Loftvarnarbyrgið undir leikvellinum María Bjarnadóttir skrifar 27. maí 2016 09:38 Barry var 7 ára og bróðir hans 5 þegar þeir stigu úr lestinni frá London og upp í strætó í Brighton ásamt hinum börnunum. Svo var keyrt á milli húsa og börnin skilin eftir þar sem fólk var til í að taka við þeim. Bræðurnir voru heppnir og fengu að vera hjá sömu fjölskyldu. Daginn eftir byrjuðu þeir í nýjum skóla og nokkrum vikum síðar fengu þeir bréf frá foreldrum sínum um að þegar stríðinu lyki kæmu þeir aftur heim, þeir ættu að haga sér vel og að mamma og pabbi elskuðu þá. Á meðan við biðum eftir að komast í skoðunarferð um loftvarnarbyrgið undir leikvellinum við skóla sonar míns um daginn, sýndi Barry okkur tösku eins og hann og hin börnin voru send með að heiman árið 1941. Innihaldið var nánast það sama og foreldri í skólanum óskaði eftir að sett væri í bakpoka sem hún tók við og keyrði til flóttabarna í Calais í vetur, nema að nú eru fötin úr flís en ekki bómull. Ofan í byrginu eru myndir frá stríðsárunum af krökkum á skólaleikvellinum með gasgrímurnar hangandi utan á sér. Í dag sparkar sonur minn bolta á sama stað. Hinum megin við Ermarsundið eru jafnaldrar hans á flótta að drukkna og týnast. Það er áætlað að 10 þúsund börn hafi týnst á flótta í Evrópu á síðasta ári. Fyrir 75 árum var Barry einn af 3 milljónum barna sem voru flutt til í skjól innan Bretlands á 4 árum. Hörmungar hafa dunið yfir heiminn áður. Samt höfum við ekki lært meira af sögunni en svo að við sendum flóttabörn nútímans til að banka upp á í Tyrklandi – vitandi að þar kemur enginn til dyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun
Barry var 7 ára og bróðir hans 5 þegar þeir stigu úr lestinni frá London og upp í strætó í Brighton ásamt hinum börnunum. Svo var keyrt á milli húsa og börnin skilin eftir þar sem fólk var til í að taka við þeim. Bræðurnir voru heppnir og fengu að vera hjá sömu fjölskyldu. Daginn eftir byrjuðu þeir í nýjum skóla og nokkrum vikum síðar fengu þeir bréf frá foreldrum sínum um að þegar stríðinu lyki kæmu þeir aftur heim, þeir ættu að haga sér vel og að mamma og pabbi elskuðu þá. Á meðan við biðum eftir að komast í skoðunarferð um loftvarnarbyrgið undir leikvellinum við skóla sonar míns um daginn, sýndi Barry okkur tösku eins og hann og hin börnin voru send með að heiman árið 1941. Innihaldið var nánast það sama og foreldri í skólanum óskaði eftir að sett væri í bakpoka sem hún tók við og keyrði til flóttabarna í Calais í vetur, nema að nú eru fötin úr flís en ekki bómull. Ofan í byrginu eru myndir frá stríðsárunum af krökkum á skólaleikvellinum með gasgrímurnar hangandi utan á sér. Í dag sparkar sonur minn bolta á sama stað. Hinum megin við Ermarsundið eru jafnaldrar hans á flótta að drukkna og týnast. Það er áætlað að 10 þúsund börn hafi týnst á flótta í Evrópu á síðasta ári. Fyrir 75 árum var Barry einn af 3 milljónum barna sem voru flutt til í skjól innan Bretlands á 4 árum. Hörmungar hafa dunið yfir heiminn áður. Samt höfum við ekki lært meira af sögunni en svo að við sendum flóttabörn nútímans til að banka upp á í Tyrklandi – vitandi að þar kemur enginn til dyra.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun