Undirbúningurinn hefst á ný um leið og hátíðinni lýkur Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2016 12:00 Hrönn Marinósdóttir notaði MBA-námið til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina RIFF. Vísir/Anton Kvikmyndahátíðinni RIFF lauk þarsíðasta sunnudag en Hrönn Marinósdóttir, stofnandi RIFF, er strax farin að hugsa um þá næstu. „Undirbúningurinn hefst um leið og hátíðinni lýkur. Fyrst göngum við frá uppgjöri og skýrslugerð og þess háttar og svo þegar hátíðin er búin förum við strax í það að skipuleggja dagskrá næsta árs. Við erum alltaf með eitt land í fókus á hátíðinni og erum að skoða hvaða möguleikar eru í boði í því,“ segir Hrönn. „Við erum nokkur í vinnu allt árið um kring við að skipuleggja RIFF. „Fjáröflunin tekur langan tíma og þarf að hefjast um leið og hátíðinni lýkur. Við sækjum um styrki til ríkis og borgar, svo sækjum við um í Creative Europe hjá Evrópusambandinu og til fyrirtækja,“ segir Hrönn. Utan kvikmyndahátíðarinnar rekur Hrönn smiðjur fyrir skólabörn, meðal annars stuttmyndasmiðjurnar Stelpur Filma og heldur námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn. RIFF hefur nú fest sig í sessi í menningarlífi Reykjavíkur, en kvikmyndahátíðin hefur verið haldin árlega í lok september frá árinu 2004. „Á sinn hátt stækkar RIFF á hverju ári því hún er að festa sig meira og meira í sessi, fólk bíður eftir henni og veit á hverju það á von, og maður heyrir að sumir taki sér frí bara til að fara í bíó sem er frábært,“ segir Hrönn. Hrönn Marinósdóttir lærði stjórnmálafræði og tók svo MBA-gráðu. „Ég notaði það nám til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina,“ segir Hrönn. Hún starfaði áður sem blaðamaður og ferðaðist meðal annars á kvikmyndahátíðir og tók viðtöl þar. Hún hefur alla tíð tengst kvikmyndum. „Fjölskyldan mín rak Gamla bíó í gamla daga og ég vann þar sem sætavísa þegar ég var unglingur.“ Hrönn segir að hápunkturinn á nýyfirstaðinni hátíð hafi verið að fá heiðursgestina Deepu Mehta og Darren Aronofsky. „Þetta eru ólíkir kvikmyndagerðarmenn en bæði eru mjög framúrskarandi á sinn hátt. Þau komu bæði fram og voru með meistaraspjall og spjölluðu mikið við áhorfendur um sína list, og Darren ræddi mikið um náttúruvernd því það hefur verið hans hugðarefni,“ segir Hrönn. Hrönn á sér mörg áhugamál utan kvikmyndanna. „Það að vera úti í náttúrunni í fjallgöngu og með vinum, sem og hreyfing skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer mikið í hádegistíma hjá Þórhöllu Andrésdóttur í World Class. Það eru bestu leikfimitímar sem ég hef farið í fyrr eða síðar,“ segir Hrönn. Fram undan hjá Hrönn er það að fara til Dakka í Bangladess í janúar og vera í dómnefnd kvikmyndahátíðar þar. Svo verður RIFF kynnt ásamt ellefu öðrum kvikmyndahátíðum í Tékklandi í lok mánaðarins. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Kvikmyndahátíðinni RIFF lauk þarsíðasta sunnudag en Hrönn Marinósdóttir, stofnandi RIFF, er strax farin að hugsa um þá næstu. „Undirbúningurinn hefst um leið og hátíðinni lýkur. Fyrst göngum við frá uppgjöri og skýrslugerð og þess háttar og svo þegar hátíðin er búin förum við strax í það að skipuleggja dagskrá næsta árs. Við erum alltaf með eitt land í fókus á hátíðinni og erum að skoða hvaða möguleikar eru í boði í því,“ segir Hrönn. „Við erum nokkur í vinnu allt árið um kring við að skipuleggja RIFF. „Fjáröflunin tekur langan tíma og þarf að hefjast um leið og hátíðinni lýkur. Við sækjum um styrki til ríkis og borgar, svo sækjum við um í Creative Europe hjá Evrópusambandinu og til fyrirtækja,“ segir Hrönn. Utan kvikmyndahátíðarinnar rekur Hrönn smiðjur fyrir skólabörn, meðal annars stuttmyndasmiðjurnar Stelpur Filma og heldur námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn. RIFF hefur nú fest sig í sessi í menningarlífi Reykjavíkur, en kvikmyndahátíðin hefur verið haldin árlega í lok september frá árinu 2004. „Á sinn hátt stækkar RIFF á hverju ári því hún er að festa sig meira og meira í sessi, fólk bíður eftir henni og veit á hverju það á von, og maður heyrir að sumir taki sér frí bara til að fara í bíó sem er frábært,“ segir Hrönn. Hrönn Marinósdóttir lærði stjórnmálafræði og tók svo MBA-gráðu. „Ég notaði það nám til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina,“ segir Hrönn. Hún starfaði áður sem blaðamaður og ferðaðist meðal annars á kvikmyndahátíðir og tók viðtöl þar. Hún hefur alla tíð tengst kvikmyndum. „Fjölskyldan mín rak Gamla bíó í gamla daga og ég vann þar sem sætavísa þegar ég var unglingur.“ Hrönn segir að hápunkturinn á nýyfirstaðinni hátíð hafi verið að fá heiðursgestina Deepu Mehta og Darren Aronofsky. „Þetta eru ólíkir kvikmyndagerðarmenn en bæði eru mjög framúrskarandi á sinn hátt. Þau komu bæði fram og voru með meistaraspjall og spjölluðu mikið við áhorfendur um sína list, og Darren ræddi mikið um náttúruvernd því það hefur verið hans hugðarefni,“ segir Hrönn. Hrönn á sér mörg áhugamál utan kvikmyndanna. „Það að vera úti í náttúrunni í fjallgöngu og með vinum, sem og hreyfing skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer mikið í hádegistíma hjá Þórhöllu Andrésdóttur í World Class. Það eru bestu leikfimitímar sem ég hef farið í fyrr eða síðar,“ segir Hrönn. Fram undan hjá Hrönn er það að fara til Dakka í Bangladess í janúar og vera í dómnefnd kvikmyndahátíðar þar. Svo verður RIFF kynnt ásamt ellefu öðrum kvikmyndahátíðum í Tékklandi í lok mánaðarins.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira