Glamour

Vetrarúlpan í ár?

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty

Nú er fyrsti snjórinn fallinn í höfuðborginni og því kominn tími að draga fram vetrarklæðin af alvöru. Mögulega er þó nóg að fara bara eina ferð í geymsluna?

Ef marka má hinn nýkrýnda konung tískuheimsins, Demna Gvasalia, yfirhönnuð Balenciaga og stofnanda Vetements, þá eru þetta heitustu vetrarjakkar ársins. Kunnuglegir ekki satt? 

Þeir minna óneitanlega á vetrartískuna undir lok níunda áratugsins, bæði sniðið og litirnir. Spurning um að fara að grafa í geymslum bæjarins, ef ekki til að nota sjálfur þá til að selja hæstbjóðanda ... þetta er hipsteraflík ársins að mati Glamour. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.