Glamour

Bobbi Brown yfirgefur sitt eigið fyrirtæki

Ritstjórn skrifar
Vörumerkið Bobbi Brown er heimsþekkt.
Vörumerkið Bobbi Brown er heimsþekkt. Mynd/Getty
Bobbi Brown mun yfirgefa fyrirtækið sem hún stofnaði sjálf fyrir 25 árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eesté Lauder sem á meirihlutann í fyrirtækinu. 

Bobbi ákvað að stofna sitt eigið förðunarmerki eftir á meðan hún starfaði sem förðunarfræðingur og átti í erfiðleikum með að finna varaliti sem hentuðu öllum húðlitum. Það eru margir sem þakka henni einnig fyrir að hafa komið "náttúrulegri" förðun á kortið. 

Ekki er vitað hvað Bobbi mun taka sér næst fyrir hendur en það verður líklegast eitthvað spennandi enda eru nóg af tækifærum fyrir hana út um allan heim. 






×