NBA: Russell Westbrook skoraði og skoraði en Thunder tapaði | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 07:30 Russell Westbrook var bæði nálægt þrennu og sigri í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en missti af báðum. Oklahoma City Thunder tapaði naumlega fyrir Atlanta Hawks þrátt fyrir 46 stig frá Westbrook. Það voru tveir aðrir leikmenn nálægt þrennu í nótt, Rajon Rondo hjá Chicago Bulls og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, en þeir fengu hinsvegar sigur að launum ólíkt Russell Westbrook.Paul Millsap skoraði sigurkörfuna í 110-108 sigri Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder. Steven Adams hélt hann hefði jafnað og tryggt Thunder framlengingu þegar hann tróð boltanum í körfuna eftir að hafa tekið sóknarfrákast af þriggja stiga skoti Russell Westbrook. Adams var örlítið of seinn því tíminn var runninn út. Russell Westbrook endaði leikinn með 46 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann tók 33 af 87 skotum síns liðs í leiknum. Það er samt eiginlega Andre Roberson að kenna að þrennan kom ekki í hús. Andre Roberson hitti aðeins úr 1 af 7 skotum eftir mögulegar stoðsendingar frá Westbrook í þessum leik. Roberson var alveg opinn í sex af þessum sjö skotum. Þýski bakvörðurinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá Atlanta Hawks með 31 stig en hetjan Paul Millsap kom næstur með 30 stig. Atlanta liðið þurfti ekki á Dwight Howard að halda en hann gat ekki spilað vegna stirðleika í baki.Jimmy Butler skoraði 19 stig og Rajon Rondo gældi við þrennuna þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á nágrönnum sínum í Detroit Pistons. Rondo endaði með 10 stig, 14 stoðsendingar og 8 fráköst. Chicago liðið endaði þarna þriggja leikja taphrinu. Taj Gibson hitti úr öllum átta skotum sínum og skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og þeir Dwyane Wade, Doug McDermott og Nikola Mirotic skoruðu allir 13 stig. Jon Leuer var stigahæstur í liði Detroit með 16 stig.Thaddeus Young tryggði Indiana Pacers 107-105 sigur á Washington Wizards þegar hann skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Paul George skoraði 27 stig fyrir Indiana og Jeff Teague var með 23 stig. Bradley Beal var með 22 stig fyrir Washington liðið og þeir Marcin Gortat (21 stig og 13 fráköst) og John Wall (19 stig, 10 stoðsendingar) voru báðir með tvennu.Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 15 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 115-108 heimasigur á Phoenix Suns. Andrew Wiggins bætti við 26 stigum og Zach LaVine skoraði 23 stig í þessum fyrsta heimasigri Minnesota Timberwolves síðan 17. nóvember. Eric Bledsoe var stigahæstur hjá Phoenix með 27 stig.Nikola Jokic var með 27 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 117-107 heimasigur á Dallas Mavericks. Gary Harris bætti við 24 stigum en Deron Williams var atkvæðamestur hjá Dallas með 23 stig og 8 stoðsendingar.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Denver Nuggets - Dallas Mavericks 117-107 Chicago Bulls - Detroit Pistons 113-82 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 115-108 Oklahoma City Thunder - Atlanta Hawks 108-110 Indiana Pacers - Washington Wizards 107-105 NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Russell Westbrook var bæði nálægt þrennu og sigri í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en missti af báðum. Oklahoma City Thunder tapaði naumlega fyrir Atlanta Hawks þrátt fyrir 46 stig frá Westbrook. Það voru tveir aðrir leikmenn nálægt þrennu í nótt, Rajon Rondo hjá Chicago Bulls og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, en þeir fengu hinsvegar sigur að launum ólíkt Russell Westbrook.Paul Millsap skoraði sigurkörfuna í 110-108 sigri Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder. Steven Adams hélt hann hefði jafnað og tryggt Thunder framlengingu þegar hann tróð boltanum í körfuna eftir að hafa tekið sóknarfrákast af þriggja stiga skoti Russell Westbrook. Adams var örlítið of seinn því tíminn var runninn út. Russell Westbrook endaði leikinn með 46 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann tók 33 af 87 skotum síns liðs í leiknum. Það er samt eiginlega Andre Roberson að kenna að þrennan kom ekki í hús. Andre Roberson hitti aðeins úr 1 af 7 skotum eftir mögulegar stoðsendingar frá Westbrook í þessum leik. Roberson var alveg opinn í sex af þessum sjö skotum. Þýski bakvörðurinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá Atlanta Hawks með 31 stig en hetjan Paul Millsap kom næstur með 30 stig. Atlanta liðið þurfti ekki á Dwight Howard að halda en hann gat ekki spilað vegna stirðleika í baki.Jimmy Butler skoraði 19 stig og Rajon Rondo gældi við þrennuna þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á nágrönnum sínum í Detroit Pistons. Rondo endaði með 10 stig, 14 stoðsendingar og 8 fráköst. Chicago liðið endaði þarna þriggja leikja taphrinu. Taj Gibson hitti úr öllum átta skotum sínum og skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og þeir Dwyane Wade, Doug McDermott og Nikola Mirotic skoruðu allir 13 stig. Jon Leuer var stigahæstur í liði Detroit með 16 stig.Thaddeus Young tryggði Indiana Pacers 107-105 sigur á Washington Wizards þegar hann skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Paul George skoraði 27 stig fyrir Indiana og Jeff Teague var með 23 stig. Bradley Beal var með 22 stig fyrir Washington liðið og þeir Marcin Gortat (21 stig og 13 fráköst) og John Wall (19 stig, 10 stoðsendingar) voru báðir með tvennu.Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 15 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 115-108 heimasigur á Phoenix Suns. Andrew Wiggins bætti við 26 stigum og Zach LaVine skoraði 23 stig í þessum fyrsta heimasigri Minnesota Timberwolves síðan 17. nóvember. Eric Bledsoe var stigahæstur hjá Phoenix með 27 stig.Nikola Jokic var með 27 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 117-107 heimasigur á Dallas Mavericks. Gary Harris bætti við 24 stigum en Deron Williams var atkvæðamestur hjá Dallas með 23 stig og 8 stoðsendingar.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Denver Nuggets - Dallas Mavericks 117-107 Chicago Bulls - Detroit Pistons 113-82 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 115-108 Oklahoma City Thunder - Atlanta Hawks 108-110 Indiana Pacers - Washington Wizards 107-105
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira