Viðskipti innlent

Ráðnir framkvæmdastjórar hjá Samkaupum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stefán Ragnar Guðjónsson, Brynjar Steinarsson og Gunnar Egill Sigurðsson.
Stefán Ragnar Guðjónsson, Brynjar Steinarsson og Gunnar Egill Sigurðsson.
Þeir Gunnar Egill Sigurðsson, Stefán Ragnar Guðjónsson og Brynjar Steinarsson hafa verið ráðnir í nýjar framkvæmdastjórastöður hjá Samkaupum í kjölfar skipulagsbreytinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þremenningarnir hafa allir starfað hjá Samkaupum um nokkurra ára skeið en að því er segir í tilkynningu er markmið skipulagsbreytinganna að „að einfalda og skýra ábyrgðarsvið lykilstjórnenda félagsins og um leið styrkja grundvöllinn fyrir innleiðingu á nýrri stefnu Samkaupa.“

Nokkuð miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Samkaupa að undanförnu. Þannig var tilkynnt um það í byrjun nóvember að öllum Sakup Úrval- og Samkaup Strax-verslunum verði breytt á næstu tólf mánuðum og munu þær tilheyra nýrri keðju sem mun heita Kjörbúðin. Þá munu Samkaup rekar þrjár verslunarkeðjur: Nettó, Kjörbúðina og Krambúðina.

Í tilkynningu Samkaupa segir um framkvæmdastjórana þrjá:

Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs

Gunnar Egill er nýr framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Undir hann heyra nú, auk  reksturs allra verslana Samkaupa, markaðsmál og starfsmannamál. Gunnar Egill er menntaður viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og stundaði einnig nám við Otaru University of Commerce í Japan. Í dag er Gunnar í MBA námi við Babson College í Boston. Gunnar hefur starfað hjá Samkaupum frá árinu 2003, fyrst sem verslunarstjóri og síðar sem rekstrarstjóri. Gunnar hefur verið forstöðumaður verslunarsviðs Samkaupa síðan 2008.

Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri innkaupasviðs

Stefán er framkvæmdastjóri innkaupasviðs Samkaupa og stýrir allri aðfangakeðjunni. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og stundar í dag MBA nám við Stirling University í Skotlandi.  Stefán hóf ungur störf sem almennur starfsmaður í verslunum Samkaupa, hann varð síðar verslunarstjóri og loks rekstrarstjóri. Stefán hefur verið forstöðumaður innkaupa- og markaðssviðs Samkaupa síðan árið 2007.

Brynjar Steinarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Brynjar er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa. Undir hann munu heyra fjármál, upplýsingatækni og rekstur skrifstofu. Brynjar er menntaður viðskiptafræðingur frá háskólanum í Kristiansand auk þess að vera útskrifaður sem kerfisfræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Hann var skrifstofustjóri Kaupfélags Suðurnesja og starfaði við endurskoðun hjá Ernst & Young í Noregi.  Brynjar hefur verið forstöðumaður fjármálasviðs Samkaupa síðan 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×