Steindi kennir á Maraþon Now Tinni Sveinsson 29. nóvember 2016 12:00 Steindi fer yfir það hvernig hægt er að finna sér eitthvað gott til að glápa á. Nú í haust setti Stöð 2 nýja streymisveitu í loftið, Maraþon Now. Í henni er hægt að horfa á efni stöðvarinnar í vefspilara á netinu, snjallsímum, spjaldtölvum, Apple TV og í myndlyklum Símans. Aðgangur að þjónustunni fæst fyrir 2.990 krónur á mánuði. Steindi Jr. var nýlega fenginn til þess að tala inn á kennslumyndbönd fyrir þjónustuna en hægt er að sjá þau í spilurunum hér fyrir neðan. Þar fer hann á einfaldan máta í gegnum innskráningarferlið og hvernig hægt er að finna sér eitthvað skemmtilegt til að glápa á.„Við bjóðum upp á þessa nýja streymisveitu þannig að það fólk geti til dæmis horft á heilar þáttaraðir þegar því hentar, sagði Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þegar þjónustan var kynnt til leiks. „Þarna er hægt að horfa á gríðarlegt magn af efni sem Stöð 2 hefur framleitt í gegnum tíðina. Við erum búin að dæla inn á þessa veitu. Það er mjög mikið efni komið inn sem hefur ekki verið aðgengilegt lengi.“Á Stöð 2 Maraþon Now er að finna fjölda vandaðra íslenskra þáttaraða, sjónvarpsefni frá HBO, talsett barnaefni, erlendar þáttaraðir, kvikmyndir fyrir alla fjölskylduna, áhugavert heimildarefni, matreiðsluþætti, tónleika og ótal margt fleira. „Sérstaða okkar er augljós. Íslenska efnið er ekki til staðar hjá öðrum. Auk þess erum við með talsett barnaefni í hundruðum klukkustunda og allt efni HBO. Þeir þættir teljast vera eitt besta gæðaefni sem framleitt er í sjónvarpi í dag,“ sagði Sævar. Þeir sem eru með áskrift að Stöð 2 fyrir fá þessa þjónustu frítt. Aðrir geta keypt hana á 2.990 krónur á mánuði. Hægt er að prófa þjónustuna frítt í þrjá daga áður en ákveðið er hvort eigi að kaupa hana. Nánar á 2now.is. Mest lesið „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Sesselja nýr forstjóri Genis Viðskipti innlent Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Viðskipti innlent Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Samstarf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Nú í haust setti Stöð 2 nýja streymisveitu í loftið, Maraþon Now. Í henni er hægt að horfa á efni stöðvarinnar í vefspilara á netinu, snjallsímum, spjaldtölvum, Apple TV og í myndlyklum Símans. Aðgangur að þjónustunni fæst fyrir 2.990 krónur á mánuði. Steindi Jr. var nýlega fenginn til þess að tala inn á kennslumyndbönd fyrir þjónustuna en hægt er að sjá þau í spilurunum hér fyrir neðan. Þar fer hann á einfaldan máta í gegnum innskráningarferlið og hvernig hægt er að finna sér eitthvað skemmtilegt til að glápa á.„Við bjóðum upp á þessa nýja streymisveitu þannig að það fólk geti til dæmis horft á heilar þáttaraðir þegar því hentar, sagði Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þegar þjónustan var kynnt til leiks. „Þarna er hægt að horfa á gríðarlegt magn af efni sem Stöð 2 hefur framleitt í gegnum tíðina. Við erum búin að dæla inn á þessa veitu. Það er mjög mikið efni komið inn sem hefur ekki verið aðgengilegt lengi.“Á Stöð 2 Maraþon Now er að finna fjölda vandaðra íslenskra þáttaraða, sjónvarpsefni frá HBO, talsett barnaefni, erlendar þáttaraðir, kvikmyndir fyrir alla fjölskylduna, áhugavert heimildarefni, matreiðsluþætti, tónleika og ótal margt fleira. „Sérstaða okkar er augljós. Íslenska efnið er ekki til staðar hjá öðrum. Auk þess erum við með talsett barnaefni í hundruðum klukkustunda og allt efni HBO. Þeir þættir teljast vera eitt besta gæðaefni sem framleitt er í sjónvarpi í dag,“ sagði Sævar. Þeir sem eru með áskrift að Stöð 2 fyrir fá þessa þjónustu frítt. Aðrir geta keypt hana á 2.990 krónur á mánuði. Hægt er að prófa þjónustuna frítt í þrjá daga áður en ákveðið er hvort eigi að kaupa hana. Nánar á 2now.is.
Mest lesið „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Sesselja nýr forstjóri Genis Viðskipti innlent Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Viðskipti innlent Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Samstarf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira