Er útvítt loksins komið til að vera? Ritstjórn skrifar 17. október 2016 19:00 Glamour/Getty Útvíðar buxnaskálmar hafa hægt og bítandi verið að koma inn á tískuradarinn án þess þó að tröllríða öllu. Ætli það sé komið að því þetta misserið? Við allavega mælum með því að fjárfesta í einum útvíðum buxum fyrir veturinn til að eiga sem mótvægi við þröngu buxurnar sem hafa verið ráðandi undanfarin ár. Hér eru nokkur snið sem má gefa gaum í leitinni að hinum fullkomna sniði. Gallabuxur Gallabuxur með útvíðum skálmum passa við allt, gott er að para saman við flotta peysu, skyrtu og jafnvel belti. Dekkri tónar af gallabuxunum eru alltaf vinsælar á þessum árstíma þó að kóngablái liturinn sé alltaf flottur. Stuttar skálmar: Stuttar buxur með víðum skálmum er flott að para saman við ökklastígvélin og leyfir þeim að njóta sín, annað en síðar skálmar. Það má fara í alveg vel útvítt eða í minna - bæði er betra. Útvíðar jakkafatabuxur með broti: Þessa tegund af buxum má nota við jakkafatajakka eða poppa upp með litríkum peysum og skyrtum. Það er gaman að klæða buxurnar „niður“, eins og það kallast, með því að nota þessar fínu buxur við strigskónna. Svona “kasjúal chic“ eins og maður kallar það. Glamour Tíska Mest lesið Jakkar í yfirstærð voru vinsælasta trendið í París Glamour Þetta eru fyrirsæturnar sem ganga í Victorias Secret tískusýningunni Glamour Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Madonna segir gagnrýnendur vera með aldursfordóma Glamour Töskur sem ekkert kemst í Glamour Reimuð stígvél og buxur í vandræðalegri sídd Glamour Hedi Slimane á förum frá Saint Laurent? Glamour Gæði og einfaldleiki hjá Filippa K Glamour Katie Holmes og Jamie Foxx eru saman Glamour Þetta verða skór sumarsins Glamour
Útvíðar buxnaskálmar hafa hægt og bítandi verið að koma inn á tískuradarinn án þess þó að tröllríða öllu. Ætli það sé komið að því þetta misserið? Við allavega mælum með því að fjárfesta í einum útvíðum buxum fyrir veturinn til að eiga sem mótvægi við þröngu buxurnar sem hafa verið ráðandi undanfarin ár. Hér eru nokkur snið sem má gefa gaum í leitinni að hinum fullkomna sniði. Gallabuxur Gallabuxur með útvíðum skálmum passa við allt, gott er að para saman við flotta peysu, skyrtu og jafnvel belti. Dekkri tónar af gallabuxunum eru alltaf vinsælar á þessum árstíma þó að kóngablái liturinn sé alltaf flottur. Stuttar skálmar: Stuttar buxur með víðum skálmum er flott að para saman við ökklastígvélin og leyfir þeim að njóta sín, annað en síðar skálmar. Það má fara í alveg vel útvítt eða í minna - bæði er betra. Útvíðar jakkafatabuxur með broti: Þessa tegund af buxum má nota við jakkafatajakka eða poppa upp með litríkum peysum og skyrtum. Það er gaman að klæða buxurnar „niður“, eins og það kallast, með því að nota þessar fínu buxur við strigskónna. Svona “kasjúal chic“ eins og maður kallar það.
Glamour Tíska Mest lesið Jakkar í yfirstærð voru vinsælasta trendið í París Glamour Þetta eru fyrirsæturnar sem ganga í Victorias Secret tískusýningunni Glamour Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Madonna segir gagnrýnendur vera með aldursfordóma Glamour Töskur sem ekkert kemst í Glamour Reimuð stígvél og buxur í vandræðalegri sídd Glamour Hedi Slimane á förum frá Saint Laurent? Glamour Gæði og einfaldleiki hjá Filippa K Glamour Katie Holmes og Jamie Foxx eru saman Glamour Þetta verða skór sumarsins Glamour