Viðskipti innlent

Reyndur starfsmaður Landsbankans kærður fyrir fjárdrátt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Starfsmaðurinn hefur unnið við bókhald í lengri tíma hjá Landsbankanum.
Starfsmaðurinn hefur unnið við bókhald í lengri tíma hjá Landsbankanum. vísir/Andri Marinó
Starfsmaður Landsbankans hefur verið rekinn vegna gruns um fjárdrátt. Umræddur starfsmaður hefur starfað hjá bankanum í lengri tíma við bókhald. Upphæðin sem starfsmaðurinn er sakaður um að hafa dregið sér nemur á fjórða tug milljóna króna samkvæmt heimildum Vísis. 

Þær upplýsingar fengust hjá Landsbankanum að umræddur starfsmaður hefði starfað í höfuðstöðvum Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur. Málið væri nú í höndum lögreglu sem færi með rannsókn málsins. Frekari upplýsingar yrðu ekki veittar að svo stöddu.

Skammt er síðan upp komst um hinn meinta fjárdrátt en samkvæmt heimildum Vísis hefur áður kviknað grunur á meðal samstarfsmanna að pottur væri brotinn hjá viðkomandi starfsmanni. Samstarfsmönnum var tilkynnt um brottreksturinn í dag. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×