Finnur Freyr: Lélegasti leikur liðsins síðan ég tók við Kristinn Geir Friðriksson í DHL-höllinni skrifar 24. nóvember 2016 22:46 Finnur Freyr var ekki par sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. vísir/ernir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ekki par hrifinn af frammistöðu sinna manna gegn Njarðvík í kvöld. „Þetta er lélegsta frammistaða liðsins síðan ég tók við því, fyrir þremur árum. Á öllum vígstöðvum vorum við langt frá okkar besta. Við byrjum ágætlega og erum að hlaupa ágætan sóknarleik og erum að fá fín skot en sniðskotin fóru ekki niður. Opin skot frá okkar skyttum fóru ekki niður og þá verða hlutirnir erfiðir,“ sagði Finnur. „Frammistaðin í heild var einfaldlega langt fyrir neðan allar hellur og ekki okkur bjóðandi. En svona er þetta stundum; þegar þú spilar illa, taparðu. Það er svo einfalt.“ Lykilmenn KR áttu undarlegt kvöld, svo ekki verður meira sagt og þó Finnur hafi alls ekki kafað djúpt á bekkinn (aðeins 8 leikmenn komu við sögu) þá voru aðeins tveir byrjunarliðsmenn sem spiluðu síðustu fimm mínúturnar. „Ég var óánægður með allt liðið, við vorum búnir að vera að reyna hitt og þetta lunga leiks. það var ekki búið að ganga og þá verður maður að breyta einhverju og Arnór [Hermannsson], sérstaklega, kom með kraft inn. Strákur sem er búinn að vera að spila vel það sem af er vetri,“ sagði Finnur. „Ungu strákarnir stóðu sig vel en munurinn var orðinn of mikill þarna síðustu sex mínúturnar til þess að eiga raunhæfan möguleika, það hefði allt þurft að ganga upp. En þeir gerðu vel og börðust; gerðu þetta þannig að við gátum gengið nokkuð sómasamlega frá leiknum en frammistaðan bara djók.“ Aðspurður hvort liðið færi í naflaskoðun núna sagði Finnur: „Neinei, við skulum ekki tapa okkur. Við vitum alveg hvað við getum, stundum erum við í stuði og stundum ekki. Við vitum að við þurfum að vera betri. Við þurfum að taka skilaboðunum sem við fengum í þessum leik en ekki lesa of mikið í stöðuna,“ sagði Finnur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 61-72 | Frábær varnarleikur Njarðvíkinga gerði útslagið Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann 11 stiga sigur, 61-72, á Íslandsmeisturum KR í DHL-höllinni í 8. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 24. nóvember 2016 22:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ekki par hrifinn af frammistöðu sinna manna gegn Njarðvík í kvöld. „Þetta er lélegsta frammistaða liðsins síðan ég tók við því, fyrir þremur árum. Á öllum vígstöðvum vorum við langt frá okkar besta. Við byrjum ágætlega og erum að hlaupa ágætan sóknarleik og erum að fá fín skot en sniðskotin fóru ekki niður. Opin skot frá okkar skyttum fóru ekki niður og þá verða hlutirnir erfiðir,“ sagði Finnur. „Frammistaðin í heild var einfaldlega langt fyrir neðan allar hellur og ekki okkur bjóðandi. En svona er þetta stundum; þegar þú spilar illa, taparðu. Það er svo einfalt.“ Lykilmenn KR áttu undarlegt kvöld, svo ekki verður meira sagt og þó Finnur hafi alls ekki kafað djúpt á bekkinn (aðeins 8 leikmenn komu við sögu) þá voru aðeins tveir byrjunarliðsmenn sem spiluðu síðustu fimm mínúturnar. „Ég var óánægður með allt liðið, við vorum búnir að vera að reyna hitt og þetta lunga leiks. það var ekki búið að ganga og þá verður maður að breyta einhverju og Arnór [Hermannsson], sérstaklega, kom með kraft inn. Strákur sem er búinn að vera að spila vel það sem af er vetri,“ sagði Finnur. „Ungu strákarnir stóðu sig vel en munurinn var orðinn of mikill þarna síðustu sex mínúturnar til þess að eiga raunhæfan möguleika, það hefði allt þurft að ganga upp. En þeir gerðu vel og börðust; gerðu þetta þannig að við gátum gengið nokkuð sómasamlega frá leiknum en frammistaðan bara djók.“ Aðspurður hvort liðið færi í naflaskoðun núna sagði Finnur: „Neinei, við skulum ekki tapa okkur. Við vitum alveg hvað við getum, stundum erum við í stuði og stundum ekki. Við vitum að við þurfum að vera betri. Við þurfum að taka skilaboðunum sem við fengum í þessum leik en ekki lesa of mikið í stöðuna,“ sagði Finnur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 61-72 | Frábær varnarleikur Njarðvíkinga gerði útslagið Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann 11 stiga sigur, 61-72, á Íslandsmeisturum KR í DHL-höllinni í 8. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 24. nóvember 2016 22:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 61-72 | Frábær varnarleikur Njarðvíkinga gerði útslagið Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann 11 stiga sigur, 61-72, á Íslandsmeisturum KR í DHL-höllinni í 8. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 24. nóvember 2016 22:00