Glamour

Fyrsta herferð Dior undir stjórn Maria Grazia einblínir á sterkar konur

Ritstjórn skrifar
Sterkar konur eru í aðalhlutverki auglýsingarinnar.
Sterkar konur eru í aðalhlutverki auglýsingarinnar. Mynd/Dior
Maria Grazia frumsýndi sína fyrstu línu fyrir Dior í september. Í kjölfarið er nú búið að afhjúpa fyrstu auglýsingarherfeðina fyrir þetta sögufræga franska merki. Brigette Lacombe skaut herferðina, fyrirsæturnar eru systurnar May og Ruth Bell. 

Herferðin er partur af stærra verkefni sem kallast "konurnar á bakvið linsurnar". Auglýsingarnar eiga að einblína á fötin sem og konurnar sem klæðast þeim. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig Maria mun þróa þessa hugmynd áfram í næstu línum Dior. 








×