Hannaði fatalínu sem á að gagnast flóttafólki Ritstjórn skrifar 27. maí 2016 18:00 Flíkunum er hægt að breyta í tjald en hugmyndin er ætluð flóttafólki. Mynd/Getty Fatahönnunarneminn Angela Luna fór heldur óvenjulegar leiðir þegar hún hugsaði útskriftarverkefnið sitt úr Parsons, einum virtasta tískuháskóla heims. Þegar hún kynnti línuna sagði hún að í fyrra hafi hún fylgst grannt með flóttamannavandanum sem herjaði í Sýrlandi og Evrópu og þá hafi henni mest langað til þess að skipta um námsferil og fara í stjórnmálafræði. Sem betur fer gerði hún það ekki og ákvað í staðin að nota það sem hún hafði á milli handanna til þess að reyna að hjálpa til. Hún væri hrifin af hugmyndinni að hanna fatnað sem að leysa vandamál í staðin fyrir að vera bara falleg. Í lokin hafði hún skapað fatalínu þar sem fallegur og praktískur fatnaður fyrirflóttamenn gat einnig orðið tjöld í góðri stærð til þess að sofa í. Angela hlaut Womenswear Designer of the Year verðlaunin í skólanum og hefur hlotið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs. Ef að fötin munu einhverntíman komast í almenna sölu munu þau eflaust gagnast mörgum en þetta er einnig mikilvægt skref og umræða um stöðu flóttafólks um allan heim. A photo posted by Yvonne@ NY 10 (@yvonneny10) on May 23, 2016 at 11:41am PDT Mest lesið Blake Lively í neon gulum kjól Glamour Kynlífsdagbók Jóns Gests og Natalíu Glamour Svart og rómantískt í dressi vikunnar Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Jólagjafahandbók Glamour Glamour Mariah Carey gerir sitt öfundsverða líf að opinni bók Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Stjörnurnar pósa fyrir Alexander Wang Glamour Samfélagsmiðlastjarnan sem er öðruvísi en allir hinir Glamour Gucci Bloom - fyrsti ilmur Alessandro Michele Glamour
Fatahönnunarneminn Angela Luna fór heldur óvenjulegar leiðir þegar hún hugsaði útskriftarverkefnið sitt úr Parsons, einum virtasta tískuháskóla heims. Þegar hún kynnti línuna sagði hún að í fyrra hafi hún fylgst grannt með flóttamannavandanum sem herjaði í Sýrlandi og Evrópu og þá hafi henni mest langað til þess að skipta um námsferil og fara í stjórnmálafræði. Sem betur fer gerði hún það ekki og ákvað í staðin að nota það sem hún hafði á milli handanna til þess að reyna að hjálpa til. Hún væri hrifin af hugmyndinni að hanna fatnað sem að leysa vandamál í staðin fyrir að vera bara falleg. Í lokin hafði hún skapað fatalínu þar sem fallegur og praktískur fatnaður fyrirflóttamenn gat einnig orðið tjöld í góðri stærð til þess að sofa í. Angela hlaut Womenswear Designer of the Year verðlaunin í skólanum og hefur hlotið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs. Ef að fötin munu einhverntíman komast í almenna sölu munu þau eflaust gagnast mörgum en þetta er einnig mikilvægt skref og umræða um stöðu flóttafólks um allan heim. A photo posted by Yvonne@ NY 10 (@yvonneny10) on May 23, 2016 at 11:41am PDT
Mest lesið Blake Lively í neon gulum kjól Glamour Kynlífsdagbók Jóns Gests og Natalíu Glamour Svart og rómantískt í dressi vikunnar Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Jólagjafahandbók Glamour Glamour Mariah Carey gerir sitt öfundsverða líf að opinni bók Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Stjörnurnar pósa fyrir Alexander Wang Glamour Samfélagsmiðlastjarnan sem er öðruvísi en allir hinir Glamour Gucci Bloom - fyrsti ilmur Alessandro Michele Glamour