Ó, mín meðvirka þjóð Helga Vala Helgadóttir skrifar 12. desember 2016 07:00 Á dögunum fór fram ráðning í stöðu þingmanna Íslendinga. 63 manneskjur skyldu valdar úr hópi fjölda umsækjenda. Umsóknarferlið var ekkert sérstaklega langt en allir umsækjendur gerðu sitt til að telja okkur trú um ágæti sitt og ástæðu þess að þeir skyldu valdir. Á meðal umsækjenda voru einstaklingar sem áður hafa verið í vinnu hjá okkur. Þar á meðal þeir sem ekki hafa séð sér fært að mæta til vinnu undanfarna mánuði en hafa þó verið á fullum launum allan tímann. Vinnuveitendurnir vita af þessu. Við vitum að þessir tilteknu einstaklingar hafa lítið sem ekkert mætt til vinnu en gerum ekkert til að mótmæla því. Eftir að ráðið var í stöður þingmanna að nýju þann 29. október sl. hafa örfáir dagar liðið þar sem óskað hefur verið eftir starfskröftum þingmannanna en þessir sömu ekki enn séð sér fært að mæta í vinnu. Einhverra hluta vegna segjum við ekki neitt. Við látum eins og það sé fullkomlega eðlilegt að þiggja laun sem eru margföld meðallaun almenns borgara án þess að láta svo lítið að mæta til vinnu. Hvar annars staðar myndi slíkt vera samþykkt? Hvar annars staðar þætti það eðlilegt að þú tækir að þér opinbert starf og mættir bara ekkert? Er ekki kominn tími til að við fáum skrifstofustjóra Alþingis til að birta samantekt óútskýrðra fjarvista þingmanna svo við getum haft alvöru yfirsýn yfir mætingar þeirra, sem og að settar verði reglur um það hvernig taka eigi á svona skrópurum? Þetta geta ekki verið eðlileg skilaboð til annarra starfsmanna hins opinbera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun
Á dögunum fór fram ráðning í stöðu þingmanna Íslendinga. 63 manneskjur skyldu valdar úr hópi fjölda umsækjenda. Umsóknarferlið var ekkert sérstaklega langt en allir umsækjendur gerðu sitt til að telja okkur trú um ágæti sitt og ástæðu þess að þeir skyldu valdir. Á meðal umsækjenda voru einstaklingar sem áður hafa verið í vinnu hjá okkur. Þar á meðal þeir sem ekki hafa séð sér fært að mæta til vinnu undanfarna mánuði en hafa þó verið á fullum launum allan tímann. Vinnuveitendurnir vita af þessu. Við vitum að þessir tilteknu einstaklingar hafa lítið sem ekkert mætt til vinnu en gerum ekkert til að mótmæla því. Eftir að ráðið var í stöður þingmanna að nýju þann 29. október sl. hafa örfáir dagar liðið þar sem óskað hefur verið eftir starfskröftum þingmannanna en þessir sömu ekki enn séð sér fært að mæta í vinnu. Einhverra hluta vegna segjum við ekki neitt. Við látum eins og það sé fullkomlega eðlilegt að þiggja laun sem eru margföld meðallaun almenns borgara án þess að láta svo lítið að mæta til vinnu. Hvar annars staðar myndi slíkt vera samþykkt? Hvar annars staðar þætti það eðlilegt að þú tækir að þér opinbert starf og mættir bara ekkert? Er ekki kominn tími til að við fáum skrifstofustjóra Alþingis til að birta samantekt óútskýrðra fjarvista þingmanna svo við getum haft alvöru yfirsýn yfir mætingar þeirra, sem og að settar verði reglur um það hvernig taka eigi á svona skrópurum? Þetta geta ekki verið eðlileg skilaboð til annarra starfsmanna hins opinbera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu