Körfubolti

Snæfell meistari meistaranna þriðja árið í röð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Snæfellskonur fagna titlinum.
Snæfellskonur fagna titlinum. Vísir/Anton

Kvennalið Snæfells í körfubolta vann sér inn nafnbótina sem meistari meistaranna þriðja árið í röð með 70-60 sigri á Grindavík í Meistarakeppni KKÍ en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í dag. Snæfellskonur urðu ennfremur meistarar meistaranna í fjórða sinn á fimm árum.

Er um árlegan leik að ræða sem fer fram á milli ríkjandi Íslandsmeistara og ríkjandi bikarmeistara.

Grindavík byrjaði leikinn betur og leiddi 13-11 að fyrsta leikhluta loknum en Snæfell náði að snúa leiknum sér í hag og leiddi 37-32 í hálfleik.

Snæfellskonur stýrðu umferðinni í þriðja leikhluta og náðu fjórtán stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann 59-45.

Sigurinn var ekki í hættu í fjórða leikhluta þótt Grindvíkingum tækist aðeins að saxa á muninn en leiknum lauk með tíu stiga sigri Snæfells.

Taylor Brown var stigahæst í liði Snæfells með 29 stig en í liði Grindavíkur var það Ashley Grimes með 21 stig ásamt því að taka 11 fráköst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.