Nýherji prufukeyrir heimsendingu með dróna Sæunn Gísladóttir skrifar 5. október 2016 09:30 Stórfyrirtæki eins og Amazon og DHL nýta sér dróna í auknum mæli til heimsendinga. Vísir/Getty „Okkur langaði sem sagt að prófa að fljúga með vöru milli staða úr verslun okkar. Við sendum Lenovo-spjaldtölvu úr Borgartúni yfir í næsta hverfi og það gekk snurðulaust fyrir sig, en vitanlega var drónanum fylgt eftir alla leið af þeim sem stýrði honum. Enn sem komið er getum við ekki sett á sjálfstýringu en hver veit hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja. „Við erum einfaldlega að horfa á sprengingu í framleiðslu og sölu á drónum á komandi árum. Gert er ráð fyrir að 2,5 milljónir dróna verði seldar í Bandaríkjunum á þessu ári. Árið 2020 má svo búast við að hátt í 7 milljónir svífi um loftin blá þar í landi, ef marka má Bloomberg,“ segir Gísli. „Um leið og drónar verða sífellt fyrirferðarmeiri á heimilum, hvort sem það er hér á landi eða úti í heimi, þá eru mörg fyrirtæki að átta sig á notagildi þessara tækja. Ýmis nafntoguð fyrirtæki úti í heimi hafa prófað dróna við heimsendingar. Við vildum ekki vera eftirbátar, enda segjum við oft að upplýsingatæknifyrirtæki eins og Nýherji þurfi ávallt að vera með annan fótinn í framtíðinni,“ segir hann. Gísli segir að þeir sem rýni inn í framtíðina séu nokkuð sannfærðir um að heimsendingar með dróna komi í staðinn fyrir sendla á mótorhjólum eða hjólum á komandi árum úti í hinum stóra heimi. „Allar spár gera ráð fyrir að heimsendingar með dróna verði veruleiki í nánustu framtíð úti í heimi. Við hjá Nýherja teljum okkur hafa góða reynslu af framtíðinni og kannski rekur þessa tæknibyltingu á fjörur okkar áður en langt um líður?“ Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
„Okkur langaði sem sagt að prófa að fljúga með vöru milli staða úr verslun okkar. Við sendum Lenovo-spjaldtölvu úr Borgartúni yfir í næsta hverfi og það gekk snurðulaust fyrir sig, en vitanlega var drónanum fylgt eftir alla leið af þeim sem stýrði honum. Enn sem komið er getum við ekki sett á sjálfstýringu en hver veit hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja. „Við erum einfaldlega að horfa á sprengingu í framleiðslu og sölu á drónum á komandi árum. Gert er ráð fyrir að 2,5 milljónir dróna verði seldar í Bandaríkjunum á þessu ári. Árið 2020 má svo búast við að hátt í 7 milljónir svífi um loftin blá þar í landi, ef marka má Bloomberg,“ segir Gísli. „Um leið og drónar verða sífellt fyrirferðarmeiri á heimilum, hvort sem það er hér á landi eða úti í heimi, þá eru mörg fyrirtæki að átta sig á notagildi þessara tækja. Ýmis nafntoguð fyrirtæki úti í heimi hafa prófað dróna við heimsendingar. Við vildum ekki vera eftirbátar, enda segjum við oft að upplýsingatæknifyrirtæki eins og Nýherji þurfi ávallt að vera með annan fótinn í framtíðinni,“ segir hann. Gísli segir að þeir sem rýni inn í framtíðina séu nokkuð sannfærðir um að heimsendingar með dróna komi í staðinn fyrir sendla á mótorhjólum eða hjólum á komandi árum úti í hinum stóra heimi. „Allar spár gera ráð fyrir að heimsendingar með dróna verði veruleiki í nánustu framtíð úti í heimi. Við hjá Nýherja teljum okkur hafa góða reynslu af framtíðinni og kannski rekur þessa tæknibyltingu á fjörur okkar áður en langt um líður?“
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira