Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Ritstjórn skrifar 24. október 2016 09:00 Met Gala er ein stærsta tískusamkoma ársins. Mynd/Getty Á hverju ári fer Met Gala fram í New York en það er gert til að fagna árlegum sýningum sem eru settar upp í Met safninu. Þema sýningarinnar er svo í hávegum haft á rauða dreglinum við opnun hverrar sýningar. Gala kvöldið er haldið af CFDA sem er tískuakademía Bandaríkjana. Þetta árið var tæknin í fyrirrúmi eða "Manus x machina" og voru flestir gestir sem að tóku þátt í þemanu á einn eða annan hátt. Í seinustu viku var tilkynnt um þemað fyrir Met Gala á næsta ári en opnun sýningarinnar fer fram fyrsta mánudaginn í maí á hverju ári. Í þetta skiptið verður fatahönnuðurinn Rei Kawakubo heiðruð en hún stofnaði merkið Commes Des Garcons. Þetta er afar merkilegt val þar sem hún verður aðeins annar hönnuðurinn sem er heiðraður á meðan hann er á lífi. Sá fyrri var Yves Saint Laurent árið 1983. Það verður forvitnilegt að sjá hverju stjörnurnar munu klæðast á rauða dreglinum á næsta hvað varðar þemað. Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Aimee Song í Bláa Lóninu Glamour Rodarte x &Other Stories Glamour Sólgleraugnatrendin fyrir sumarið Glamour Vinsælustu skórnir í dag Glamour Förum glitrandi inn í jólin Glamour Sáu svart á Golden Globes í ár Glamour Smekklegir tískusýningagestir hjá Dior Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour Prófum hvíta skó fyrir sumarið Glamour
Á hverju ári fer Met Gala fram í New York en það er gert til að fagna árlegum sýningum sem eru settar upp í Met safninu. Þema sýningarinnar er svo í hávegum haft á rauða dreglinum við opnun hverrar sýningar. Gala kvöldið er haldið af CFDA sem er tískuakademía Bandaríkjana. Þetta árið var tæknin í fyrirrúmi eða "Manus x machina" og voru flestir gestir sem að tóku þátt í þemanu á einn eða annan hátt. Í seinustu viku var tilkynnt um þemað fyrir Met Gala á næsta ári en opnun sýningarinnar fer fram fyrsta mánudaginn í maí á hverju ári. Í þetta skiptið verður fatahönnuðurinn Rei Kawakubo heiðruð en hún stofnaði merkið Commes Des Garcons. Þetta er afar merkilegt val þar sem hún verður aðeins annar hönnuðurinn sem er heiðraður á meðan hann er á lífi. Sá fyrri var Yves Saint Laurent árið 1983. Það verður forvitnilegt að sjá hverju stjörnurnar munu klæðast á rauða dreglinum á næsta hvað varðar þemað.
Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Aimee Song í Bláa Lóninu Glamour Rodarte x &Other Stories Glamour Sólgleraugnatrendin fyrir sumarið Glamour Vinsælustu skórnir í dag Glamour Förum glitrandi inn í jólin Glamour Sáu svart á Golden Globes í ár Glamour Smekklegir tískusýningagestir hjá Dior Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour Prófum hvíta skó fyrir sumarið Glamour