Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Ritstjórn skrifar 31. október 2016 17:30 Harry Bretaprins er algjört sjarmatröll. Mynd/Getty Eftirsóttasti piparsveinn Bretlands, Harry Bretaprins, er sagður vera búinn að slá sér upp með bandarísku leikkonunni Meghan Markle. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Suits. Samkvæmt fjölmiðlum í Bretlandi hefur Meghan nú þegar hitt Vilhjálm Bretaprins og Katrínu konu hans og hún átti að hafa passað vel í hópinn. Harry hefur átt í nokkrum ástarsamböndum í gegnum tíðina en aldrei hefur neitt gengið upp til lengri tíma. Ef að þessar sögusagnir eru réttar þá verður það að teljast til stórtíðinda enda er Harry sá fimmti í röðinni til þess að verða Bretakonungur. Við vonum bara að Meghan sé tilbúin í alla þá fjölmiðlaathygli sem fylgir því að vera í konungsfjölskyldunni.Meghan er þekktust fyrir hlutverksitt í lögfræðiþáttunum Suits.Mynd/Getty Mest lesið Crocs skór á tískupallinn Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Dress dagsins í anda Stranger Things Glamour Kate Moss mætir á Cannes í fyrsta skiptið í 15 ár Glamour Berum á okkur andlitsmaska Glamour Metnaðargræðgi Korkimon Glamour Airwaves: Síðir frakkar og bros á vör Glamour Þreytti frumraun sína á hátískuvikunni fyrir Chanel Glamour Ólétt að sínu þriðja barni Glamour
Eftirsóttasti piparsveinn Bretlands, Harry Bretaprins, er sagður vera búinn að slá sér upp með bandarísku leikkonunni Meghan Markle. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Suits. Samkvæmt fjölmiðlum í Bretlandi hefur Meghan nú þegar hitt Vilhjálm Bretaprins og Katrínu konu hans og hún átti að hafa passað vel í hópinn. Harry hefur átt í nokkrum ástarsamböndum í gegnum tíðina en aldrei hefur neitt gengið upp til lengri tíma. Ef að þessar sögusagnir eru réttar þá verður það að teljast til stórtíðinda enda er Harry sá fimmti í röðinni til þess að verða Bretakonungur. Við vonum bara að Meghan sé tilbúin í alla þá fjölmiðlaathygli sem fylgir því að vera í konungsfjölskyldunni.Meghan er þekktust fyrir hlutverksitt í lögfræðiþáttunum Suits.Mynd/Getty
Mest lesið Crocs skór á tískupallinn Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Dress dagsins í anda Stranger Things Glamour Kate Moss mætir á Cannes í fyrsta skiptið í 15 ár Glamour Berum á okkur andlitsmaska Glamour Metnaðargræðgi Korkimon Glamour Airwaves: Síðir frakkar og bros á vör Glamour Þreytti frumraun sína á hátískuvikunni fyrir Chanel Glamour Ólétt að sínu þriðja barni Glamour