Glamour

Karl Lagerfeld og Lily-Rose Depp prýða forsíðu franska Vogue

Ritstjórn skrifar

Foríðufyrirsætur desembertölublaðs franska Vogue eru ekki af verri endanum þetta árið. Þau Karl Lagerfeld og Lily-Rose Depp sitja fyrir saman en myndirnar voru teknar af fatahönnuðinum, fyrrverandi yfirhönnuði Saint Laurent, Hedi Slimane. 

Depp prýðir ekki aðeins þessa Vogue forsíðu, heldur einnig breska Vogue, fyrir þennan mánuð. Hún er einnig andlit Chanel no. 5 ilmvatnsins svo að hún og Karl eru því tilvalið par á forsíðunni. Karl er einnig gestaritstjóri blaðsins að þessu sinni. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.