Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 101-79 | Sannfærandi hjá Keflavík Guðmundur Steinarsson í Sláturhúsinu skrifar 3. nóvember 2016 22:00 Keflavík bar sigurorð af Tindastól, 101-79, í 5. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Það voru ólkík hlutskipti liðina í síðustu umferð sem voru mætt í TM-höllina í kvöld. Keflavík tapaði frekar sannfærandi fyrir Stjörnunni á meðan Tindastóll rúllaði yfir Njarðvíkinga í Síkinu. Tindastóll á góðu skriði eftir tap í fyrstu umferð, voru þeir búnir að vinna þrjá leiki í röð. Keflavík að sama skapi í jó-jó stemmningu með tvo sigra og tvö töp og virðast enn vera að átta sig á brotthvarfi Harðar Axels Vilhjálmssonar. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti sótt fast að körfunni og voru hreyfanlegir í sókninni. Þessi kraftmikla byrjun virtist slá Tindastól útaf laginu. Heimamenn keyrðu upp hraðan eins og þeim finnst hvað skemmtilegast að gera. Stólarnir féllu í þá gryfja að ætla að reyna að halda í við Keflavík og réðu bara alls ekki við það. Heimamenn gengu á lagið og fengu fullt að auðveldum körfum ásamt því að þeir hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Bekkurinn hjá Keflavík var í stuði og skilaði 20 stigum í fyrri hálfleik á móti 2 stigum frá bekk Tindastóls. Keflvík leiddi í hálfleik með 21 stigi eða 53-32. Costa þjálfari Tindastóls hefur farið vel yfir hlutina í hálfleik, því Stólarnir mættu grimmir í þriðja leikhluta. Svakalega grimmir í vörninni sem færði þeim auðveldar körfur. Þriggja stiga skotin fóru að detta ofaní hjá þeim og söxuðu þeir jafnt og þétt á heimamenn sem virtust skelkaðir á þessari barráttu í Tindastól. Stólar vinna þriðja leikhluta með 14 stigum og það munaði því ekki nema 7 stigum fyrir loka fjórunginn. En þetta áhlaup Tindastóls tók greinilega of mikla orku frá þeim, því í loka fjórðungnum voru þeir orðnir þreyttir. Keflavík gekk á lagið og fór að setja skotin sín aftur ofaní. Amin Stevens fór á kostum í fjórða leikhluta og skoraði að vild. Leikur rann sitt skeið og sanngjarn sigur heimamanna staðreynd.Af hverju vann Keflavík? Fyrst og fremst var það góð byrjun sem skóp sigur Keflvíkngar. Þeir keyrðu yfir Tindastól í fyrri hálfleik og komu sér í þægilega stöðu fyrir seinni hálfleik. Bekkurinn hjá Keflavík, þeir Davíð Páll, Andrés og Ágúst Orra komu allir hrikalega vel inná í fyrri hálfleik með gott framlag. Mikilvægt fyrir lið að geta spilað á sem flestum mönnum og ná þannig að halda krafti í leiknum allan leikinn. Að sama skapi var ekki mikið að gerast hjá bekk Tindastóls.Bestu menn vallarins: Amin Stevens var framúrskarandi í kvöld 35 stig, 19 fráköst þar af 9 sóknarfráköst og 5 stoðsendingar. Maðurinn var óstöðvandi, þar fyrir utan spilaði hann hörku vörn á Samb og náði að halda honum frá körfunni á löngum köflum. Gummi Jóns var einnig öflugur í kvöld settu 7 af 10 þristum niður.Tölfræði sem vakti athygli: Þriggja stiga hittni Keflavíkinga, en 7 leikmenn settu þriggja stiga skot í kvöld. Fór Gummi Jóns þar fremstur með 70% nýtingu. Stevens var einnig með flotta nýtingu í kvöld, 70% fyrir inna þriggja og 100% fyrir utan, nýtti eina þriggja stiga skotið sitt. Vítanýting Keflvíkinga var fullkominn en þeir settu öll 16 vítaskot sín níður á meðan Tindastóll var með 72% nýtingu. Keflavík var með forystu nánast allan leikinn eða í 39 mínútur og 44 sekúndur af þeim 40 mínútum sem spilaðar voru. Það segir til um yfirburðina í kvöld.Hvað gekk illa? Tindastól gekk illa að ráða við hraðan leik Keflvíkinga. Í stað þess að reyna að hægja á leiknum og lengja sóknirnar sínar, þá fóru þeir í eltingaleik við heimamenn. Það er löngu vitað að Keflavík elskar að spila hraðan bolta og það er ótrúlegt að sjá lið falla í þessa gryfju og reyna elta þá. Sérstaklega þegar Keflavík byrjar með slíkum látum og þeir gerðu í kvöld. Lykilmenn Tindastóls brugðust í kvöld og bekkurinn í raun líka. Lið sem telur sig geta orðið meistari verður að geta treyst á fleiri leikmenn en þá sem byrja leikinn.Viðtöl sem tekin voru eftir leikinn má sjá í spilaranum hér að ofan.Tölfræði leiks: Keflavík-Tindastóll 101-79 (25-19, 28-13, 20-34, 28-13) Keflavík: Amin Khalil Stevens 35/19 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 23/5 fráköst, Magnús Már Traustason 13, Davíð Páll Hermannsson 9, Andrés Kristleifsson 8, Reggie Dupree 8/7 fráköst, Andri Daníelsson 3, Ágúst Orrason 2, Daði Lár Jónsson 0/6 fráköst/5 stoðsendingar. Tindastóll: Mamadou Samb 22/8 fráköst/4 varin skot, Pétur Rúnar Birgisson 20/4 fráköst/6 stoðsendingar, Cristopher Caird 19/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 8/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8/5 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 2.Bein lýsing: Keflavík - TindastóllTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Keflavík bar sigurorð af Tindastól, 101-79, í 5. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Það voru ólkík hlutskipti liðina í síðustu umferð sem voru mætt í TM-höllina í kvöld. Keflavík tapaði frekar sannfærandi fyrir Stjörnunni á meðan Tindastóll rúllaði yfir Njarðvíkinga í Síkinu. Tindastóll á góðu skriði eftir tap í fyrstu umferð, voru þeir búnir að vinna þrjá leiki í röð. Keflavík að sama skapi í jó-jó stemmningu með tvo sigra og tvö töp og virðast enn vera að átta sig á brotthvarfi Harðar Axels Vilhjálmssonar. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti sótt fast að körfunni og voru hreyfanlegir í sókninni. Þessi kraftmikla byrjun virtist slá Tindastól útaf laginu. Heimamenn keyrðu upp hraðan eins og þeim finnst hvað skemmtilegast að gera. Stólarnir féllu í þá gryfja að ætla að reyna að halda í við Keflavík og réðu bara alls ekki við það. Heimamenn gengu á lagið og fengu fullt að auðveldum körfum ásamt því að þeir hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Bekkurinn hjá Keflavík var í stuði og skilaði 20 stigum í fyrri hálfleik á móti 2 stigum frá bekk Tindastóls. Keflvík leiddi í hálfleik með 21 stigi eða 53-32. Costa þjálfari Tindastóls hefur farið vel yfir hlutina í hálfleik, því Stólarnir mættu grimmir í þriðja leikhluta. Svakalega grimmir í vörninni sem færði þeim auðveldar körfur. Þriggja stiga skotin fóru að detta ofaní hjá þeim og söxuðu þeir jafnt og þétt á heimamenn sem virtust skelkaðir á þessari barráttu í Tindastól. Stólar vinna þriðja leikhluta með 14 stigum og það munaði því ekki nema 7 stigum fyrir loka fjórunginn. En þetta áhlaup Tindastóls tók greinilega of mikla orku frá þeim, því í loka fjórðungnum voru þeir orðnir þreyttir. Keflavík gekk á lagið og fór að setja skotin sín aftur ofaní. Amin Stevens fór á kostum í fjórða leikhluta og skoraði að vild. Leikur rann sitt skeið og sanngjarn sigur heimamanna staðreynd.Af hverju vann Keflavík? Fyrst og fremst var það góð byrjun sem skóp sigur Keflvíkngar. Þeir keyrðu yfir Tindastól í fyrri hálfleik og komu sér í þægilega stöðu fyrir seinni hálfleik. Bekkurinn hjá Keflavík, þeir Davíð Páll, Andrés og Ágúst Orra komu allir hrikalega vel inná í fyrri hálfleik með gott framlag. Mikilvægt fyrir lið að geta spilað á sem flestum mönnum og ná þannig að halda krafti í leiknum allan leikinn. Að sama skapi var ekki mikið að gerast hjá bekk Tindastóls.Bestu menn vallarins: Amin Stevens var framúrskarandi í kvöld 35 stig, 19 fráköst þar af 9 sóknarfráköst og 5 stoðsendingar. Maðurinn var óstöðvandi, þar fyrir utan spilaði hann hörku vörn á Samb og náði að halda honum frá körfunni á löngum köflum. Gummi Jóns var einnig öflugur í kvöld settu 7 af 10 þristum niður.Tölfræði sem vakti athygli: Þriggja stiga hittni Keflavíkinga, en 7 leikmenn settu þriggja stiga skot í kvöld. Fór Gummi Jóns þar fremstur með 70% nýtingu. Stevens var einnig með flotta nýtingu í kvöld, 70% fyrir inna þriggja og 100% fyrir utan, nýtti eina þriggja stiga skotið sitt. Vítanýting Keflvíkinga var fullkominn en þeir settu öll 16 vítaskot sín níður á meðan Tindastóll var með 72% nýtingu. Keflavík var með forystu nánast allan leikinn eða í 39 mínútur og 44 sekúndur af þeim 40 mínútum sem spilaðar voru. Það segir til um yfirburðina í kvöld.Hvað gekk illa? Tindastól gekk illa að ráða við hraðan leik Keflvíkinga. Í stað þess að reyna að hægja á leiknum og lengja sóknirnar sínar, þá fóru þeir í eltingaleik við heimamenn. Það er löngu vitað að Keflavík elskar að spila hraðan bolta og það er ótrúlegt að sjá lið falla í þessa gryfju og reyna elta þá. Sérstaklega þegar Keflavík byrjar með slíkum látum og þeir gerðu í kvöld. Lykilmenn Tindastóls brugðust í kvöld og bekkurinn í raun líka. Lið sem telur sig geta orðið meistari verður að geta treyst á fleiri leikmenn en þá sem byrja leikinn.Viðtöl sem tekin voru eftir leikinn má sjá í spilaranum hér að ofan.Tölfræði leiks: Keflavík-Tindastóll 101-79 (25-19, 28-13, 20-34, 28-13) Keflavík: Amin Khalil Stevens 35/19 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 23/5 fráköst, Magnús Már Traustason 13, Davíð Páll Hermannsson 9, Andrés Kristleifsson 8, Reggie Dupree 8/7 fráköst, Andri Daníelsson 3, Ágúst Orrason 2, Daði Lár Jónsson 0/6 fráköst/5 stoðsendingar. Tindastóll: Mamadou Samb 22/8 fráköst/4 varin skot, Pétur Rúnar Birgisson 20/4 fráköst/6 stoðsendingar, Cristopher Caird 19/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 8/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8/5 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 2.Bein lýsing: Keflavík - TindastóllTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn