Glamour

Kendall Jenner er nýtt andlit La Perla

Ritstjórn skrifar
Glæsileg Kendall í nýju herferðinni.
Glæsileg Kendall í nýju herferðinni. Mynd/Instagram

Ofurfyrirsætan Kendall Jenner er nýtt andlit vetrarherferðar La Perla. Undirfatamerkið þykir eitt það fínasta í heiminum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Kendall situr fyrir hjá La Perla hún tók þátt í feminískri herferð á vegum fyrirtækisins ásamt fleiri fyrirsætum í haust. 

Kendall er búin að eiga ótrúlegt ár í tískuheiminum þar sem hún hefur setið fyrir á forsíðu fjölda Vogue tímarita og verið andlit fatahönnuða og snyrtivörufyrirtækja. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.