Bölvuð mandlan Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2016 07:00 Fyrir utan eina litla hefð þá eru jólin frábær. Við vitum öll um hvaða hefð er að ræða. Hefð sem hyglar sumum en leggur aðra nánast í einelti. Brýtur þá niður. Skilur einstaklinga eftir með sárt ennið ár eftir ár. Auðvitað er það bölvaður möndlugrauturinn. Maður hefði haldið að þetta fræ, sem blandað er saman við eftirrétti í sparifötunum, myndi lenda nokkuð jafnt í skálum fjölskyldumeðlima en svo virðist ekki vera. Eftir rúm 23 ár af þessari jarðvist hefur þetta drasl aldrei endað hjá mér. Á sama tíma heyrir maður aðra gorta sig af því að þeir muni keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í möndlugrautsáti eftir að hafa fengið möndluna þrjú ár í röð. Absúrd hreint út sagt. Það verður ekkert Tókýó 2020 fyrir mig. Ég veit ég á fleiri en eitt þjáningarsystkin og líklega fleiri en tvö. Hvert einasta ár er þetta eins. Grauturinn, sem er að vísu búðingur í tilfelli okkar fjölskyldu, er fram borinn og í brjósti manns kviknar barnsleg von um að þetta verði árið sem allt breytist. Fyrstu skálinni eru gerð skil, síðan annarri og til að fullkomna sjálfsfyrirlitninguna sporðrennirðu þeirri þriðju. Með hverri skeiðinni dofnar neistinn. Þú áttar þig smám saman á því að það hlakkar í einhverju skyldmenni þínu sem geymt hefur möndluna í kinninni og fylgst með þér borða þér til óbóta. Gleðileg fokking jól. Vandamálið er auðleyst. Ekki fleiri kramin hjörtu og brostnar vonir á aðfangadag. Björgum jólunum. Bönnum möndlugrautinn fyrir fullt og allt. P.S. Þessu algerlega ótengt og alveg út í bláinn. Ef fjölskyldan þín ákveður að gefa ekki gjafir um jólin þá er hún að reyna leiða þig í gildru.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun
Fyrir utan eina litla hefð þá eru jólin frábær. Við vitum öll um hvaða hefð er að ræða. Hefð sem hyglar sumum en leggur aðra nánast í einelti. Brýtur þá niður. Skilur einstaklinga eftir með sárt ennið ár eftir ár. Auðvitað er það bölvaður möndlugrauturinn. Maður hefði haldið að þetta fræ, sem blandað er saman við eftirrétti í sparifötunum, myndi lenda nokkuð jafnt í skálum fjölskyldumeðlima en svo virðist ekki vera. Eftir rúm 23 ár af þessari jarðvist hefur þetta drasl aldrei endað hjá mér. Á sama tíma heyrir maður aðra gorta sig af því að þeir muni keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í möndlugrautsáti eftir að hafa fengið möndluna þrjú ár í röð. Absúrd hreint út sagt. Það verður ekkert Tókýó 2020 fyrir mig. Ég veit ég á fleiri en eitt þjáningarsystkin og líklega fleiri en tvö. Hvert einasta ár er þetta eins. Grauturinn, sem er að vísu búðingur í tilfelli okkar fjölskyldu, er fram borinn og í brjósti manns kviknar barnsleg von um að þetta verði árið sem allt breytist. Fyrstu skálinni eru gerð skil, síðan annarri og til að fullkomna sjálfsfyrirlitninguna sporðrennirðu þeirri þriðju. Með hverri skeiðinni dofnar neistinn. Þú áttar þig smám saman á því að það hlakkar í einhverju skyldmenni þínu sem geymt hefur möndluna í kinninni og fylgst með þér borða þér til óbóta. Gleðileg fokking jól. Vandamálið er auðleyst. Ekki fleiri kramin hjörtu og brostnar vonir á aðfangadag. Björgum jólunum. Bönnum möndlugrautinn fyrir fullt og allt. P.S. Þessu algerlega ótengt og alveg út í bláinn. Ef fjölskyldan þín ákveður að gefa ekki gjafir um jólin þá er hún að reyna leiða þig í gildru.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun