Smekklegir gestir á Hönnunarverðlaunum Íslands Ritstjórn skrifar 7. október 2016 12:30 Afhending Hönnunarverðlauna Íslands fóru fram með pompi og pragt í gær í Safnahúsinu. Íslenska merkið As We Grow hlaut Hönnunarverðlaun Íslands og hlutu 1 milljón króna peningaverðlaun sem Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti. Í umsögn dómnefndar segir: „As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.“Geysir hlaut síðan sérstaka viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á árinu en hún er veitt fyrirtæki sem hefur hönnun eða arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Fjölmargir voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna enda einskonar uppskeruhátíð hönnunargeirans hér á landi og Stefán Karlsson fór og smellti myndum fyrir Glamour. Kolbrún Halldórsdóttir, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Katrín Káradóttir og Bryndís Björgvinsdóttir. Myndir/Stefán Karlsson Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Beyonce var allt annað en sátt með brúðarkjólinn sinn Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour Tilnefningarnar fyrir bresku tískuverðlaunin tilkynnt Glamour Innblástur frá götum Parísar Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Lady Gaga mun leika Donatellu Versace Glamour Fyrsta herralína Stella McCartney lítur dagsins ljós Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Gwyneth Paltrow guðdómleg í Gucci Glamour
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands fóru fram með pompi og pragt í gær í Safnahúsinu. Íslenska merkið As We Grow hlaut Hönnunarverðlaun Íslands og hlutu 1 milljón króna peningaverðlaun sem Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti. Í umsögn dómnefndar segir: „As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.“Geysir hlaut síðan sérstaka viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á árinu en hún er veitt fyrirtæki sem hefur hönnun eða arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Fjölmargir voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna enda einskonar uppskeruhátíð hönnunargeirans hér á landi og Stefán Karlsson fór og smellti myndum fyrir Glamour. Kolbrún Halldórsdóttir, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Katrín Káradóttir og Bryndís Björgvinsdóttir. Myndir/Stefán Karlsson
Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Beyonce var allt annað en sátt með brúðarkjólinn sinn Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour Tilnefningarnar fyrir bresku tískuverðlaunin tilkynnt Glamour Innblástur frá götum Parísar Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Lady Gaga mun leika Donatellu Versace Glamour Fyrsta herralína Stella McCartney lítur dagsins ljós Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Gwyneth Paltrow guðdómleg í Gucci Glamour