Fataskápur Díönu prinsessu verður opnaður á nýrri sýningu Ritstjórn skrifar 16. nóvember 2016 12:00 Díana var mest ljósmyndaða manneskja heims. Myndir/Getty Á næsta ári verða orðin 20 ár frá því að Díana prinsessa lést ásamt kærasta sínum, Dodis Fayed, í bílslysi í París. Rúman áratug áður en hún lést var Díana ein frægasta kona heims og mest ljósmyndaða manneskjan. Hún vakti athygli fyrir klæðaburð sinn hvert sem hún fór og voru fjölmiðlar duglegir að rýna í nánast allt sem hún klæddist. Til þess að heiðra minningu prinsessunnar á að opna sýningu í Kensington Palace þar sem hún bjó í 15 ár á meðan hún var með Karli bretaprins. Það verða til sýnis mörg af hennar frægustu og eftirminnilegustu dressum. Á meðal þess sem verður til sýnis verður bleika blússan sem hún klæddist þegar þau Karl tilkynntu um trúlofin sína, svarti flauelskjóllinn sem hún klæddist þegar hún dansaði við John Travolta í Hvíta Húsinu og margt fleira. Í tilefni sýningarinnar verður gerður sérstakur blómagarður aðeins úr hvítum blómum sem á að standa fyrir líf Díönu og hennar persónulega stíl. Sýningin opnar í febrúar 2017 í Kensington Palace í London. Mest lesið Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Ódýrast að versla Louis Vuitton í Bretlandi Glamour David Beckham leikur í sinni fyrstu kvikmynd Glamour Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Óskiljanleg tískustefna Kim Kardashian Glamour Ilmpartý hjá Andreu Maack Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Glamour
Á næsta ári verða orðin 20 ár frá því að Díana prinsessa lést ásamt kærasta sínum, Dodis Fayed, í bílslysi í París. Rúman áratug áður en hún lést var Díana ein frægasta kona heims og mest ljósmyndaða manneskjan. Hún vakti athygli fyrir klæðaburð sinn hvert sem hún fór og voru fjölmiðlar duglegir að rýna í nánast allt sem hún klæddist. Til þess að heiðra minningu prinsessunnar á að opna sýningu í Kensington Palace þar sem hún bjó í 15 ár á meðan hún var með Karli bretaprins. Það verða til sýnis mörg af hennar frægustu og eftirminnilegustu dressum. Á meðal þess sem verður til sýnis verður bleika blússan sem hún klæddist þegar þau Karl tilkynntu um trúlofin sína, svarti flauelskjóllinn sem hún klæddist þegar hún dansaði við John Travolta í Hvíta Húsinu og margt fleira. Í tilefni sýningarinnar verður gerður sérstakur blómagarður aðeins úr hvítum blómum sem á að standa fyrir líf Díönu og hennar persónulega stíl. Sýningin opnar í febrúar 2017 í Kensington Palace í London.
Mest lesið Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Ódýrast að versla Louis Vuitton í Bretlandi Glamour David Beckham leikur í sinni fyrstu kvikmynd Glamour Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Óskiljanleg tískustefna Kim Kardashian Glamour Ilmpartý hjá Andreu Maack Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Glamour