Justin Timberlake tjáir sig um galladressið fræga

24. nóvember 2016
skrifar

Það muna flestir eftir því þegar Britney Spears og Justin Timberlake voru par og ákváðu að mæta umvafin gallaefni frá toppi til táar á VMA verðlaunahátíðina árið 2001. Myndir af þeim frá kvöldinu er það sem gerir þau sem par ódauðleg.

Timberlake var í viðtali á ástralskri útvarpsstöð þegar hann var spurður hvað hann hefði lært af bransanum frá því að hljómsveitin N'Sync hætti. Hann svaraði að ef að maður klæðist gallaefni við gallaefni þá verði það skjalfest um ókomna tíð. 

Hann bætti einnig við að þrátt fyrir að það hafi ekki verið raunin hjá þeim árið 2001 að þá er hægt að koma þessu trendi fallega frá sér. Við bíðum því spenntar eftir að Justin mæti aftur í gallajakkafötum á rauða dregilinn.