Hatursummæli Óttar Guðmundsson skrifar 10. desember 2016 07:00 Íslendingar hafa frá landnámi verið móðgunargjörn þjóð. Gamlar lögbækur geyma alls kyns ákvæði um móðgandi ummæli og viðurlög við þeim. Hjalti Skeggjason var dæmdur fyrir níð um gömlu goðin í umróti kristnitökunnar. Ódámurinn Skarphéðinn Njálsson móðgaði helstu höfðingja landsins á Þingvöllum með alvarlegum afleiðingum. Langvinn meiðyrðamál hafa um aldir verið þjóðarsport Íslendinga. Lögreglan hefur nú tilkynnt að hún muni leggja aukna áherslu á svokölluð hatursummæli. Nýlega var gefin út ákæra á hendur þekktum útvarpsmönnum sem töluðu svo gáleysislega um kynlífsfræðslu skólabarna að einhverjir móðguðust. Lögreglan hefur lengi búið við vaxandi niðurskurð. Daglega berast fréttir að illa gangi að sinna venjulegum útköllum. Rannsókn á kynferðisbrotum og fjármálamisferli gengur hægt fyrir sig sakir manneklu. Átta árum eftir hrun er enn verið að skoða flókin fjársvikamál. Sárafáir lögreglumenn sinna eftirliti í fjölmennum byggðarlögum þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna. Í nýlegri skýrslu um löggæsluna stendur: „Lögreglan er ekki fær um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu (sic) vegna fjárskorts og manneklu.“ Á þessum erfiðu tímum er gleðiefni að lögreglan skuli finna svigrúm til að eltast við móðganir á opinberum vettvangi. Herða þarf róðurinn og setja á stofn sérstaka deild innan löggunnar sem hefur eftirlit með fjölmiðlum, netinu, Facebook og kommentakerfinu. Þar sem lögreglan fær engar nýjar fjárheimildir verður að hagræða innan stofnunarinnar og hætta rannsókn á smáglæpum eins og ofbeldi, innbrotum og ölvunarakstri og einbeita sér að hatursummælum. Þjóðin mun skilja og fagna þessari forgangsröðun enda er komið til móts við aldagamla móðgunarfíkn Íslendinga. Fari einhver að væla um ritskoðun eða tjáningarfrelsi má umsvifalaust lögsækja viðkomandi fyrir að hafa móðgað ríkissaksóknara. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Íslendingar hafa frá landnámi verið móðgunargjörn þjóð. Gamlar lögbækur geyma alls kyns ákvæði um móðgandi ummæli og viðurlög við þeim. Hjalti Skeggjason var dæmdur fyrir níð um gömlu goðin í umróti kristnitökunnar. Ódámurinn Skarphéðinn Njálsson móðgaði helstu höfðingja landsins á Þingvöllum með alvarlegum afleiðingum. Langvinn meiðyrðamál hafa um aldir verið þjóðarsport Íslendinga. Lögreglan hefur nú tilkynnt að hún muni leggja aukna áherslu á svokölluð hatursummæli. Nýlega var gefin út ákæra á hendur þekktum útvarpsmönnum sem töluðu svo gáleysislega um kynlífsfræðslu skólabarna að einhverjir móðguðust. Lögreglan hefur lengi búið við vaxandi niðurskurð. Daglega berast fréttir að illa gangi að sinna venjulegum útköllum. Rannsókn á kynferðisbrotum og fjármálamisferli gengur hægt fyrir sig sakir manneklu. Átta árum eftir hrun er enn verið að skoða flókin fjársvikamál. Sárafáir lögreglumenn sinna eftirliti í fjölmennum byggðarlögum þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna. Í nýlegri skýrslu um löggæsluna stendur: „Lögreglan er ekki fær um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu (sic) vegna fjárskorts og manneklu.“ Á þessum erfiðu tímum er gleðiefni að lögreglan skuli finna svigrúm til að eltast við móðganir á opinberum vettvangi. Herða þarf róðurinn og setja á stofn sérstaka deild innan löggunnar sem hefur eftirlit með fjölmiðlum, netinu, Facebook og kommentakerfinu. Þar sem lögreglan fær engar nýjar fjárheimildir verður að hagræða innan stofnunarinnar og hætta rannsókn á smáglæpum eins og ofbeldi, innbrotum og ölvunarakstri og einbeita sér að hatursummælum. Þjóðin mun skilja og fagna þessari forgangsröðun enda er komið til móts við aldagamla móðgunarfíkn Íslendinga. Fari einhver að væla um ritskoðun eða tjáningarfrelsi má umsvifalaust lögsækja viðkomandi fyrir að hafa móðgað ríkissaksóknara. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun