Glamour

Það er kominn tími til að safna hári

Ritstjórn skrifar
Systurnar Kim og Kourtney Kardashian eru báðar búnar að vera með ansi sítt hár upp á síðkastið.
Systurnar Kim og Kourtney Kardashian eru báðar búnar að vera með ansi sítt hár upp á síðkastið. Myndir/Getty
Seinustu ár hefur verið í tísku að klippa á sér hárið stutt. Nú eru hinsvegar stjörnurnar farnar að skarta ansi síðu hári sem segir manni það að nú sé kominn tími til að fara að safna hári á nýjan leik. 

Það er þó mikilvægt að taka fram að flestar þessara stjarna eru með einhverskonar hárlengingar enda er ekki auðvelt að safna svo síðu hári, hvað þá á skömmum tíma. 

Þegar maður ætlar sér að safna hári er mikilvægt að halda endunum heilbrigðum með því að fara í klippingu á þriggja mánaða fresti, rétt svo til að særa af endunum. Góðar hárolíur og hitavarar geta líka verið nauðsynlegar fyrir þurrt hár.

Rihanna með mittissítt hár á dögunum.Instagram/Skjáskot
Lady Gaga er flott með sitt síða ljósa hár.
Ariana Grande hefur lengi verið með sítt hár en hún er nánast alltaf með það tekið upp.
Naomi Campbell einstaklega flott með sítt svart hár.
Jourdan Dunn skipti úr axlasíðum ´Bob´yfir í sítt hár.

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.