Íslenska útivistarmerkið 66°Norður fagnar 90 ára afmæli sínu á þessu ári og að því tilefni var gerð sérstök afmælislína, í takmörkuðu upplagi, þar sem er að finna endurgerð af gömlum vinsælum flíkum eins og fyrrnefndum kraftgalla og líka nýjar flíkur þar sem innblástur var sóttur í arfleifð fyrirtækisins.
Kría jakkinn er líka kominn aftur en hann kom fyrst árið 1991 og flíspeysa í svipuðum stíl. Það er smá nostalgía að skoða þessar flíkur sem voru svo vinsælar hér á landi fyrir nokkrum árum síðan. Hægt er að skoða línuna í dag í búð 66°Norður á Laugaveginum milli 17.30 og 19.30, meira um það hér.
Tískan fer svo sannarlega í hringi og hver veit nema við verðum flest komin í kraftgallann og Kría jakkann áður en langt um líður. Okkur yrði allavega ekki kalt, svo mikið er víst.


