Glamour

Bráðum verður hægt að versla á Instagram

Ritstjórn skrifar
Það verður þæginlegt að geta verslað föt beint í gegnum Instagram án milliliða.
Það verður þæginlegt að geta verslað föt beint í gegnum Instagram án milliliða. Mynd/Getty

Instagram hefur kynnt nýja uppfærslu sem gerir notendum kleift að versla vörur beint af samfélagsmiðlinum. Hingað til hefur verið hægt að versla vörur af Instagram í gegnum síður þriðja aliða en nú verður það hægt milliliðalaust. 

Samfélagsmiðillinn er enn að þróa og laga til þennan nýja eiginleika en þau eru komin í samstarf við hin ýmsu fatafyrirtæki til þess að prófa sig áfram. 

Þetta mun líklegast auka sölu hjá þeim fyrirtækjum sem taka þátt enda eru viðskiptavinir ávallt að leita af einföldustu og fljótlegustu leiðunum til þess að versla á netinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.