Glamour

Kraftgallinn er kominn aftur

Ritstjórn skrifar

Flestir kannast vel við klassíska kraftgallann sem hélt á mörgum hita í lok síðustu aldar en síðan þá hefur lítið sést til loðfóðraða kuldagallans. En núna er hann mættur aftur í öllu sínu veldi, ætli það sé nýtt kraftgallatrend í uppsiglingu?

Íslenska útivistarmerkið 66°Norður fagnar 90 ára afmæli sínu á þessu ári og að því tilefni var gerð sérstök afmælislína, í takmörkuðu upplagi, þar sem er að finna endurgerð af gömlum vinsælum flíkum eins og fyrrnefndum kraftgalla og líka nýjar flíkur þar sem innblástur var sóttur í arfleifð fyrirtækisins.

Kría jakkinn er líka kominn aftur en hann kom fyrst árið 1991 og flíspeysa í svipuðum stíl. Það er smá nostalgía að skoða þessar flíkur sem voru svo vinsælar hér á landi fyrir nokkrum árum síðan. Hægt er að skoða línuna í dag í búð 66°Norður á Laugaveginum milli 17.30 og 19.30, meira um það hér.  

Tískan fer svo sannarlega í hringi og hver veit nema við verðum flest komin í kraftgallann og Kría jakkann áður en langt um líður. Okkur yrði allavega ekki kalt, svo mikið er víst. 

Það er óhætt að segja að kraftgallinn kemur sér vel í vetrarhörkunni.
Kraftgalli, flíspeysa og samfestingur.
Úlpurnar í afmælislínunni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.