Glamour

Gigi Hadid litar sig dökkhærða

Ritstjórn skrifar
Fyrirsætan hefur verið með ljósskollitað hár seinustu misseri.
Fyrirsætan hefur verið með ljósskollitað hár seinustu misseri. Mynd/Getty

Ofurfyrirsætan Gigi Hadid hefur lengi verið talin vera með ansi öfundsvert hár. Lengi vel var hún ljóshærð en seinasta árið hefur hárið smátt og smátt verið að dekkjast. Nú er það orðið alveg dökkt. 

Fyrirsætan frumsýndi nýja hárlitin þegar hún var á röltinu um New York borg á dögunum. Það verður að segjast að liturinn fer henni afar vel og það eru eflaust margar konur sem munu fá innblástur til þess að stíga í fótspor hennar. 

Hárliturinn er töluvert dekkri en hún hefur verið með áður. Getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.