Aron: Ég er ekki búinn að lofa Kiel neinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2016 06:00 Aron er hér í leiknum gegn Barcelona um helgina. fréttablaðið/epa Tímabilið hefur ekki farið nógu vel af stað hjá liði Arons Pálmarssonar, Veszprém, í Meistaradeildinni. Liðið tapaði fyrir Barcelona, 26-23, um helgina og er í fjórða sæti A-riðils með sex stig eftir fimm leiki. „Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er ég ekki sáttur. Mér finnst þetta lélegt miðað við liðið sem við erum með,“ segir Aron en hann var þá nýkominn heim til Ungverjalands eftir ferðalagið til Barcelona.Bara hugsað um Meistaradeildina Aron segist hafa spilað svona helming leikja Veszprém í deildinni heima en í ljósi yfirburða Veszprém í ungversku deildinni þá getur liðið hvílt lykilmenn eins og Aron er félaginu nánast hentar. „Það er bara verið að hugsa um Meistaradeildina. Ég spila alltaf gegn Szeged og svo eru kannski tvö önnur lið sem við erum aldrei að fara að tapa fyrir en eru samt allt í lagi. Það þarf aðeins að hafa fyrir þeim leikjum. Þá spila ég kannski í svona hálftíma. Það er helvíti fínt,“ segir Aron sem var oft plagaður af meiðslum í Þýskalandi. Þá var enginn tími til að jafna sig í sterkri deild. „Skrokkurinn á mér er mjög góður. Ég sleit liðband í litla putta á skothendinni í upphafi vetrar. Þá var ég frá í fjórar vikur en missti enga leiki í Meistaradeildinni. Nú finn ég ekkert fyrir hnjánum sem voru oft að plaga mig áður. Ég var eiginlega aldrei 100 prósent í Þýskalandi. Ég hef farið í tvær hnéaðgerðir og maður fékk aldrei tíma til að jafna sig almennilega og álagið var rosalega mikið. Ég var svona 90 prósent heill þegar best lét.“Stundum bannað að æfa Þó svo álagið hafi verið mikið í Þýskalandi þá er Aron feginn að hafa farið í gegnum þann harða skóla áður en hann fór til Ungverjalands þar sem honum er oft nánast pakkað inn í bómull. „Mér hefur stundum verið bannað að æfa hérna. Það kemur alltaf Íslendingurinn upp í manni að maður sé aldrei þreyttur og svona. Ég hef mætt á æfingu og mér hefur verið skipað að fara bara á hjólið þegar ég ætlaði að æfa. Þá hef ég viljað lyfta en ekki mátt lyfta of mikið. Það er smá munur að fara í þetta eftir að hafa verið hjá Alfreð. Ég er mjög ánægður að hafa byrjað hjá Alfreð því annars myndi ég bara æfa tvisvar-þrisvar í viku. Það er gott að hafa tekið skólann hjá Alfreð því allt annað er svo bara rólegheit,“ segir Aron léttur og hlær.Aron lætur vaða á markið í leik í Meistaradeildinni í vetur.vísir/epaÞegar Aron spilaði við Kiel í Meistaradeildinni á dögunum kom upp úr kafinu að hann væri búinn að fá samningstilboð frá Kiel. „Framkvæmdastjóri Kiel átti þá frábæru hugmynd að henda þessum upplýsingum í staðarblaðið í Kiel degi fyrir leik. Sagði að ég væri kominn með tilboð frá þeim og nú væri þetta bara í mínum höndum. Það var fallega gert af honum,“ segir Aron og honum var augljóslega ekki skemmt. „Það var búin að vera mikil leynd yfir þessu. Ég er því augljóslega með tilboð frá þeim. Ég hef samt ekki skrifað undir neitt eða lofað neinu. Það er heldur ekki kominn neinn tími á þennan samning. Auðvitað er samt ánægjulegt að þeir vilji fá mig aftur.“Ræður þessu ekki sjálfur Málið er heldur ekki svo einfalt að Aron geti farið aftur til Kiel næsta sumar. Hann er með samning við Veszprém fram á sumar 2018 og Kiel yrði því að kaupa hann. Þess utan vill Veszprém alls ekki missa leikmanninn frábæra. „Eftir leikinn gegn Kiel fer ég í viðtal við staðarblaðið og segi að ef eitthvert lið vilji kaupa mig næsta sumar þá sé það ekki undir mér komið hvort ég fari. Það þurfi að fara í gegnum félagið. Þá var skrifað að ef eitthvert lið vildi kaupa mig þá væri ég klár. Alveg frábært hjá þeim. Svo vill Veszprém framlengja við mig og þess utan eru óformlegar fyrirspurnir frá öðrum félögum. Auðvitað er ég í frábærri stöðu og líður vel með það.“ Eins og Aron segir þá verður Veszprém að selja hann ef hann á að fara næsta sumar. „Ég er ekki búinn að ákveða mig og ég mun í seinasta lagi taka ákvörðun næsta sumar um hvað ég vil gera. Sú ákvörðun verður ekki auðveld. Mér líður vel í Ungverjalandi og hér er allt til alls. Eins og staðan er í dag er ég mjög sáttur.“ Handbolti Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Tímabilið hefur ekki farið nógu vel af stað hjá liði Arons Pálmarssonar, Veszprém, í Meistaradeildinni. Liðið tapaði fyrir Barcelona, 26-23, um helgina og er í fjórða sæti A-riðils með sex stig eftir fimm leiki. „Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er ég ekki sáttur. Mér finnst þetta lélegt miðað við liðið sem við erum með,“ segir Aron en hann var þá nýkominn heim til Ungverjalands eftir ferðalagið til Barcelona.Bara hugsað um Meistaradeildina Aron segist hafa spilað svona helming leikja Veszprém í deildinni heima en í ljósi yfirburða Veszprém í ungversku deildinni þá getur liðið hvílt lykilmenn eins og Aron er félaginu nánast hentar. „Það er bara verið að hugsa um Meistaradeildina. Ég spila alltaf gegn Szeged og svo eru kannski tvö önnur lið sem við erum aldrei að fara að tapa fyrir en eru samt allt í lagi. Það þarf aðeins að hafa fyrir þeim leikjum. Þá spila ég kannski í svona hálftíma. Það er helvíti fínt,“ segir Aron sem var oft plagaður af meiðslum í Þýskalandi. Þá var enginn tími til að jafna sig í sterkri deild. „Skrokkurinn á mér er mjög góður. Ég sleit liðband í litla putta á skothendinni í upphafi vetrar. Þá var ég frá í fjórar vikur en missti enga leiki í Meistaradeildinni. Nú finn ég ekkert fyrir hnjánum sem voru oft að plaga mig áður. Ég var eiginlega aldrei 100 prósent í Þýskalandi. Ég hef farið í tvær hnéaðgerðir og maður fékk aldrei tíma til að jafna sig almennilega og álagið var rosalega mikið. Ég var svona 90 prósent heill þegar best lét.“Stundum bannað að æfa Þó svo álagið hafi verið mikið í Þýskalandi þá er Aron feginn að hafa farið í gegnum þann harða skóla áður en hann fór til Ungverjalands þar sem honum er oft nánast pakkað inn í bómull. „Mér hefur stundum verið bannað að æfa hérna. Það kemur alltaf Íslendingurinn upp í manni að maður sé aldrei þreyttur og svona. Ég hef mætt á æfingu og mér hefur verið skipað að fara bara á hjólið þegar ég ætlaði að æfa. Þá hef ég viljað lyfta en ekki mátt lyfta of mikið. Það er smá munur að fara í þetta eftir að hafa verið hjá Alfreð. Ég er mjög ánægður að hafa byrjað hjá Alfreð því annars myndi ég bara æfa tvisvar-þrisvar í viku. Það er gott að hafa tekið skólann hjá Alfreð því allt annað er svo bara rólegheit,“ segir Aron léttur og hlær.Aron lætur vaða á markið í leik í Meistaradeildinni í vetur.vísir/epaÞegar Aron spilaði við Kiel í Meistaradeildinni á dögunum kom upp úr kafinu að hann væri búinn að fá samningstilboð frá Kiel. „Framkvæmdastjóri Kiel átti þá frábæru hugmynd að henda þessum upplýsingum í staðarblaðið í Kiel degi fyrir leik. Sagði að ég væri kominn með tilboð frá þeim og nú væri þetta bara í mínum höndum. Það var fallega gert af honum,“ segir Aron og honum var augljóslega ekki skemmt. „Það var búin að vera mikil leynd yfir þessu. Ég er því augljóslega með tilboð frá þeim. Ég hef samt ekki skrifað undir neitt eða lofað neinu. Það er heldur ekki kominn neinn tími á þennan samning. Auðvitað er samt ánægjulegt að þeir vilji fá mig aftur.“Ræður þessu ekki sjálfur Málið er heldur ekki svo einfalt að Aron geti farið aftur til Kiel næsta sumar. Hann er með samning við Veszprém fram á sumar 2018 og Kiel yrði því að kaupa hann. Þess utan vill Veszprém alls ekki missa leikmanninn frábæra. „Eftir leikinn gegn Kiel fer ég í viðtal við staðarblaðið og segi að ef eitthvert lið vilji kaupa mig næsta sumar þá sé það ekki undir mér komið hvort ég fari. Það þurfi að fara í gegnum félagið. Þá var skrifað að ef eitthvert lið vildi kaupa mig þá væri ég klár. Alveg frábært hjá þeim. Svo vill Veszprém framlengja við mig og þess utan eru óformlegar fyrirspurnir frá öðrum félögum. Auðvitað er ég í frábærri stöðu og líður vel með það.“ Eins og Aron segir þá verður Veszprém að selja hann ef hann á að fara næsta sumar. „Ég er ekki búinn að ákveða mig og ég mun í seinasta lagi taka ákvörðun næsta sumar um hvað ég vil gera. Sú ákvörðun verður ekki auðveld. Mér líður vel í Ungverjalandi og hér er allt til alls. Eins og staðan er í dag er ég mjög sáttur.“
Handbolti Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira