ segir Hrönn. Hún starfaði áður sem blaðamaður og ferðaðist meðal annars á kvikmyndahátíðir og tók viðtöl þar. Hún hefur alla tíð tengst kvikmyndum. „Fjölskyldan mín rak Gamla bíó í gamla daga og ég vann þar sem sætavísa þegar ég var unglingur.“ Hrönn segir að hápunkturinn á nýyfirstaðinni hátíð hafi verið að fá heiðursgestina Deepu Mehta og Darren Aronofsky. „Þetta eru ólíkir kvikmyndagerðarmenn en bæði eru mjög framúrskarandi á sinn hátt. Þau komu bæði fram og voru með meistaraspjall og spjölluðu mikið við áhorfendur um sína list, og Darren ræddi mikið um náttúruvernd því það hefur verið hans hugðarefni,“ segir Hrönn. Hrönn á sér mörg áhugamál utan kvikmyndanna. „Það að vera úti í náttúrunni í fjallgöngu og með vinum, sem og hreyfing skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer mikið í hádegistíma hjá Þórhöllu Andrésdóttur í World Class. Það eru bestu leikfimitímar sem ég hef farið í fyrr eða síðar,“ segir Hrönn. Fram undan hjá Hrönn er það að fara til Dakka í Bangladess í janúar og vera í dómnefnd kvikmyndahátíðar þar. Svo verður RIFF kynnt ásamt ellefu öðrum kvikmyndahátíðum í Tékklandi í lok mánaðarins.
Mest lesið Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira