Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 100-72 | Ljónunum drekkt í Síkinu Ólafur Haukur Tómasson í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 27. október 2016 20:45 Pétur Rúnar Birgisson og félagar unnu risasigur. vísir/anton brink Tindastóll gerði sér lítið fyrir og kaffærði Njarðvíkingum í fjórðu umferð Domino‘s deildar karla í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Leikurinn endaði 100-72, Tindastól í vil og var þessi sigur aldrei í hættu. Leikmenn Tindastóls mættu af gífurlegum krafti í leikinn og voru Njarðvíkingar engan veginn klárir í þennan leik. Munurinn á liðunum eftir fyrsta leikhluta var sextán stig og staðan í hálfleik var 51-28 fyrir heimamenn. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik og undir lok þriðja leikhluta var munurinn á liðunum orðinn yfir fjörtíu stig. Í fjórða leikhluta náðu Njarðvíkingar aðeins að klóra í bakkan og minnka muninn en svo gáfu Stólarnir aðeins í aftur og unnu leikinn með 28 stiga mun, 100-72.Af hverju vann Tindastóll leikinn? Í einföldu máli voru þeir bara svo mikið betri en Njarðvíkingar í þessum leik. Vörnin hjá þeim var frábær og sóknin mjög fjölbreytt og góð. Þeir áttu alla lausa bolta á báðum helmingum vallarins og fráköstuðu miklu meira, stálu fleiri boltum, skutu betur og vörðust betur. Byrjun leiksins spilaði líklega stóran þátt inn í og gaf heimamönnum blóð á tennurnar og virtist drepa niður alla þá von og trú sem Njarðvíkingar hafa átt áður en leikurinn hófst.Betu menn vallarins? Það er hugsanlega ósanngjarnt að taka út einn eða tvo úr liði Tindastóls sem stóðu sig betur en aðrir þar sem liðsheildin spilaði stóran þátt í þessum sigri þeirra. Það er þó erfitt að horfa framhjá þeim Mamadou Samb, sem gerði 29 stig og átti 13 fráköst, og Hafþóri Björgvini Ríkharðsyni, sem skoraði 24 stig, þar af tvo þrista, átti níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þeir Stefan Bonneau og Jackson Corbin voru atkvæðamestir hjá Njarðvíkingum, báðir með fimmtán stig en hvorugur náði þó að setja almennilegt mark á leikinn – nema Corbin sem náði að taka út einn af dómurum leiksins þegar þeir skullu saman og snéri hann ekki aftur til baka inn á völlinn.Áhugaverð tölfræði? Tindastóll var yfir í öllum þáttum körfuboltans í kvöld. Þeir hirtu 52 fráköst á móti 26 fráköstum Njarðvíkinga, þeir skutu mikið betur, stálu mikið fleiri boltum og skoruðu meira úr fráköstum og unnum boltum. Áhugaverðast hlýtur þó að vera að aðeins fjögur af þessum hundrað stigum Tindastóls í kvöld komu af vítalínunni.Daníel Guðmundsson: Þetta var mjög absúrt! „Það fór allt úrskeiðis hjá okkur,“ sagði Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir stórtapið gegn Tindastól í Síkinu í kvöld. „Það gekk ekkert upp hjá okkur. Þeir ýttu okkur út úr öllu sem við ætluðum að gera sóknarlega og við vorum ekki að bregðast við því eins og við áttum að gera. Við gripum boltann alltof langt frá þeim stöðum sem við eigum að grípa hann, nýttum okkur ekki að þeir yfirdekkuðu okkur og við vorum alveg út í þessum leik,“ Njarðvíkingar lentu undir á öllum sviðum leiksins í kvöld og þar á meðal í fráköstum en Stólarnir áttu nær alla lausa bolta í leiknum. Sú staðreynd fór ekki vel í Daníel. „Það virðist ekki skipta miklu máli hvað við reynum að brýna á að það þurfi að stíga þá út því þeir taka jafn mörg sóknarfráköst og við tökum varnarfráköst í leiknum. Þetta var mjög absúrt og ekkert lið vinnur leik þannig,“ Stefan Bonneau átti stórleik í tapi Njarðvíkur gegn Stjörnunni í síðustu umferð en hann náði sér ekki á strik í kvöld og spilaði frekar lítið, af hverju var það? „Hann náði sér ekki á strik hérna í kvöld. Ég hélt honum bara frá fleiri mínútum í kvöld og ætluðum ekkert of geyst með hann því við vorum að tapa með þrjátíu, fjörtíu stigum og þarf ekki að láta hann hlaupa af sér öll horn,“Pétur Rúnar: Við verðum betri með hverri vikunni Leikmenn Tindastóls voru frábærir í kvöld og unnu yfirburðasigur en hvað var það sem var lykillinn að þessu að mati Péturs Rúnars Birgissonar, leikmanns Tindastóls? „Vörnin og liðsandinn, við gerðum þetta allt saman. Það voru allir að skora og þetta var mjög jafnt í fyrri hálfleik hjá okkur. Allir lögðu sitt af mörkum og þetta bara small,“ Frábær byrjun heimamanna átti stóran þátt í sigrinum og sagði Pétur að þeir hafi verið staðráðnir í að byrja af krafti og reyna að gera út um leikinn sem fyrst og þvinga Njarðvíkinga í erfiðar stöður. „Þetta var bara góður undirbúningur og við ætluðum að reyna að lemja járnið á meðan það var heitt og ráðast á þá í byrjun og klára þetta strax. Þegar þeir hafa Bonneau inn á þá eru þeir frekar litlir svo við ætluðum að reyna að vera búnir að klára þá á þeim tíma svo þeir myndu þurfa að reyna að skjóta sig inn í leikinn,“ Mamadou Samb, leikmaður Tindastóls, hefur legið undir smá gagnrýni í upphafi móts og hafa komið upp spurningar um hvort hann sé nægilega góður fyrir þetta lið en hann var frábær í kvöld og segir Pétur sína menn mjög ánægða með hann. „Hann skilur ekki umtalið um sig en það var smá skellur á móti KR og við erum kannski ekkert voðalega vanir að nota svona leikmann sem er svona stór og á smá erfitt með að hreyfa sig. Hann átti erfitt gegn KR en hefur verið frábær síðan og við ánægðir með hann,“ Tindastóll hóf leiktíðina á tapi en hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Pétur segist ánægður með þá þróun sem liðið er að sína. „Við verðum betri með hverri vikunni sem líður.“Jose Maria Costa: Við áttum engar daufar mínútur „Ég er mjög ánægður. Liðið okkar var mjög gott í kvöld og við spiluðum mjög sterka vörn á þeirra bestu leikmenn, við gerðum nær allt fullkomið í fyrri hálfleiknum,“ sagði Jose Costa, þjálfari Tindastóls eftir leikinn. „Einbeitingin var mjög góð í upphafi leiksins en lykillinn við áttum engar daufar mínútur í leiknum, við vorum alltaf með fulla einbeitingu þó spilamennskan var ekki alltaf fullkomin,“ Í síðasta leik þótti lið Tindastóls eiga mjög kaflaskiptan leik þegar þeir unnu ÍR en þeir brugðust vel við því að mati Costa og segist mjög ánægður með gang mála hjá sínum mönnum. „Markmiðið er að við spilum fleiri góðar mínútur en slæmar. Við erum að reyna og verðum betri með hverjum deginum. Við erum ungt lið og framfarirnar verða miklar og við sýndum það í kvöld,“ Eins og segir áður hafa verið sett smá spurningamerki við Mamadou Samb, nýjan leikman Tindastóls, en hann var frábær í dag og vildi Costa ekki tala um hann sem einstaka leikmann og sagði hann mikilvægan hluta af liðsheildinni. „Við erum að byggja lið og reynum að verða betri. Við spiluðum fínt í fyrsta leiknum, betur í öðrum, enn betur í þriðja og okkar besta leik í dag. Samb er hluti af þessu liði, hann er ekki bara „útlendingur“ í liðinu okkar. Hann er hluti af liðsheildinni og ef hann og aðrir spila vel þá verður liðið gott,“Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Tindastóll gerði sér lítið fyrir og kaffærði Njarðvíkingum í fjórðu umferð Domino‘s deildar karla í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Leikurinn endaði 100-72, Tindastól í vil og var þessi sigur aldrei í hættu. Leikmenn Tindastóls mættu af gífurlegum krafti í leikinn og voru Njarðvíkingar engan veginn klárir í þennan leik. Munurinn á liðunum eftir fyrsta leikhluta var sextán stig og staðan í hálfleik var 51-28 fyrir heimamenn. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik og undir lok þriðja leikhluta var munurinn á liðunum orðinn yfir fjörtíu stig. Í fjórða leikhluta náðu Njarðvíkingar aðeins að klóra í bakkan og minnka muninn en svo gáfu Stólarnir aðeins í aftur og unnu leikinn með 28 stiga mun, 100-72.Af hverju vann Tindastóll leikinn? Í einföldu máli voru þeir bara svo mikið betri en Njarðvíkingar í þessum leik. Vörnin hjá þeim var frábær og sóknin mjög fjölbreytt og góð. Þeir áttu alla lausa bolta á báðum helmingum vallarins og fráköstuðu miklu meira, stálu fleiri boltum, skutu betur og vörðust betur. Byrjun leiksins spilaði líklega stóran þátt inn í og gaf heimamönnum blóð á tennurnar og virtist drepa niður alla þá von og trú sem Njarðvíkingar hafa átt áður en leikurinn hófst.Betu menn vallarins? Það er hugsanlega ósanngjarnt að taka út einn eða tvo úr liði Tindastóls sem stóðu sig betur en aðrir þar sem liðsheildin spilaði stóran þátt í þessum sigri þeirra. Það er þó erfitt að horfa framhjá þeim Mamadou Samb, sem gerði 29 stig og átti 13 fráköst, og Hafþóri Björgvini Ríkharðsyni, sem skoraði 24 stig, þar af tvo þrista, átti níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þeir Stefan Bonneau og Jackson Corbin voru atkvæðamestir hjá Njarðvíkingum, báðir með fimmtán stig en hvorugur náði þó að setja almennilegt mark á leikinn – nema Corbin sem náði að taka út einn af dómurum leiksins þegar þeir skullu saman og snéri hann ekki aftur til baka inn á völlinn.Áhugaverð tölfræði? Tindastóll var yfir í öllum þáttum körfuboltans í kvöld. Þeir hirtu 52 fráköst á móti 26 fráköstum Njarðvíkinga, þeir skutu mikið betur, stálu mikið fleiri boltum og skoruðu meira úr fráköstum og unnum boltum. Áhugaverðast hlýtur þó að vera að aðeins fjögur af þessum hundrað stigum Tindastóls í kvöld komu af vítalínunni.Daníel Guðmundsson: Þetta var mjög absúrt! „Það fór allt úrskeiðis hjá okkur,“ sagði Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir stórtapið gegn Tindastól í Síkinu í kvöld. „Það gekk ekkert upp hjá okkur. Þeir ýttu okkur út úr öllu sem við ætluðum að gera sóknarlega og við vorum ekki að bregðast við því eins og við áttum að gera. Við gripum boltann alltof langt frá þeim stöðum sem við eigum að grípa hann, nýttum okkur ekki að þeir yfirdekkuðu okkur og við vorum alveg út í þessum leik,“ Njarðvíkingar lentu undir á öllum sviðum leiksins í kvöld og þar á meðal í fráköstum en Stólarnir áttu nær alla lausa bolta í leiknum. Sú staðreynd fór ekki vel í Daníel. „Það virðist ekki skipta miklu máli hvað við reynum að brýna á að það þurfi að stíga þá út því þeir taka jafn mörg sóknarfráköst og við tökum varnarfráköst í leiknum. Þetta var mjög absúrt og ekkert lið vinnur leik þannig,“ Stefan Bonneau átti stórleik í tapi Njarðvíkur gegn Stjörnunni í síðustu umferð en hann náði sér ekki á strik í kvöld og spilaði frekar lítið, af hverju var það? „Hann náði sér ekki á strik hérna í kvöld. Ég hélt honum bara frá fleiri mínútum í kvöld og ætluðum ekkert of geyst með hann því við vorum að tapa með þrjátíu, fjörtíu stigum og þarf ekki að láta hann hlaupa af sér öll horn,“Pétur Rúnar: Við verðum betri með hverri vikunni Leikmenn Tindastóls voru frábærir í kvöld og unnu yfirburðasigur en hvað var það sem var lykillinn að þessu að mati Péturs Rúnars Birgissonar, leikmanns Tindastóls? „Vörnin og liðsandinn, við gerðum þetta allt saman. Það voru allir að skora og þetta var mjög jafnt í fyrri hálfleik hjá okkur. Allir lögðu sitt af mörkum og þetta bara small,“ Frábær byrjun heimamanna átti stóran þátt í sigrinum og sagði Pétur að þeir hafi verið staðráðnir í að byrja af krafti og reyna að gera út um leikinn sem fyrst og þvinga Njarðvíkinga í erfiðar stöður. „Þetta var bara góður undirbúningur og við ætluðum að reyna að lemja járnið á meðan það var heitt og ráðast á þá í byrjun og klára þetta strax. Þegar þeir hafa Bonneau inn á þá eru þeir frekar litlir svo við ætluðum að reyna að vera búnir að klára þá á þeim tíma svo þeir myndu þurfa að reyna að skjóta sig inn í leikinn,“ Mamadou Samb, leikmaður Tindastóls, hefur legið undir smá gagnrýni í upphafi móts og hafa komið upp spurningar um hvort hann sé nægilega góður fyrir þetta lið en hann var frábær í kvöld og segir Pétur sína menn mjög ánægða með hann. „Hann skilur ekki umtalið um sig en það var smá skellur á móti KR og við erum kannski ekkert voðalega vanir að nota svona leikmann sem er svona stór og á smá erfitt með að hreyfa sig. Hann átti erfitt gegn KR en hefur verið frábær síðan og við ánægðir með hann,“ Tindastóll hóf leiktíðina á tapi en hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Pétur segist ánægður með þá þróun sem liðið er að sína. „Við verðum betri með hverri vikunni sem líður.“Jose Maria Costa: Við áttum engar daufar mínútur „Ég er mjög ánægður. Liðið okkar var mjög gott í kvöld og við spiluðum mjög sterka vörn á þeirra bestu leikmenn, við gerðum nær allt fullkomið í fyrri hálfleiknum,“ sagði Jose Costa, þjálfari Tindastóls eftir leikinn. „Einbeitingin var mjög góð í upphafi leiksins en lykillinn við áttum engar daufar mínútur í leiknum, við vorum alltaf með fulla einbeitingu þó spilamennskan var ekki alltaf fullkomin,“ Í síðasta leik þótti lið Tindastóls eiga mjög kaflaskiptan leik þegar þeir unnu ÍR en þeir brugðust vel við því að mati Costa og segist mjög ánægður með gang mála hjá sínum mönnum. „Markmiðið er að við spilum fleiri góðar mínútur en slæmar. Við erum að reyna og verðum betri með hverjum deginum. Við erum ungt lið og framfarirnar verða miklar og við sýndum það í kvöld,“ Eins og segir áður hafa verið sett smá spurningamerki við Mamadou Samb, nýjan leikman Tindastóls, en hann var frábær í dag og vildi Costa ekki tala um hann sem einstaka leikmann og sagði hann mikilvægan hluta af liðsheildinni. „Við erum að byggja lið og reynum að verða betri. Við spiluðum fínt í fyrsta leiknum, betur í öðrum, enn betur í þriðja og okkar besta leik í dag. Samb er hluti af þessu liði, hann er ekki bara „útlendingur“ í liðinu okkar. Hann er hluti af liðsheildinni og ef hann og aðrir spila vel þá verður liðið gott,“Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira