Fjárfesting ríkisins í kvikmyndageiranum skilar sér tvöfalt til baka Sæunn Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2016 07:00 Fyrir skemmstu var hluti kvikmyndarinnar Justice League tekinn upp í Djúpavík. Myndin er ein fjölmargra stórra mynda sem brúkað hafa Ísland sem tökustað. Vísir/Jón Halldórsson/Jason Momoa/Twitter Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. Þetta kom fram í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, aðjunkts við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ágúst Ólafur hefur rannsakað hagræn áhrif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi í samstarfi við aðila í geiranum. „Samtals er bein og óbein velta framleiðslu og dreifingar á sjónvarps- og kvikmyndaefni um 45 milljarðar króna. Veltan er líklega hærri en þessi tala í raun og veru,“ sagði Ágúst Ólafur. Hann benti á að gríðarleg gróska hefði verið í greininni frá hruni. „Veltan í framleiðslu, dreifingu, kvikmyndasýningum og stað-starfsemi tvöfaldaðist frá 2008 til 2014 upp í 20,3 milljarða. Til að setja veltuna í samhengi má benda á að hún er litlu minni en velta kjötiðnaðarins eða mjólkurafurða. Til samanburðar er velta hótela og gististaða um 45 milljarðar króna,“ sagði hann. „Hún er tíu sinnum meiri en velta bókaútgáfu í landinu.“ Ágúst Ólafur benti á að störfum í greininni hefði líka farið fjölgandi. „Fjöldi ársverka er um 1.300 sem er á við þrjú stóriðjuverkefni. Bein og óbein áhrif eru um 2.000 ársverk.“ Skatttekjur hins opinbera vegna umsvifa aðila í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum eru um 7,3 milljarðar króna, auk þess eru skatttekjur hins opinbera vegna áhrifa þeirra á ferðamannafjölda metnar á um 4,6 milljarða króna. Fjórtán prósent aðspurðra sögðu í könnun Ferðamannastofu alþjóðlegt myndrænt efni skýra ferð sína til Íslands og jafngildir þetta rúmlega fjögurra milljarða veltu. „Auðvitað tökum við þessum tölum með fyrirvara,“ sagði Ágúst Ólafur. „Samanlagt eru þetta um 12 milljarðar króna sem hið opinbera fær í auknar skatttekjur vegna sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins. Þá er ekki búið að taka inn stefgjöld eða hagnað fyrirtækja. Á móti eru framlög ríkisins til kvikmyndaiðnaðarins ásamt öllum framlögum til Ríkisútvarpsins tæpir 5,9 milljarðar króna,“ sagði Ágúst Ólafur. Eins og fréttavefurinn Vísir hefur greint frá hefur endurgreiðsla á framleiðslukostnaði kvikmynda úr ríkissjóði verið 20 prósent frá árinu 1999 og námu endurgreiðslur í fyrra vegna þessa 793 milljónum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. Þetta kom fram í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, aðjunkts við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ágúst Ólafur hefur rannsakað hagræn áhrif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi í samstarfi við aðila í geiranum. „Samtals er bein og óbein velta framleiðslu og dreifingar á sjónvarps- og kvikmyndaefni um 45 milljarðar króna. Veltan er líklega hærri en þessi tala í raun og veru,“ sagði Ágúst Ólafur. Hann benti á að gríðarleg gróska hefði verið í greininni frá hruni. „Veltan í framleiðslu, dreifingu, kvikmyndasýningum og stað-starfsemi tvöfaldaðist frá 2008 til 2014 upp í 20,3 milljarða. Til að setja veltuna í samhengi má benda á að hún er litlu minni en velta kjötiðnaðarins eða mjólkurafurða. Til samanburðar er velta hótela og gististaða um 45 milljarðar króna,“ sagði hann. „Hún er tíu sinnum meiri en velta bókaútgáfu í landinu.“ Ágúst Ólafur benti á að störfum í greininni hefði líka farið fjölgandi. „Fjöldi ársverka er um 1.300 sem er á við þrjú stóriðjuverkefni. Bein og óbein áhrif eru um 2.000 ársverk.“ Skatttekjur hins opinbera vegna umsvifa aðila í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum eru um 7,3 milljarðar króna, auk þess eru skatttekjur hins opinbera vegna áhrifa þeirra á ferðamannafjölda metnar á um 4,6 milljarða króna. Fjórtán prósent aðspurðra sögðu í könnun Ferðamannastofu alþjóðlegt myndrænt efni skýra ferð sína til Íslands og jafngildir þetta rúmlega fjögurra milljarða veltu. „Auðvitað tökum við þessum tölum með fyrirvara,“ sagði Ágúst Ólafur. „Samanlagt eru þetta um 12 milljarðar króna sem hið opinbera fær í auknar skatttekjur vegna sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins. Þá er ekki búið að taka inn stefgjöld eða hagnað fyrirtækja. Á móti eru framlög ríkisins til kvikmyndaiðnaðarins ásamt öllum framlögum til Ríkisútvarpsins tæpir 5,9 milljarðar króna,“ sagði Ágúst Ólafur. Eins og fréttavefurinn Vísir hefur greint frá hefur endurgreiðsla á framleiðslukostnaði kvikmynda úr ríkissjóði verið 20 prósent frá árinu 1999 og námu endurgreiðslur í fyrra vegna þessa 793 milljónum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira