Glamour

Jennifer Lawrence var rokkaraleg í prinsessukjól frá Dior

Ritstjórn skrifar
Myndir/getty

Þennan mánuðinn hefur leikkonan Jennifer Lawrence verið á fullu að kynna og frumsýna nýjustu kvikmynd sína, Passengers, um allan heim. Það er alltaf gaman að fylgjast með því sem J.Law klæðist enda er hún dugleg að breyta til. 

Það var þó hvíti Dior kjóllinn hennar sem hún klæddist á frumsýningu í fyrradag sem hefur staðið upp úr. Ekki nóg með að kjóllinn sjálfur er einstaklega fallegur þá ber leikkonan hann einstaklega vel. 

Þrátt fyrir að kjóllinn sé afar prinsessulegur náði Jennifer að setja sinn eigin svip á hann með því að klæðast dökkum varalit og með 'choker' hálsmen. 

Þvílíkt glæsileg í fallegum kjól.
Fallegur choker um hálsinn.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.