Mikil gróska í nýsköpun: Fjárfest fyrir 9,6 milljarða í sprotafyrirtækjum á árinu Sæunn Gísladóttir skrifar 12. október 2016 10:00 Stærsta fjárfestingin á síðasta ári var 30 milljón dollara fjárfesting NEA í CCP. Mynd/CCP Frá fjórða ársfjórðungi 2015 fram til lok þriðja ársfjórðungs 2016 var fjárfest í nýsköpun á Íslandi fyrir 83,7 milljónir dollara, jafnvirði 9,6 milljarða íslenskra króna, samkvæmt tölum Norðurskautsins. Ein mjög stór fjárfesting var á tímabilinu í CCP sem nam 30 milljónum dollara, sé hún tekin út fyrir sviga nam heildarfjárfesting 53,7 milljónum dollara, jafnvirði 6,1 milljarðs króna. Á árinu hefur verið tilkynnt um samtals 26 fjárfestingar, níu á fjórða ársfjórðungi 2015, sjö á fyrsta ársfjórðungi 2016, fjórar á þeim öðrum og loks sex á síðasta ársfjórðungi. Stór hluti fjármagnsins, 60,3 milljónir dollara af þessum 83,7 miljónum dollara, eða um 72 prósent hafa komið erlendis frá.Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Icelandic StartupsMeðalfjárfesting nam 4,08 milljónum dollara, 467 milljónum króna, á síðasta ársfjórðungi sem er fjórum sinnum meira en meðalfjárfesting á öðrum ársfjórðungi og hæsta meðalfjárfestingin frá því að Norðurskautið fór að hefja mælingar (sé fjárfestingin í CCP tekin út fyrir sviga). „Við erum mjög ánægð með þessa þróun, bæði að upphæð fjárfestinganna er að hækka og að uppruni fjárfestingarinnar sé í auknum mæli frá útlöndum,“ segir Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups. „Þetta er hvort tveggja til marks um batnandi ástand.“ „Mikið af fyrirtækjum sem hafa verið að gera það gott á síðustu árum eru nú komin í seinni fjármögnunarlotur þar sem þau geta fengið stuðning frá stærri erlendum sjóðum,“ segir Oddur. Oddur bætir við að viðhorf erlendra fjárfesta til Íslands hafi breyst í kjölfar jákvæðra frétta, til að mynda áætlana um afnám gjaldeyrishafta. Hann segist mikið hafa rætt gjaldeyrishöftin við erlenda kollega og að þeir séu að átta sig betur á því að þetta sé ekki eins áhættusamt og þeir halda þegar þeir heyra orðið gjaldeyrishöft. „Þegar þeir heyra um hvað ástandið og senan hefur batnað og hvað fyrirtækin lofa góðu, þá blasir ástandið aðeins öðruvísi við.“ Vert er að nefna að innlendir sjóðir, á borð við Nýsköpunarsjóð, Frumtak II og Eyri Invest, hafa verið mjög duglegir að fjárfesta í sprotum á árinu.„Sjóðirnir eiga stóran þátt í því að bæta frumkvöðlaumhverfið á síðasta áratug, ekki bara með beinni fjárfestingu heldur einnig með tengslanetum sínum og því að miðla þekkingu sinni til íslenskra frumkvöðla,“ segir Oddur Sturluson. Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Frá fjórða ársfjórðungi 2015 fram til lok þriðja ársfjórðungs 2016 var fjárfest í nýsköpun á Íslandi fyrir 83,7 milljónir dollara, jafnvirði 9,6 milljarða íslenskra króna, samkvæmt tölum Norðurskautsins. Ein mjög stór fjárfesting var á tímabilinu í CCP sem nam 30 milljónum dollara, sé hún tekin út fyrir sviga nam heildarfjárfesting 53,7 milljónum dollara, jafnvirði 6,1 milljarðs króna. Á árinu hefur verið tilkynnt um samtals 26 fjárfestingar, níu á fjórða ársfjórðungi 2015, sjö á fyrsta ársfjórðungi 2016, fjórar á þeim öðrum og loks sex á síðasta ársfjórðungi. Stór hluti fjármagnsins, 60,3 milljónir dollara af þessum 83,7 miljónum dollara, eða um 72 prósent hafa komið erlendis frá.Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Icelandic StartupsMeðalfjárfesting nam 4,08 milljónum dollara, 467 milljónum króna, á síðasta ársfjórðungi sem er fjórum sinnum meira en meðalfjárfesting á öðrum ársfjórðungi og hæsta meðalfjárfestingin frá því að Norðurskautið fór að hefja mælingar (sé fjárfestingin í CCP tekin út fyrir sviga). „Við erum mjög ánægð með þessa þróun, bæði að upphæð fjárfestinganna er að hækka og að uppruni fjárfestingarinnar sé í auknum mæli frá útlöndum,“ segir Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups. „Þetta er hvort tveggja til marks um batnandi ástand.“ „Mikið af fyrirtækjum sem hafa verið að gera það gott á síðustu árum eru nú komin í seinni fjármögnunarlotur þar sem þau geta fengið stuðning frá stærri erlendum sjóðum,“ segir Oddur. Oddur bætir við að viðhorf erlendra fjárfesta til Íslands hafi breyst í kjölfar jákvæðra frétta, til að mynda áætlana um afnám gjaldeyrishafta. Hann segist mikið hafa rætt gjaldeyrishöftin við erlenda kollega og að þeir séu að átta sig betur á því að þetta sé ekki eins áhættusamt og þeir halda þegar þeir heyra orðið gjaldeyrishöft. „Þegar þeir heyra um hvað ástandið og senan hefur batnað og hvað fyrirtækin lofa góðu, þá blasir ástandið aðeins öðruvísi við.“ Vert er að nefna að innlendir sjóðir, á borð við Nýsköpunarsjóð, Frumtak II og Eyri Invest, hafa verið mjög duglegir að fjárfesta í sprotum á árinu.„Sjóðirnir eiga stóran þátt í því að bæta frumkvöðlaumhverfið á síðasta áratug, ekki bara með beinni fjárfestingu heldur einnig með tengslanetum sínum og því að miðla þekkingu sinni til íslenskra frumkvöðla,“ segir Oddur Sturluson.
Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira